Reiður, æstur, dapur, viðkunnalegur, glaður og elskulegur Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. júní 2024 15:00 Birta ber stórleikaranum vel söguna. Birta Björnsdóttir fréttakona Ríkisútvarpsins segir Donald Sutherland án efa hafa verið einn hennar eftirminnilegasta viðmælanda. Hún hitti leikarann í London og tók við hann viðtal fyrir Morgunblaðið árið 2008. Birta rifjar viðtalið upp á samfélagsmiðlinum Facebook í tilefni af fregnum af andláti stórleikarans sem lést í gær 88 ára gamall. Um risatíðindi að ræða enda spannaði ferill leikarans hátt í sex áratugi og vann leikarinn til fjölmargra verðlauna, meðal annars Emmy verðlauna og Golden Globe verðlauna fyrir leik sinn. „Þegar Donald Sutherland dó“ Viðtal Birtu við leikarann birtist í Morgunblaðinu 30. mars árið 2008. Tilefnið var að fyrsti þáttur sjónvarpsþáttaraðarinnar Dirty Sexy Money hafði nýverið verið frumsýndur í sjónvarpinu. Líkt og Birta lætur getið á Facebook á fyrirsögnin vel við nú: „Þegar Donald Sutherland dó.“ Ástæðan er sú að í viðtalinu rifjar leikarinn það upp fyrir Birtu að læknir hafi beðið hann um að framlengja frí sitt þegar í ljós kom þykkildi í öðru lunga hans. Var leikarinn sannfærður um að hann væri með lungnakrabbamein, en hafði engan áhuga á því að taka sér frí, líkt og hann lýsti fyrir Birtu í Morgunblaðinu: „Ég hafði engan tíma þá til að fara að leggjast inn á spítala. Læknirinn kallaði því út sérfræðing sem féllst á að koma samdægurs og skoða mig og þá kom í ljós að þetta var blóðköggull sem mér var sagt að gæti myndast hjá fólki yfir fimmtugt sem tekur upp á því að fara að kafa,“ sagði leikarinn sem þá var 72 ára og nýkominn heim frá Ástralíu þar sem hann hafði kafað. Birta spurði leikarann hvort hann óttaðist ekki að missa heilsuna. „Nei alls ekki, ég dó einu sinni og sá ljósið og eftir það óttast ég ekkert slíkt þó það sé auðvitað betra að hafa heilsuna í lagi,“ svaraði leikarinn. Vísaði hann til þess þegar hann var vakinn úpp frá dauðum þegar hann þjáðist af heilahimnubólgu árið 1970. Tilfinningalitróf alvöru stórleikara „Þegar ég mætti inn á hótelherbergið hans til að taka við hann viðtal stikaði hann um gólf og óð elginn um hvað George W. Bush væri ömurlegur forseti. Þarna átti Bush bara nokkra mánuði eftir af átta ára stjórnartíð sinni þar sem gekk á ýmsu eins og flestum er kunnugt,“ skrifar Birta á Facebook um viðtalið góða. „Á þessari stuttu stund sem við Sutherland áttum saman náði hann að verða reiður, æstur, dapur, viðkunnalegur, glaður og elskulegur, eins og sönnum stórleikara sæmir. Þótti alltaf mikið til Sutherland koma á skjánum, bæði fyrir og eftir þennan stutta fund okkar á hótelherberginu í London árið 2008.“ Hollywood Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira
Birta rifjar viðtalið upp á samfélagsmiðlinum Facebook í tilefni af fregnum af andláti stórleikarans sem lést í gær 88 ára gamall. Um risatíðindi að ræða enda spannaði ferill leikarans hátt í sex áratugi og vann leikarinn til fjölmargra verðlauna, meðal annars Emmy verðlauna og Golden Globe verðlauna fyrir leik sinn. „Þegar Donald Sutherland dó“ Viðtal Birtu við leikarann birtist í Morgunblaðinu 30. mars árið 2008. Tilefnið var að fyrsti þáttur sjónvarpsþáttaraðarinnar Dirty Sexy Money hafði nýverið verið frumsýndur í sjónvarpinu. Líkt og Birta lætur getið á Facebook á fyrirsögnin vel við nú: „Þegar Donald Sutherland dó.“ Ástæðan er sú að í viðtalinu rifjar leikarinn það upp fyrir Birtu að læknir hafi beðið hann um að framlengja frí sitt þegar í ljós kom þykkildi í öðru lunga hans. Var leikarinn sannfærður um að hann væri með lungnakrabbamein, en hafði engan áhuga á því að taka sér frí, líkt og hann lýsti fyrir Birtu í Morgunblaðinu: „Ég hafði engan tíma þá til að fara að leggjast inn á spítala. Læknirinn kallaði því út sérfræðing sem féllst á að koma samdægurs og skoða mig og þá kom í ljós að þetta var blóðköggull sem mér var sagt að gæti myndast hjá fólki yfir fimmtugt sem tekur upp á því að fara að kafa,“ sagði leikarinn sem þá var 72 ára og nýkominn heim frá Ástralíu þar sem hann hafði kafað. Birta spurði leikarann hvort hann óttaðist ekki að missa heilsuna. „Nei alls ekki, ég dó einu sinni og sá ljósið og eftir það óttast ég ekkert slíkt þó það sé auðvitað betra að hafa heilsuna í lagi,“ svaraði leikarinn. Vísaði hann til þess þegar hann var vakinn úpp frá dauðum þegar hann þjáðist af heilahimnubólgu árið 1970. Tilfinningalitróf alvöru stórleikara „Þegar ég mætti inn á hótelherbergið hans til að taka við hann viðtal stikaði hann um gólf og óð elginn um hvað George W. Bush væri ömurlegur forseti. Þarna átti Bush bara nokkra mánuði eftir af átta ára stjórnartíð sinni þar sem gekk á ýmsu eins og flestum er kunnugt,“ skrifar Birta á Facebook um viðtalið góða. „Á þessari stuttu stund sem við Sutherland áttum saman náði hann að verða reiður, æstur, dapur, viðkunnalegur, glaður og elskulegur, eins og sönnum stórleikara sæmir. Þótti alltaf mikið til Sutherland koma á skjánum, bæði fyrir og eftir þennan stutta fund okkar á hótelherberginu í London árið 2008.“
Hollywood Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira