Grindvíkingar tengdu saman tvo punkta Siggeir Ævarsson skrifar 22. júní 2024 18:21 Grindvíkingar fögnuðu sínum öðrum sigri í röð og öðrum sigri sumarsins Grindavík - Petra Rós Þrír leikir fóru fram í Lengjudeildum karla og kvenna í dag. Grindvíkingar lönduðu öðrum sigri sumarsins í Safamýrinni og Leiknir sótti sigur norður yfir heiðar. Grindvíkingar hafa verið jafntefliskóngar í sumar en liðið hafði gert fjögur jafntefli í röð áður en fyrsti sigurinn kom í hús í síðustu umferð. Þeir náðu að tengja saman tvo punkta í dag í endurkomusigri á heimavelli gegn Dalvík/Reyni. Gestirnir komust yfir í blálok fyrri hálfleiks þegar Áki Sölvason skoraði mark úr aukaspyrnu. Grindvíkingar voru mun beittari í seinni hálfleik og jafnaði Kwame Quee leikinn á 51. mínútu eftir stoðsendingu frá Degi Inga Hammer. Dagur lagði svo upp annað mark á 63. mínútu fyrir Hassan Jalloh. Hinn 16 ára Helgi Hafsteinn Jóhannsson gulltryggði svo sigur Grindvíkinga rétt fyrir leikslok, lokatölur í Safamýrinni 3-1. Mikilvægur sigur fyrir heimamenn sem mjakast nær efri hluta deildarinnar með tíu stig, jafn mörg og Keflavík sem er í 5. sæti. Leiknir vann botnslaginn Á Akureyri mættust botnliðin í deildinni, Þór og Leiknir, en Leiknismenn voru aðeins með einn sigur og þrjú stig á botni deildarinnar fyrir daginn í dag. Omar Sowe kom gestunum yfir á 58. mínútu eftir vel útfærða skyndisókn en Þórsarar jöfnuðu með marki úr víti á 79. mínútu og var þar Birkir Heimisson að verki. Þórsarar höfðu verið meira með boltann fram að markinu en ekki náð að skapa sér nein færi að viti. Shkelzen Veseli tryggði Leiknismönnum svo öll þrjú stigin með marki á 87. mínútu. Sowe lagði markið upp og var svo næstum búinn að gulltryggja sigurinn í uppbótartíma en brást bogalistin og leikurinn endaði 1-2. Þór og Leiknir því jöfn að stigum á botni deildarinnar, bæði með sex stig, jafn mörgum og Þróttur og stigi á eftir Dalvík/Reyni. Mikilvæg stiga til Eyja Í Vestmanneyjum sóttu heimakonur þrjú gríðarlega mikilvæg stig í botnbaráttu Lengjudeildar kvenna þegar liðið tók á móti Selfossi. Thelma Sól Óðinsdóttir skoraði eina mark leiksins á 60. mínútu eftir góðan undirbúning frá Olgu Sevcova. Fleiri urðu mörkin ekki, lokatölur 1-0 og ÍBV því aðeins einu stigi á eftir Selfossi og Fram en þó enn í fallsæti þegar flest liðin hafa leikið sjö leiki. Fótbolti Lengjudeild karla Lengjudeild kvenna Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Grindvíkingar hafa verið jafntefliskóngar í sumar en liðið hafði gert fjögur jafntefli í röð áður en fyrsti sigurinn kom í hús í síðustu umferð. Þeir náðu að tengja saman tvo punkta í dag í endurkomusigri á heimavelli gegn Dalvík/Reyni. Gestirnir komust yfir í blálok fyrri hálfleiks þegar Áki Sölvason skoraði mark úr aukaspyrnu. Grindvíkingar voru mun beittari í seinni hálfleik og jafnaði Kwame Quee leikinn á 51. mínútu eftir stoðsendingu frá Degi Inga Hammer. Dagur lagði svo upp annað mark á 63. mínútu fyrir Hassan Jalloh. Hinn 16 ára Helgi Hafsteinn Jóhannsson gulltryggði svo sigur Grindvíkinga rétt fyrir leikslok, lokatölur í Safamýrinni 3-1. Mikilvægur sigur fyrir heimamenn sem mjakast nær efri hluta deildarinnar með tíu stig, jafn mörg og Keflavík sem er í 5. sæti. Leiknir vann botnslaginn Á Akureyri mættust botnliðin í deildinni, Þór og Leiknir, en Leiknismenn voru aðeins með einn sigur og þrjú stig á botni deildarinnar fyrir daginn í dag. Omar Sowe kom gestunum yfir á 58. mínútu eftir vel útfærða skyndisókn en Þórsarar jöfnuðu með marki úr víti á 79. mínútu og var þar Birkir Heimisson að verki. Þórsarar höfðu verið meira með boltann fram að markinu en ekki náð að skapa sér nein færi að viti. Shkelzen Veseli tryggði Leiknismönnum svo öll þrjú stigin með marki á 87. mínútu. Sowe lagði markið upp og var svo næstum búinn að gulltryggja sigurinn í uppbótartíma en brást bogalistin og leikurinn endaði 1-2. Þór og Leiknir því jöfn að stigum á botni deildarinnar, bæði með sex stig, jafn mörgum og Þróttur og stigi á eftir Dalvík/Reyni. Mikilvæg stiga til Eyja Í Vestmanneyjum sóttu heimakonur þrjú gríðarlega mikilvæg stig í botnbaráttu Lengjudeildar kvenna þegar liðið tók á móti Selfossi. Thelma Sól Óðinsdóttir skoraði eina mark leiksins á 60. mínútu eftir góðan undirbúning frá Olgu Sevcova. Fleiri urðu mörkin ekki, lokatölur 1-0 og ÍBV því aðeins einu stigi á eftir Selfossi og Fram en þó enn í fallsæti þegar flest liðin hafa leikið sjö leiki.
Fótbolti Lengjudeild karla Lengjudeild kvenna Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira