Rutte næsti framkvæmdastjóri NATO Lovísa Arnardóttir skrifar 20. júní 2024 18:43 Enn þurfa NATO þjóðirnar að staðfesta hann í embættið en Rutte er nú eini frambjóðandinn til framkvæmdastjóra NATO. Vísir/EPA Forsætisráðherra Hollands, Mark Rutte, verður næsti framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, NATO. Það varð ljóst í dag þegar eini andstæður Rutte, Klaus Iohannis, forseti Rúmeníu, dró framboð sitt til framkvæmdastjóra NATO til baka. Norðmaðurinn Jens Stoltenberg gegnir núna hlutverki framkvæmdastjóra en törn hans lýkur í október á þessu ári. Þó svo að Rutte sé nú eini frambjóðandinn til embættisins þurfa enn allar NATO þjóðirnar að staðfesta hann í embættið. Rutte mun þannig taka við af Stoltenberg viðbrögðum NATO við innrás Rússa í Úkraínu auk þess sem hann þarf að viðhalda sambandi við Bandaríkin. Möguleiki er á því að Donald Trump verði kjörinn forseti landsins í nóvember en hann hefur áður lýst yfir efasemdum um þátttöku Bandaríkjanna í bandalaginu. Fram kemur í umfjöllun BBC um málið að Rutte og Trump hafi í gegnum tíðina átt í ágætis sambandi og sagði sem dæmi í febrúar á ráðstefnu að „Evrópa ætti að dansa við hvern sem er á gólfinu“. Rutte bauð sig fram til framkvæmdastjóra NATO eftir að hann tilkynnti að hann ætlaði að hætta í stjórnmálum eftir að ríkisstjórn hans féll síðasta sumar. Eftir að tilkynnt var um arftaka hans í forsætisráðherra embættið í maí gat hann svo einbeitt sér að framboði sínu til framkvæmdastjóra NATO. Stuðningur hans við Úkraínu og langur ferill hans í stjórnmálum í Evrópu er bæði talið hafa skipt miklu máli fyrir tilnefningu hans en lykilríki eins og Bretland, Bandaríkin, Frakkland og Þýskaland tilnefndu hann. Þrjú ríki stóðu hjá. Það voru Ungverjaland, Rúmeníu og Tyrkland. Eftir að Rutte ferðaðist til Tyrklands í apríl breyttu Tyrkir afstöðu sinni og Ungverjaland tilkynnti um stuðning á þriðjudag. Rúmenar tilkynntu svo um stuðning sinn eftir að Iohannis dró framboð sitt til baka. Næsta NATO ráðstefna fer fram í Washington í júlí. NATO Holland Bandaríkin Rúmenía Tengdar fréttir Svíþjóð formlega gengin í NATO Svíþjóð fékk klukkan fjögur í dag að íslenskum tíma formlega aðild að Atlantshafsbandalaginu, þegar forsætisráðherrann undirritaði plagg þess efnis. Svíþjóð er þannig þrítugasta og annað ríki bandalagsins. Svíar sóttu um inngöngu í bandalagið fyrir tveimur árum, vegna innrásar Rússa í Úkraínu. 7. mars 2024 16:10 Ungverska þingið samþykkir inngöngu Svía Ungverska þingið hefur samþykkt lög sem heimila inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið, NATO, en Ungverjar eru síðastir til þess að samþykkja inngönguna. 26. febrúar 2024 16:04 „Lifum á þýðingamestu tímum frá endalokum seinni heimsstyrjaldarinnar“ Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands segir Evrópu vera á „fyrirstríðstímum“ og varar við því að Úkraína megi ekki lúta í lægra haldi fyrir Rússlandi. Heimsálfan eigi mikið undir og stríð ekki lengur draugar fortíðar. 30. mars 2024 08:37 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Sjá meira
