Vonsvikin vegna 25 milljóna kostnaðar við borgarstjóraskiptin Árni Sæberg skrifar 21. júní 2024 11:20 Hildur er ekki ánægð með kostnaðinn við það þegar Einar tók við af Degi. Vísir/Vilhelm Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur lýst yfir vonbrigðum vegna frétta af 25 milljóna króna kostnaði við starfslok Dags B Eggertssonar, fyrrverandi borgarstjóra. Á borgarstjórnarfundi þriðjudaginn, 18. júní sl., samþykkti meirihluti Samfylkingarinnar, Framsóknarflokks, Píratar og Viðreisnar viðauka við fjárhagsáætlun sem nam 25 milljóna króna hækkun á fjárheimildum skrifstofu borgarstjóra og borgarritara til að mæta breytingum á launa- og starfsmannakostnaði innan skrifstofunnar. Í Morgunblaðinu er haft eftir Þorsteini Gunnarssyni borgarritara að kostnaðurinn sé tilkominn vegna uppgjörs í samræmi við ráðningarbréf fyrrverandi borgarstjóra og ráðningarsamning fyrrverandi aðstoðarmanns borgarstjóra. „Tillögunni fylgdu engar frekari skýringar og hún var ekki sérstaklega til kynningar. Við sjálfstæðismenn greiddum vissulega atkvæði gegn tillögunni enda erum við á móti hvers kyns fjáraustri í yfirbyggingunni,“ er haft eftir Hildi Björnsdóttur, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í fréttatilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík. Fráleitar upphæðir Þá er haft eftir Hildi að um sé að ræða fráleitar upphæðir sem standist enga skoðun. Fulltrúar meirihlutans hefðu áður fullyrt að við starfslokin fengi Dagur einungis biðlaun sem nema myndu mismuni launa hans sem borgarstjóra annars vegar, og formanns borgarráðs hins vegar. „Hér birtist okkur hins vegar önnur mynd, og ef í ljós kemur að Dagur þiggur nú frá borgarbúum, einhverjar greiðslur umfram það sem áður var upplýst, þá lít ég það mjög alvarlegum augum.“ Kostar álíka mikið og stytting opnunartíma sparar Þegar hafi verið kallað eftir sundurliðuðum upplýsingum sem varpað geti frekara ljósi á málið. Greiðslan sé sérstaklega ámælisverða þegar víða hafi verið skorið niður í grunnþjónustu við íbúana. Megi nefna skertan opnunartíma sundlauganna sem spara muni borginni 26 milljónir í ár og niðurskurð í bókakaupum á skólabókasöfnum sem spara hafi átt borginni níu milljónir. Einnig megi benda á skertan opnunartíma félagsmiðstöðva fyrir unglinga sem spari borginni tíu milljónir eða niðurskurð til tónlistarnáms í Reykjavík sem spara hafi átt þrjátíu milljónir. „Þegar greiðslur vegna starfsloka Dags eru skoðaðar í samhengi við þá þjónustuskerðingu sem borgarbúar hafa orðið fyrir í nafni niðurskurðar, þá verður manni orða vant,“ er haft eftir Hildi. 25 milljóna króna fjárauki vegna starfslokanna sé óboðlegur fjáraustur og sýni skilningsleysi meirihlutans á alvarlegri stöðu í rekstri borgarinnar. „Að undanförnu hefur málast upp mynstur gjafagjörninga við lóðaúthlutanir í borgarstjóratíð Dags. Rekstur borgarsjóðs er í rjúkandi rúst, grunnþjónusta víða í molum og í kveðjugjöf fáum við borgarbúar að greiða 25 milljónir króna vegna starfsloka Dags. Þetta þarfnast ítarlegra skýringa.“ Borgarstjórn Reykjavík Kjaramál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Á borgarstjórnarfundi þriðjudaginn, 18. júní sl., samþykkti meirihluti Samfylkingarinnar, Framsóknarflokks, Píratar og Viðreisnar viðauka við fjárhagsáætlun sem nam 25 milljóna króna hækkun á fjárheimildum skrifstofu borgarstjóra og borgarritara til að mæta breytingum á launa- og starfsmannakostnaði innan skrifstofunnar. Í Morgunblaðinu er haft eftir Þorsteini Gunnarssyni borgarritara að kostnaðurinn sé tilkominn vegna uppgjörs í samræmi við ráðningarbréf fyrrverandi borgarstjóra og ráðningarsamning fyrrverandi aðstoðarmanns borgarstjóra. „Tillögunni fylgdu engar frekari skýringar og hún var ekki sérstaklega til kynningar. Við sjálfstæðismenn greiddum vissulega atkvæði gegn tillögunni enda erum við á móti hvers kyns fjáraustri í yfirbyggingunni,“ er haft eftir Hildi Björnsdóttur, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í fréttatilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík. Fráleitar upphæðir Þá er haft eftir Hildi að um sé að ræða fráleitar upphæðir sem standist enga skoðun. Fulltrúar meirihlutans hefðu áður fullyrt að við starfslokin fengi Dagur einungis biðlaun sem nema myndu mismuni launa hans sem borgarstjóra annars vegar, og formanns borgarráðs hins vegar. „Hér birtist okkur hins vegar önnur mynd, og ef í ljós kemur að Dagur þiggur nú frá borgarbúum, einhverjar greiðslur umfram það sem áður var upplýst, þá lít ég það mjög alvarlegum augum.“ Kostar álíka mikið og stytting opnunartíma sparar Þegar hafi verið kallað eftir sundurliðuðum upplýsingum sem varpað geti frekara ljósi á málið. Greiðslan sé sérstaklega ámælisverða þegar víða hafi verið skorið niður í grunnþjónustu við íbúana. Megi nefna skertan opnunartíma sundlauganna sem spara muni borginni 26 milljónir í ár og niðurskurð í bókakaupum á skólabókasöfnum sem spara hafi átt borginni níu milljónir. Einnig megi benda á skertan opnunartíma félagsmiðstöðva fyrir unglinga sem spari borginni tíu milljónir eða niðurskurð til tónlistarnáms í Reykjavík sem spara hafi átt þrjátíu milljónir. „Þegar greiðslur vegna starfsloka Dags eru skoðaðar í samhengi við þá þjónustuskerðingu sem borgarbúar hafa orðið fyrir í nafni niðurskurðar, þá verður manni orða vant,“ er haft eftir Hildi. 25 milljóna króna fjárauki vegna starfslokanna sé óboðlegur fjáraustur og sýni skilningsleysi meirihlutans á alvarlegri stöðu í rekstri borgarinnar. „Að undanförnu hefur málast upp mynstur gjafagjörninga við lóðaúthlutanir í borgarstjóratíð Dags. Rekstur borgarsjóðs er í rjúkandi rúst, grunnþjónusta víða í molum og í kveðjugjöf fáum við borgarbúar að greiða 25 milljónir króna vegna starfsloka Dags. Þetta þarfnast ítarlegra skýringa.“
Borgarstjórn Reykjavík Kjaramál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira