Jose Luis Garcia er allur Jakob Bjarnar skrifar 19. júní 2024 10:55 Jose Luis Garcia varð bráðkvaddur í vikunni en hans verður einkum minnst fyrir rekstur Caruso sem hefur verið einn vinsælasti veitingastaður landsins í rúma tvo áratugi. vísir/gva Veitingamaðurinn Jose Garcia varð bráðkvaddur í vikunni en hann hafi starfað áratugum saman að veitingarekstri í Reykjavík. Þrúður Sjöfn Sigurðardóttir, ekkja Jose Garcia, tilkynnti um fráfall hans í gærkvöldi. „Minningin um klettinn okkar mun lifa ævilangt í hjörtum okkar,“ sagði Þrúður meðal annars í stuttri tilkynningu. Fráfall hans kom flatt upp á alla, hann hné niður. Jose Garcia var fæddur 1961 og er frá Hondúras. Hann er gjarnan kenndur við staðinn Caruso sem lengi hefur verið rómaður fyrir góðan ítalskan mat. Lengstum var rekstur Caruso staðsettur við Bankastræti en hefur allra síðustu ár verið rekin í Austurstræti. Staðurinn hefur jafnan notið mikilla vinsælda. Árið 2014 lenti Jose Garcia í átökum við eiganda húsnæðisins, feðgana Jón Ragnarsson og Valdimar Jónsson, og fjallaði Vísir ítarlega um þau átök sem leiddu til þess að starfsemi Caruso var flutt. Jose Garcia kom upphaflega til Íslands sem skiptinemi. Þetta var árið 1985 en hann fór þá til Akureyrar og var þar í nokkur ár. Þegar hann hlaut ríkisborgararétt varð hann, eins og allir sem það gerðu, að taka upp íslenskt nafn og hét hann því Freyr jafnframt en notaði það nafn aldrei. Leiðin lá fljótlega í veitingageirann en Jose er lærður arkítekt. Frá árinu 2000 eignaðist hann Caruso og má segja að staðurinn og vinnan hafi verið hans helsta áhugamál. Og kom þá arkítektamenntun sér vel en hann hannaði jafnframt staði sína sem alla tíð nutu fádæma vinsælda. Caruso er líklega einn best rekni og vinsælasti veitingastaður landsins. Jose lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn. Elst er Veronica, Alexis var í miðjunni og yngst var Samantha. Veitingastaðir Andlát Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Þrúður Sjöfn Sigurðardóttir, ekkja Jose Garcia, tilkynnti um fráfall hans í gærkvöldi. „Minningin um klettinn okkar mun lifa ævilangt í hjörtum okkar,“ sagði Þrúður meðal annars í stuttri tilkynningu. Fráfall hans kom flatt upp á alla, hann hné niður. Jose Garcia var fæddur 1961 og er frá Hondúras. Hann er gjarnan kenndur við staðinn Caruso sem lengi hefur verið rómaður fyrir góðan ítalskan mat. Lengstum var rekstur Caruso staðsettur við Bankastræti en hefur allra síðustu ár verið rekin í Austurstræti. Staðurinn hefur jafnan notið mikilla vinsælda. Árið 2014 lenti Jose Garcia í átökum við eiganda húsnæðisins, feðgana Jón Ragnarsson og Valdimar Jónsson, og fjallaði Vísir ítarlega um þau átök sem leiddu til þess að starfsemi Caruso var flutt. Jose Garcia kom upphaflega til Íslands sem skiptinemi. Þetta var árið 1985 en hann fór þá til Akureyrar og var þar í nokkur ár. Þegar hann hlaut ríkisborgararétt varð hann, eins og allir sem það gerðu, að taka upp íslenskt nafn og hét hann því Freyr jafnframt en notaði það nafn aldrei. Leiðin lá fljótlega í veitingageirann en Jose er lærður arkítekt. Frá árinu 2000 eignaðist hann Caruso og má segja að staðurinn og vinnan hafi verið hans helsta áhugamál. Og kom þá arkítektamenntun sér vel en hann hannaði jafnframt staði sína sem alla tíð nutu fádæma vinsælda. Caruso er líklega einn best rekni og vinsælasti veitingastaður landsins. Jose lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn. Elst er Veronica, Alexis var í miðjunni og yngst var Samantha.
Veitingastaðir Andlát Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira