Vilja loka fyrir umferð um Ráðhústorgið á sumrin Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 21. júní 2024 11:11 Halldór og Hilda Jana eru sammála um að stemning myndi aukast til muna á torginu ef lokað yrði fyrir umferð um það. Já Eigandi kaffihúss á Ráðhústorginu á Akureyri berst fyrir því að torgið verði lokað fyrir bílaumferð í bænum yfir sumarið. Hann heldur reglulega vel heppnaða viðburði á torginu en segir erfitt að þurfa sífellt að sækja um leyfi fyrir lokun svo hægt sé að halda viðburði á torginu. Bæjarfulltrúi segist tilbúin að samþykkja tillögu um að loka fyrir umferð um torgið á sumrin. Halldór Kristinn Harðarson eigandi kaffihússins og skemmtistaðarins Vamos birti færslu á Facebook í gær þar sem hann bar rök fyrir því að loka ætti fyrir umferð um ráðhústorgið á sumrin. Hann hefur áður haldið viðburði á torginu með leyfi fyrir lokun fyrir umferð á götunni en það sé mikil vinna að útvega slík leyfi. „Mér finnst stemningin niðri á Ráðhústorgi helmingi betri þegar það er hægt að setja heilan helling af borðum og stólum, tónlist fyrir utan. Ég setti körfuboltaspjald, cornhole og fótboltaspil út og eitthvað um að vera, og það stoppaði ekki notkunin á því,“ segir Halldór á Facebook. Endalausir möguleikar með lokun Hann vekur athygli á að torgið sé það fyrsta sem ferðamenn sem mæta á skemmtiferðaskipum sjá þegar þeir koma til bæjarins, en oft sé þar lítið um að vera. „En þegar ég hef gert eitthvað þá koma farþegarnir á skipinu dansandi inn í bæ og ánægjan er mikil hjá gestum sem sækja að.“ Færslan hefur hlotið góðar undirtektir og Halldór virtist vongóður um að nú gæti eitthvað farið að gerast þegar fréttastofa hafði samband. „Ég held að svona 95 prósent af þeim sem ég tala við séu sammála þessu. Þannig að ég held að þetta geti gerst.“ Halldór furðar sig á því toginu sé ekki lokað í ljósi þess að búið sé að loka göngugötunni sem liggur að torginu. Það sé gríðarlega mikil vinna fólgin í að fá leyfi fyrir viðburðahaldi, ekki síst með stuttum fyrirvara, til dæmis ef hann vildi skipuleggja viðburð út frá góðri veðurspá. „Ef þetta væri bara lokað gæti ég verið að gera eitthvað þarna, alltaf þegar það yrði gott veður eða hverja helgi,“ segir Halldór. „Ég get gert allan fjandann þarna og þá eykst lífið á torginu. Þá er þetta miðsvæðið sem fjölskyldufólk og fólk almennt leitar á,“ bætir hann við og segir að í bæinn vanti slíkt miðsvæði. Bæjarbúar spenntari fyrir breytingunum en áður Hilda Jana Gísladóttir bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar er ein þeirra sem gefið hefur vilyrði fyrir lokun á umferð um ráðhústorgið yfir sumartímann. „Ég er bara peppuð í þetta,“ segir Hilda Jana í samtali við fréttastofu. Hún segist lengi hafa barist fyrir að göngugötunni verði lokað fyrir bílaumferð á sumrin og tekur undir hugmynd Halldórs. „Ég er búin að berjast ótrúlega lengi fyrir því að minnka bílaumferð um miðbæinn yfir sumarlagi og loka göngugörunni,“ segir Hilda Jana. Tillaga um að loka göngugötunni í júní, júlí og ágúst hafi verið samþykkt. Hún segir möguleikana í lokun á torginu endalausa og hún kæmi til með að auka stemningu yfir sumarið til muna. „Ég er klár í að samþykkja svoleiðis breytingar í bæjarstjórn en, to, tre sko!