Innlent

Fjórir fluttir á slysa­deild eftir á­rekstur í Hval­fjarðar­göngum

Jón Ísak Ragnarsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa
BMW fór illa út úr slysinu. 
BMW fór illa út úr slysinu.  Aðsend

Tveggja bíla árekstur varð í Hvalfjarðargöngum um klukkan eitt. Fjórir slösuðust og voru fluttir á slysadeild í Reykjavík, en samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins er enginn þeirra alvarlega slasaður. 

Uppfært 15:15

Búið er að opna Hvalfjarðargöngin að nýju. Ökumenn eru vinsamlegast beðnir um að halda nægilega löngu bili á milli bíla og sýna tillitssemi, segir í tilkynningu Vegagerðarinnar.

Lokað var fyrir umferð um göngin um eittleytið vegna slyssins.

Báðir bílarnir eru laskaðirAðsend

Umferð var beint um Hvalfjarðarveg í Hvalfirði á meðan göngin eru lokuð. Fréttastofu hafa borist ábendingar um að mikil umferð sé á veginum, og þar sé mikið um glæfralegan framúrakstur. 

Sjónarvottar notuðu orðin „rússnesk rúlletta,“ um ástandið, þar sem þeim fannst gífurleg hætta stafa af öllum framúrakstrinum í Hvalfirði.


Tengdar fréttir

Hjól­reiða­maður lokaði göngunum

Lokað var fyrir umferð um Hvalfjarðargöngin rétt eftir hádegi í dag, þegar í ljós kom að hjólreiðamaður væri í göngunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×