„Liðin héldu að þau væru með svörin við að spila gegn okkur svo við breyttum spurningunni“ Andri Már Eggertsson skrifar 20. júní 2024 20:35 John Andrews, þjálfari Víkings, og Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, takast í hendurnar eftir leik. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Víkingur var fyrsta liðið til að vinna Breiðablik á tímabilinu. Víkingur vann 2-1 sigur og John Andrews, þjálfari Víkings, var hátt uppi eftir sigurinn. „Þetta er enginn galdur bara erfiðisvinna og við höfum spilað þannig í tæp tvö ár. Við erum nýliðar og flest lið héldu að þau væru með svörin við að spila gegn okkur svo við breyttum spurningunni. Ég verð að hrósa Blikum og það er ástæða fyrir því að þær eru efstar í deildinni,“ sagði John Andrews eftir leik. Víkingur komst yfir í fyrri hálfleik og John var nokkuð ánægður með spilamennsku liðsins í fyrri hálfleik sem skilaði 1-0 forystu. „Við spiluðum ákveðna taktík þar sem við tókum áhættu og það skildi eftir svæði í vörninni en við erum með góða varnarmenn, miðjan hjá okkur var einnig frábær í kvöld og ég ætla ekki einu sinni að nefna framherjana sem spiluðu frábærlega.“ „Ég verð að hrósa dómurunum sem dæmdu leikinn frábærlega fyrir bæði lið. Bergrós [Lilja Unudóttir] er ein sú besta á landinu að dæma.“ John Andrews var gríðarlega ánægður með Bergdísi Sveinsdóttur sem skoraði fyrsta mark Víkings og fékk skiptingu eftir 72 mínútur þar sem hún var búin að hlaupa úr sér lungun. „Þær hlupu allar mikið. Ég vil ekki taka fyrir einstaka leikmenn en Bergdís er eins og dóttir fyrir mér. Við þurftum að spila henni hægra megin og hún er öflug í að finna pláss milli leikmanna og hún fann svæði milli varnarmanna og skoraði. Þetta minnti á skallamark Jude Bellingham fyrir England þar sem hún fleygði sér á þetta og ég er svo stoltur af henni.“ Breiðablik kom til baka og fékk færi í seinni hálfleik áður en Víkingur bætti við öðru marki. John talaði um að tölfræði skipti ekki öllu máli heldur líka hvað þú leggur á þig í leiknum. „Stundum talar fólk mikið um sendingar og prósentu með boltann sem er fallegt. Þú verður samt líka að gefa hrós fyrir hjarta, vilja og karakter og þú færð ekkert meira af því en hjá Víkingi.“ John viðurkenndi að hann hafi verið orðinn stressaður undir lokin þar sem Breiðablik minnkaði muninn og fékk færi til þess að jafna. „Ég vil ekki blóta en ég var stressaður þegar að fyrirgjöfin undir lokin kom. Já ég var stressaður en stress er gott ef þú ert stressaður þá þýðir það að þú sért að vinna leiki og gera vel,“ sagði John að lokum sem var strax byrjaður að hugsa um Stjörnuna í næsta leik. Víkingur Reykjavík Besta deild kvenna Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Sjá meira
„Þetta er enginn galdur bara erfiðisvinna og við höfum spilað þannig í tæp tvö ár. Við erum nýliðar og flest lið héldu að þau væru með svörin við að spila gegn okkur svo við breyttum spurningunni. Ég verð að hrósa Blikum og það er ástæða fyrir því að þær eru efstar í deildinni,“ sagði John Andrews eftir leik. Víkingur komst yfir í fyrri hálfleik og John var nokkuð ánægður með spilamennsku liðsins í fyrri hálfleik sem skilaði 1-0 forystu. „Við spiluðum ákveðna taktík þar sem við tókum áhættu og það skildi eftir svæði í vörninni en við erum með góða varnarmenn, miðjan hjá okkur var einnig frábær í kvöld og ég ætla ekki einu sinni að nefna framherjana sem spiluðu frábærlega.“ „Ég verð að hrósa dómurunum sem dæmdu leikinn frábærlega fyrir bæði lið. Bergrós [Lilja Unudóttir] er ein sú besta á landinu að dæma.“ John Andrews var gríðarlega ánægður með Bergdísi Sveinsdóttur sem skoraði fyrsta mark Víkings og fékk skiptingu eftir 72 mínútur þar sem hún var búin að hlaupa úr sér lungun. „Þær hlupu allar mikið. Ég vil ekki taka fyrir einstaka leikmenn en Bergdís er eins og dóttir fyrir mér. Við þurftum að spila henni hægra megin og hún er öflug í að finna pláss milli leikmanna og hún fann svæði milli varnarmanna og skoraði. Þetta minnti á skallamark Jude Bellingham fyrir England þar sem hún fleygði sér á þetta og ég er svo stoltur af henni.“ Breiðablik kom til baka og fékk færi í seinni hálfleik áður en Víkingur bætti við öðru marki. John talaði um að tölfræði skipti ekki öllu máli heldur líka hvað þú leggur á þig í leiknum. „Stundum talar fólk mikið um sendingar og prósentu með boltann sem er fallegt. Þú verður samt líka að gefa hrós fyrir hjarta, vilja og karakter og þú færð ekkert meira af því en hjá Víkingi.“ John viðurkenndi að hann hafi verið orðinn stressaður undir lokin þar sem Breiðablik minnkaði muninn og fékk færi til þess að jafna. „Ég vil ekki blóta en ég var stressaður þegar að fyrirgjöfin undir lokin kom. Já ég var stressaður en stress er gott ef þú ert stressaður þá þýðir það að þú sért að vinna leiki og gera vel,“ sagði John að lokum sem var strax byrjaður að hugsa um Stjörnuna í næsta leik.
Víkingur Reykjavík Besta deild kvenna Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Sjá meira