“ Hilda Jana segir viðhorfið í bænum gagnvart göngugötunum hafa breyst, fólk sé mun viljugra til að horfa til breytinganna en áður. „Ég held að fólk horfi aðeins til stemningarinnar sem hægt er að sjá í borginni. Og göngugatan er hvort sem er lokuð yfir sumarlagið, og af hverju ekki að klára bara málið þannig að ráðhústorgið sé frítt í það líka?“ Akureyri Skipulag Veitingastaðir Umferð Mest lesið Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Halldór Kristinn Harðarson eigandi kaffihússins og skemmtistaðarins Vamos birti færslu á Facebook í gær þar sem hann bar rök fyrir því að loka ætti fyrir umferð um ráðhústorgið á sumrin. Hann hefur áður haldið viðburði á torginu með leyfi fyrir lokun fyrir umferð á götunni en það sé mikil vinna að útvega slík leyfi. „Mér finnst stemningin niðri á Ráðhústorgi helmingi betri þegar það er hægt að setja heilan helling af borðum og stólum, tónlist fyrir utan. Ég setti körfuboltaspjald, cornhole og fótboltaspil út og eitthvað um að vera, og það stoppaði ekki notkunin á því,“ segir Halldór á Facebook. Endalausir möguleikar með lokun Hann vekur athygli á að torgið sé það fyrsta sem ferðamenn sem mæta á skemmtiferðaskipum sjá þegar þeir koma til bæjarins, en oft sé þar lítið um að vera. „En þegar ég hef gert eitthvað þá koma farþegarnir á skipinu dansandi inn í bæ og ánægjan er mikil hjá gestum sem sækja að.“ Færslan hefur hlotið góðar undirtektir og Halldór virtist vongóður um að nú gæti eitthvað farið að gerast þegar fréttastofa hafði samband. „Ég held að svona 95 prósent af þeim sem ég tala við séu sammála þessu. Þannig að ég held að þetta geti gerst.“ Halldór furðar sig á því toginu sé ekki lokað í ljósi þess að búið sé að loka göngugötunni sem liggur að torginu. Það sé gríðarlega mikil vinna fólgin í að fá leyfi fyrir viðburðahaldi, ekki síst með stuttum fyrirvara, til dæmis ef hann vildi skipuleggja viðburð út frá góðri veðurspá. „Ef þetta væri bara lokað gæti ég verið að gera eitthvað þarna, alltaf þegar það yrði gott veður eða hverja helgi,“ segir Halldór. „Ég get gert allan fjandann þarna og þá eykst lífið á torginu. Þá er þetta miðsvæðið sem fjölskyldufólk og fólk almennt leitar á,“ bætir hann við og segir að í bæinn vanti slíkt miðsvæði. Bæjarbúar spenntari fyrir breytingunum en áður Hilda Jana Gísladóttir bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar er ein þeirra sem gefið hefur vilyrði fyrir lokun á umferð um ráðhústorgið yfir sumartímann. „Ég er bara peppuð í þetta,“ segir Hilda Jana í samtali við fréttastofu. Hún segist lengi hafa barist fyrir að göngugötunni verði lokað fyrir bílaumferð á sumrin og tekur undir hugmynd Halldórs. „Ég er búin að berjast ótrúlega lengi fyrir því að minnka bílaumferð um miðbæinn yfir sumarlagi og loka göngugörunni,“ segir Hilda Jana. Tillaga um að loka göngugötunni í júní, júlí og ágúst hafi verið samþykkt. Hún segir möguleikana í lokun á torginu endalausa og hún kæmi til með að auka stemningu yfir sumarið til muna. „Ég er klár í að samþykkja svoleiðis breytingar í bæjarstjórn en, to, tre sko!“ Hilda Jana segir viðhorfið í bænum gagnvart göngugötunum hafa breyst, fólk sé mun viljugra til að horfa til breytinganna en áður. „Ég held að fólk horfi aðeins til stemningarinnar sem hægt er að sjá í borginni. Og göngugatan er hvort sem er lokuð yfir sumarlagið, og af hverju ekki að klára bara málið þannig að ráðhústorgið sé frítt í það líka?“
Akureyri Skipulag Veitingastaðir Umferð Mest lesið Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira