Er aðeins á biðlaunum og hnýtir í Hildi og Morgunblaðið Tómas Arnar Þorláksson skrifar 22. júní 2024 12:18 Vísir/Arnar Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, verður á biðlaunum borgarstjóra í sex mánuði eftir að hann lét af störfum í byrjun árs. Hann mun ekki þiggja laun sem formaður borgarráðs á tímabilinu. Þetta staðfestir Dagur í samtali við Vísi en hann birti færslu á Facebook-síðu sinni í gær þar sem hann hnýtir í Hildi Björnsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, og Morgunblaðið fyrir að gefa til kynna að hann sé á tvöföldum launum. „Það er í raun réttara að segja að ég vinni frítt sem formaður borgarráðs á biðlaunatímanum, sem er bara hið besta mál. Fyrir nú utan hvað mörg biðlaun hafa sparast með því að skipta ekki sífellt um borgarstjóra þau tíu ár sem ég var í embætti,“ segir Dagur í færslunni sinni. Hefðbundið verklag Í gær var greint frá því að bæta þurfti við 25 milljónum í fjárheimildir skrifstofu borgarstjóra og borgarritara til að mæta breytingum á launa- og starfsmannakostnaði innan skrifstofunnar við borgarstjóraskiptin þar sem Einar Þorsteinsson tók við kyndlinum frá Degi. Spurður hvers vegna það þurfti að bæta þessum 25 milljónum í fjárheimildir núna í stað þess að gera ráð fyrir því við upphaf kjörtímabilsins þar sem borgarstjóraskiptin lágu fyrir segir Dagur að þetta sé hefðbundið verklag. „Það er hefðbundið að bæta fjárhæðum sem er einskiptiskostnaður inn á miðju ári, í stað þess að þær myndi varanlega fjárveitingu til viðkomandi starfsemi í fjárhagsáætlun.“ Sundurliðun kostnaðarins Samkvæmt sundurliðun í svari samskiptastjóra Reykjavíkurborgar sem birtist í Morgunblaðinu í morgun eru laun og launatengd gjöld vegna biðlauna Dags alls 18.240.862 krónur fyrir sex mánuði. Til frádráttar koma laun borgarfulltrúa og formanns borgarráðs upp á 9.615.639 krónur sem Dagur afþakkar. Kostnaður vegna orlofsuppgjörs við Dag nemur 9.773.617 krónur en einnig var gert upp við fráfarandi aðstoðarmann Dags, Diljá Ragnarsdóttur. Laun og launatengd gjöld vegna biðlauna hennar í þrjá mánuði eru samtals 5.984.691 krónur og orlofsuppgjör upp á 1.574.755 krónur. Þetta samtals gera rúmlega 25 milljónir. Reykjavík Borgarstjórn Kjaramál Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Þetta staðfestir Dagur í samtali við Vísi en hann birti færslu á Facebook-síðu sinni í gær þar sem hann hnýtir í Hildi Björnsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, og Morgunblaðið fyrir að gefa til kynna að hann sé á tvöföldum launum. „Það er í raun réttara að segja að ég vinni frítt sem formaður borgarráðs á biðlaunatímanum, sem er bara hið besta mál. Fyrir nú utan hvað mörg biðlaun hafa sparast með því að skipta ekki sífellt um borgarstjóra þau tíu ár sem ég var í embætti,“ segir Dagur í færslunni sinni. Hefðbundið verklag Í gær var greint frá því að bæta þurfti við 25 milljónum í fjárheimildir skrifstofu borgarstjóra og borgarritara til að mæta breytingum á launa- og starfsmannakostnaði innan skrifstofunnar við borgarstjóraskiptin þar sem Einar Þorsteinsson tók við kyndlinum frá Degi. Spurður hvers vegna það þurfti að bæta þessum 25 milljónum í fjárheimildir núna í stað þess að gera ráð fyrir því við upphaf kjörtímabilsins þar sem borgarstjóraskiptin lágu fyrir segir Dagur að þetta sé hefðbundið verklag. „Það er hefðbundið að bæta fjárhæðum sem er einskiptiskostnaður inn á miðju ári, í stað þess að þær myndi varanlega fjárveitingu til viðkomandi starfsemi í fjárhagsáætlun.“ Sundurliðun kostnaðarins Samkvæmt sundurliðun í svari samskiptastjóra Reykjavíkurborgar sem birtist í Morgunblaðinu í morgun eru laun og launatengd gjöld vegna biðlauna Dags alls 18.240.862 krónur fyrir sex mánuði. Til frádráttar koma laun borgarfulltrúa og formanns borgarráðs upp á 9.615.639 krónur sem Dagur afþakkar. Kostnaður vegna orlofsuppgjörs við Dag nemur 9.773.617 krónur en einnig var gert upp við fráfarandi aðstoðarmann Dags, Diljá Ragnarsdóttur. Laun og launatengd gjöld vegna biðlauna hennar í þrjá mánuði eru samtals 5.984.691 krónur og orlofsuppgjör upp á 1.574.755 krónur. Þetta samtals gera rúmlega 25 milljónir.
Reykjavík Borgarstjórn Kjaramál Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira