„Liðin héldu að þau væru með svörin við að spila gegn okkur svo við breyttum spurningunni“ Andri Már Eggertsson skrifar 20. júní 2024 20:35 John Andrews, þjálfari Víkings, og Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, takast í hendurnar eftir leik. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Víkingur var fyrsta liðið til að vinna Breiðablik á tímabilinu. Víkingur vann 2-1 sigur og John Andrews, þjálfari Víkings, var hátt uppi eftir sigurinn. „Þetta er enginn galdur bara erfiðisvinna og við höfum spilað þannig í tæp tvö ár. Við erum nýliðar og flest lið héldu að þau væru með svörin við að spila gegn okkur svo við breyttum spurningunni. Ég verð að hrósa Blikum og það er ástæða fyrir því að þær eru efstar í deildinni,“ sagði John Andrews eftir leik. Víkingur komst yfir í fyrri hálfleik og John var nokkuð ánægður með spilamennsku liðsins í fyrri hálfleik sem skilaði 1-0 forystu. „Við spiluðum ákveðna taktík þar sem við tókum áhættu og það skildi eftir svæði í vörninni en við erum með góða varnarmenn, miðjan hjá okkur var einnig frábær í kvöld og ég ætla ekki einu sinni að nefna framherjana sem spiluðu frábærlega.“ „Ég verð að hrósa dómurunum sem dæmdu leikinn frábærlega fyrir bæði lið. Bergrós [Lilja Unudóttir] er ein sú besta á landinu að dæma.“ John Andrews var gríðarlega ánægður með Bergdísi Sveinsdóttur sem skoraði fyrsta mark Víkings og fékk skiptingu eftir 72 mínútur þar sem hún var búin að hlaupa úr sér lungun. „Þær hlupu allar mikið. Ég vil ekki taka fyrir einstaka leikmenn en Bergdís er eins og dóttir fyrir mér. Við þurftum að spila henni hægra megin og hún er öflug í að finna pláss milli leikmanna og hún fann svæði milli varnarmanna og skoraði. Þetta minnti á skallamark Jude Bellingham fyrir England þar sem hún fleygði sér á þetta og ég er svo stoltur af henni.“ Breiðablik kom til baka og fékk færi í seinni hálfleik áður en Víkingur bætti við öðru marki. John talaði um að tölfræði skipti ekki öllu máli heldur líka hvað þú leggur á þig í leiknum. „Stundum talar fólk mikið um sendingar og prósentu með boltann sem er fallegt. Þú verður samt líka að gefa hrós fyrir hjarta, vilja og karakter og þú færð ekkert meira af því en hjá Víkingi.“ John viðurkenndi að hann hafi verið orðinn stressaður undir lokin þar sem Breiðablik minnkaði muninn og fékk færi til þess að jafna. „Ég vil ekki blóta en ég var stressaður þegar að fyrirgjöfin undir lokin kom. Já ég var stressaður en stress er gott ef þú ert stressaður þá þýðir það að þú sért að vinna leiki og gera vel,“ sagði John að lokum sem var strax byrjaður að hugsa um Stjörnuna í næsta leik. Víkingur Reykjavík Besta deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Martínez hetja Rauðu djöflanna Guðmundur hefur trú á Slóveníu Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Sjá meira
„Þetta er enginn galdur bara erfiðisvinna og við höfum spilað þannig í tæp tvö ár. Við erum nýliðar og flest lið héldu að þau væru með svörin við að spila gegn okkur svo við breyttum spurningunni. Ég verð að hrósa Blikum og það er ástæða fyrir því að þær eru efstar í deildinni,“ sagði John Andrews eftir leik. Víkingur komst yfir í fyrri hálfleik og John var nokkuð ánægður með spilamennsku liðsins í fyrri hálfleik sem skilaði 1-0 forystu. „Við spiluðum ákveðna taktík þar sem við tókum áhættu og það skildi eftir svæði í vörninni en við erum með góða varnarmenn, miðjan hjá okkur var einnig frábær í kvöld og ég ætla ekki einu sinni að nefna framherjana sem spiluðu frábærlega.“ „Ég verð að hrósa dómurunum sem dæmdu leikinn frábærlega fyrir bæði lið. Bergrós [Lilja Unudóttir] er ein sú besta á landinu að dæma.“ John Andrews var gríðarlega ánægður með Bergdísi Sveinsdóttur sem skoraði fyrsta mark Víkings og fékk skiptingu eftir 72 mínútur þar sem hún var búin að hlaupa úr sér lungun. „Þær hlupu allar mikið. Ég vil ekki taka fyrir einstaka leikmenn en Bergdís er eins og dóttir fyrir mér. Við þurftum að spila henni hægra megin og hún er öflug í að finna pláss milli leikmanna og hún fann svæði milli varnarmanna og skoraði. Þetta minnti á skallamark Jude Bellingham fyrir England þar sem hún fleygði sér á þetta og ég er svo stoltur af henni.“ Breiðablik kom til baka og fékk færi í seinni hálfleik áður en Víkingur bætti við öðru marki. John talaði um að tölfræði skipti ekki öllu máli heldur líka hvað þú leggur á þig í leiknum. „Stundum talar fólk mikið um sendingar og prósentu með boltann sem er fallegt. Þú verður samt líka að gefa hrós fyrir hjarta, vilja og karakter og þú færð ekkert meira af því en hjá Víkingi.“ John viðurkenndi að hann hafi verið orðinn stressaður undir lokin þar sem Breiðablik minnkaði muninn og fékk færi til þess að jafna. „Ég vil ekki blóta en ég var stressaður þegar að fyrirgjöfin undir lokin kom. Já ég var stressaður en stress er gott ef þú ert stressaður þá þýðir það að þú sért að vinna leiki og gera vel,“ sagði John að lokum sem var strax byrjaður að hugsa um Stjörnuna í næsta leik.
Víkingur Reykjavík Besta deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Martínez hetja Rauðu djöflanna Guðmundur hefur trú á Slóveníu Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti