Börn verði tekin framyfir gæluverkefni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. júní 2024 14:00 Sylvía er komin með nóg af stöðu mála. Vísir. Sylvía Briem Friðjóns þriggja barna móðir sem komin er með nóg af dagvistunarvandræðum foreldra segir að hjarta sitt brotni vegna allra þeirra frásagna sem hún hefur fengið frá foreldrum í vandræðum. Hún segir dæmi um að fólk hafi valið að fara í þungunarrof vegna dagvistunarvandans og hvetur stjórnmálamenn til að láta af gæluverkefnum og leysa vanda foreldra í eitt skiptið fyrir öll. „Ég nenni ekki pólitík, ég er ekki þarna, mig langar bara að allir flokkar setjist saman og setji þetta í forgang. Mig langar að sveitarstjórn og sveitarstjórnarfélögin og stjórnvöld komi með einhvern vinkil á þetta þannig að þetta bara virki. Að börn geti fæðst á Íslandi og fái öll sömu tækifæri,“ segir Sylvía en Sindri Sindrason tók hana tali um málið í Íslandi í dag. Sögur um gjaldþrot og skuldasúpur Sylvía Briem gerði dagvistunarvandann að umfjöllunarefni sínu á samfélagsmiðlum í síðustu viku svo athygli vakti. Þar beinir hún sjónum að því 6-8 mánaða-bili sem foreldrar þurfi að brúa áður en barn fær almennt pláss á leikskóla. Hún segir kerfið halda konum niðri, þar sem þær taki almennt þungann af fæðingarorlofinu. Í Íslandi í dag segir Sylvía að sögur foreldra hafi hrúgast upp síðan hún birti færsluna. Einstæðir foreldrar, fólk í námi, verktakar, í endurhæfingu, standi margir hverjir frammi fyrir gjaldþroti vegna greiðslna og vandræða með dagvistun fyrir börn þeirra. „Fólk er að senda mér sögur um gjaldþrot og skuldasúpur sem það er í mörg ár að fletta ofan af og það er bara ekki í boði að það sé svona erfitt fyrir fólk að fara í fæðingarorlof. Svo er rosalega mikið af sögum af fólki sem er bara að fara í þungunarrof, vegna þess að það getur ekki hugsað sér....“ Af því að það er of hrætt við að ráðast í þetta verkefni, ekki af því að það vill ekki barnið? „Nei, það vill barnið. Eins og ein sendi sögu á mig og sagði bara: „Ég fór í þungunarrof og gat ekki hugsað mér. Svo lendi ég í því að fá sjúkdóm og legið tekið, hún sagði ég mun aldrei eignast börn. Sem er ótrúlega sorglegt og það er bara ótrúlega mikið af svona sögum.“ Sylvía segist gera sér grein fyrir því að enginn sé að leika sér að því að hafa kerfið svona gallað. Forgangsröðunin sé þó röng, tími sé kominn til að hætta gæluverkefnum sem virðast vera um allt og leggja peninginn í þessi mál. Heilsa Börn og uppeldi Fjármál heimilisins Ísland í dag Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Fleiri fréttir Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Sjá meira
„Ég nenni ekki pólitík, ég er ekki þarna, mig langar bara að allir flokkar setjist saman og setji þetta í forgang. Mig langar að sveitarstjórn og sveitarstjórnarfélögin og stjórnvöld komi með einhvern vinkil á þetta þannig að þetta bara virki. Að börn geti fæðst á Íslandi og fái öll sömu tækifæri,“ segir Sylvía en Sindri Sindrason tók hana tali um málið í Íslandi í dag. Sögur um gjaldþrot og skuldasúpur Sylvía Briem gerði dagvistunarvandann að umfjöllunarefni sínu á samfélagsmiðlum í síðustu viku svo athygli vakti. Þar beinir hún sjónum að því 6-8 mánaða-bili sem foreldrar þurfi að brúa áður en barn fær almennt pláss á leikskóla. Hún segir kerfið halda konum niðri, þar sem þær taki almennt þungann af fæðingarorlofinu. Í Íslandi í dag segir Sylvía að sögur foreldra hafi hrúgast upp síðan hún birti færsluna. Einstæðir foreldrar, fólk í námi, verktakar, í endurhæfingu, standi margir hverjir frammi fyrir gjaldþroti vegna greiðslna og vandræða með dagvistun fyrir börn þeirra. „Fólk er að senda mér sögur um gjaldþrot og skuldasúpur sem það er í mörg ár að fletta ofan af og það er bara ekki í boði að það sé svona erfitt fyrir fólk að fara í fæðingarorlof. Svo er rosalega mikið af sögum af fólki sem er bara að fara í þungunarrof, vegna þess að það getur ekki hugsað sér....“ Af því að það er of hrætt við að ráðast í þetta verkefni, ekki af því að það vill ekki barnið? „Nei, það vill barnið. Eins og ein sendi sögu á mig og sagði bara: „Ég fór í þungunarrof og gat ekki hugsað mér. Svo lendi ég í því að fá sjúkdóm og legið tekið, hún sagði ég mun aldrei eignast börn. Sem er ótrúlega sorglegt og það er bara ótrúlega mikið af svona sögum.“ Sylvía segist gera sér grein fyrir því að enginn sé að leika sér að því að hafa kerfið svona gallað. Forgangsröðunin sé þó röng, tími sé kominn til að hætta gæluverkefnum sem virðast vera um allt og leggja peninginn í þessi mál.
Heilsa Börn og uppeldi Fjármál heimilisins Ísland í dag Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Fleiri fréttir Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Sjá meira