Kjarasamningar Eflingar við Reykjavíkurborg undirritaðir Lovísa Arnardóttir skrifar 20. júní 2024 15:30 Við undirritun samningsins á skrifstofu sáttasemjara í dag. Mynd/Efling Samninganefnd Eflingar stéttarfélags hefur náð samningum við viðsemjendur sína hjá Reykjavíkurborg. Kjarasamningar voru undirritaður um miðjan dag í dag, 20. júní. „Samninganefnd Eflingar er ánægð og stolt af góðum árangri í viðræðum okkar við Reykjavíkurborg. Við settum okkur markmið vegna mikilvægra úrbótamála og við náðum árangri í þeim velflestum. Félagsfólk Eflingar sem að starfar hjá Reykjavíkurborg er ómissandi starfsfólk. Það er ánægjulegt að sjá og upplifa að Reykjavíkurborg skilur að hlusta þarf á kröfur okkar og mætir okkur með samningsvilja í kjarasamningsviðræðum“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í tilkynningu frá félaginu. Þar kemur einnig fram að kjarasamningurinn við borgina innihaldi sambærilegar launahækkanir og kjarasamningar Eflingar á almenna markaðnum, sem undirritaðir voru í mars síðastliðnum. Þá segir að mjög góður árangur hafi náðst í fjölgun undirbúningstíma hjá deildarstjórum sem starfa á leikskólum borgarinnar og að einnig hafi náðst góður árangur í að bæta og skýra grein sem fjallar um undirbúningstíma annarra starfsmanna leikskólanna. Samninganefnd Eflingar.Mynd/Efling Samningaviðræður Eflingar við Reykjavíkurborg hófust um miðjan apríl og var vísað til sáttasemjara við lok maímánaðar. Kjarasamningur Eflingar við borgina rann út 31. mars síðastliðinn. Í tilkynningu segir að hafist verði handa við að kynna nýjan kjarasamning á allra næstu dögum og atkvæðagreiðsla um samningana hefjist innan skamms. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar eiga að liggja fyrir ekki síðar en 10. júlí. Frekari upplýsingar um efni samningsins og atkvæðagreiðslu verða birtar á efling.is fljótlega. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Reykjavík Leikskólar Tengdar fréttir Efling vísar deilu við borgina til sáttasemjara Samninganefnd Eflingar – stéttarfélags hefur vísað kjaradeilu félagsins við Reykjavíkurborg til ríkissáttasemjara. 27. maí 2024 14:40 Eflingarfólk samþykkir kjarasamning með miklum meirihluta Um 76 prósent þeirra félagsmanna Eflingar sem greiddi atkvæði um Stöðugleikasamninginn svokalla greiddi atkvæði með samþykkt samningsins. Um 13 prósent greiddi atkvæði gegn samþykkt samningsins og 10 prósent skilaði auðu. Kosningaþátttakan var tíu prósent. 20. mars 2024 12:29 Hlé á spennuþrungnum viðræðum VR og SA Brugðið getur til beggja vona í samningaviðræðum verslunarmanna og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara. Fundur þeirra hófst klukkan tíu í morgun og lauk upp úr klukkan tíu í kvöld. 11. mars 2024 22:25 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
„Samninganefnd Eflingar er ánægð og stolt af góðum árangri í viðræðum okkar við Reykjavíkurborg. Við settum okkur markmið vegna mikilvægra úrbótamála og við náðum árangri í þeim velflestum. Félagsfólk Eflingar sem að starfar hjá Reykjavíkurborg er ómissandi starfsfólk. Það er ánægjulegt að sjá og upplifa að Reykjavíkurborg skilur að hlusta þarf á kröfur okkar og mætir okkur með samningsvilja í kjarasamningsviðræðum“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í tilkynningu frá félaginu. Þar kemur einnig fram að kjarasamningurinn við borgina innihaldi sambærilegar launahækkanir og kjarasamningar Eflingar á almenna markaðnum, sem undirritaðir voru í mars síðastliðnum. Þá segir að mjög góður árangur hafi náðst í fjölgun undirbúningstíma hjá deildarstjórum sem starfa á leikskólum borgarinnar og að einnig hafi náðst góður árangur í að bæta og skýra grein sem fjallar um undirbúningstíma annarra starfsmanna leikskólanna. Samninganefnd Eflingar.Mynd/Efling Samningaviðræður Eflingar við Reykjavíkurborg hófust um miðjan apríl og var vísað til sáttasemjara við lok maímánaðar. Kjarasamningur Eflingar við borgina rann út 31. mars síðastliðinn. Í tilkynningu segir að hafist verði handa við að kynna nýjan kjarasamning á allra næstu dögum og atkvæðagreiðsla um samningana hefjist innan skamms. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar eiga að liggja fyrir ekki síðar en 10. júlí. Frekari upplýsingar um efni samningsins og atkvæðagreiðslu verða birtar á efling.is fljótlega.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Reykjavík Leikskólar Tengdar fréttir Efling vísar deilu við borgina til sáttasemjara Samninganefnd Eflingar – stéttarfélags hefur vísað kjaradeilu félagsins við Reykjavíkurborg til ríkissáttasemjara. 27. maí 2024 14:40 Eflingarfólk samþykkir kjarasamning með miklum meirihluta Um 76 prósent þeirra félagsmanna Eflingar sem greiddi atkvæði um Stöðugleikasamninginn svokalla greiddi atkvæði með samþykkt samningsins. Um 13 prósent greiddi atkvæði gegn samþykkt samningsins og 10 prósent skilaði auðu. Kosningaþátttakan var tíu prósent. 20. mars 2024 12:29 Hlé á spennuþrungnum viðræðum VR og SA Brugðið getur til beggja vona í samningaviðræðum verslunarmanna og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara. Fundur þeirra hófst klukkan tíu í morgun og lauk upp úr klukkan tíu í kvöld. 11. mars 2024 22:25 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Efling vísar deilu við borgina til sáttasemjara Samninganefnd Eflingar – stéttarfélags hefur vísað kjaradeilu félagsins við Reykjavíkurborg til ríkissáttasemjara. 27. maí 2024 14:40
Eflingarfólk samþykkir kjarasamning með miklum meirihluta Um 76 prósent þeirra félagsmanna Eflingar sem greiddi atkvæði um Stöðugleikasamninginn svokalla greiddi atkvæði með samþykkt samningsins. Um 13 prósent greiddi atkvæði gegn samþykkt samningsins og 10 prósent skilaði auðu. Kosningaþátttakan var tíu prósent. 20. mars 2024 12:29
Hlé á spennuþrungnum viðræðum VR og SA Brugðið getur til beggja vona í samningaviðræðum verslunarmanna og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara. Fundur þeirra hófst klukkan tíu í morgun og lauk upp úr klukkan tíu í kvöld. 11. mars 2024 22:25