Norðmaðurinn Jens Stoltenberg gegnir núna hlutverki framkvæmdastjóra en törn hans lýkur í október á þessu ári. Þó svo að Rutte sé nú eini frambjóðandinn til embættisins þurfa enn allar NATO þjóðirnar að staðfesta hann í embættið. Rutte mun þannig taka við af Stoltenberg viðbrögðum NATO við innrás Rússa í Úkraínu auk þess sem hann þarf að viðhalda sambandi við Bandaríkin. Möguleiki er á því að Donald Trump verði kjörinn forseti landsins í nóvember en hann hefur áður lýst yfir efasemdum um þátttöku Bandaríkjanna í bandalaginu. Fram kemur í umfjöllun BBC um málið að Rutte og Trump hafi í gegnum tíðina átt í ágætis sambandi og sagði sem dæmi í febrúar á ráðstefnu að „Evrópa ætti að dansa við hvern sem er á gólfinu“. Rutte bauð sig fram til framkvæmdastjóra NATO eftir að hann tilkynnti að hann ætlaði að hætta í stjórnmálum eftir að ríkisstjórn hans féll síðasta sumar. Eftir að tilkynnt var um arftaka hans í forsætisráðherra embættið í maí gat hann svo einbeitt sér að framboði sínu til framkvæmdastjóra NATO. Stuðningur hans við Úkraínu og langur ferill hans í stjórnmálum í Evrópu er bæði talið hafa skipt miklu máli fyrir tilnefningu hans en lykilríki eins og Bretland, Bandaríkin, Frakkland og Þýskaland tilnefndu hann. Þrjú ríki stóðu hjá. Það voru Ungverjaland, Rúmeníu og Tyrkland. Eftir að Rutte ferðaðist til Tyrklands í apríl breyttu Tyrkir afstöðu sinni og Ungverjaland tilkynnti um stuðning á þriðjudag. Rúmenar tilkynntu svo um stuðning sinn eftir að Iohannis dró framboð sitt til baka. Næsta NATO ráðstefna fer fram í Washington í júlí.
NATO Holland Bandaríkin Rúmenía Tengdar fréttir Svíþjóð formlega gengin í NATO Svíþjóð fékk klukkan fjögur í dag að íslenskum tíma formlega aðild að Atlantshafsbandalaginu, þegar forsætisráðherrann undirritaði plagg þess efnis. Svíþjóð er þannig þrítugasta og annað ríki bandalagsins. Svíar sóttu um inngöngu í bandalagið fyrir tveimur árum, vegna innrásar Rússa í Úkraínu. 7. mars 2024 16:10 Ungverska þingið samþykkir inngöngu Svía Ungverska þingið hefur samþykkt lög sem heimila inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið, NATO, en Ungverjar eru síðastir til þess að samþykkja inngönguna. 26. febrúar 2024 16:04 „Lifum á þýðingamestu tímum frá endalokum seinni heimsstyrjaldarinnar“ Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands segir Evrópu vera á „fyrirstríðstímum“ og varar við því að Úkraína megi ekki lúta í lægra haldi fyrir Rússlandi. Heimsálfan eigi mikið undir og stríð ekki lengur draugar fortíðar. 30. mars 2024 08:37 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Sjá meira
Svíþjóð formlega gengin í NATO Svíþjóð fékk klukkan fjögur í dag að íslenskum tíma formlega aðild að Atlantshafsbandalaginu, þegar forsætisráðherrann undirritaði plagg þess efnis. Svíþjóð er þannig þrítugasta og annað ríki bandalagsins. Svíar sóttu um inngöngu í bandalagið fyrir tveimur árum, vegna innrásar Rússa í Úkraínu. 7. mars 2024 16:10
Ungverska þingið samþykkir inngöngu Svía Ungverska þingið hefur samþykkt lög sem heimila inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið, NATO, en Ungverjar eru síðastir til þess að samþykkja inngönguna. 26. febrúar 2024 16:04
„Lifum á þýðingamestu tímum frá endalokum seinni heimsstyrjaldarinnar“ Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands segir Evrópu vera á „fyrirstríðstímum“ og varar við því að Úkraína megi ekki lúta í lægra haldi fyrir Rússlandi. Heimsálfan eigi mikið undir og stríð ekki lengur draugar fortíðar. 30. mars 2024 08:37