„Finnst vera alvöru hjarta í liðinu mínu“ Árni Gísli Magnússon skrifar 23. júní 2024 20:44 Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA Vísir/Pawel Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var ánægður eftir að lið hans bar sigur úr býtum gegn Fram í 11. umferð Bestu deildar karla í kvöld. Sigurmark KA kom í uppbótartíma þegar Daníel Hafsteinsson stangaði boltann í netið. Fyrsta spurning til Hallgríms var hvort honum væri ekki sama um allt nema stigin þrjú eftir þennan dramatíska sigur? „Ég veit það ekki, ég kannski hugsa minna um frammistöðina en stigin, en mér er sko ekki drullusama um hjartað í mínu liði, það var frábært í dag. Við eru með stútfullt lið af strákum sem að þykir vænt um félagið og hvern annan og við erum í stöðu sem að við ætlum okkur ekki að vera í, erfiðri stöðu, og í dag upplifi ég svona eins og enn og aftur fáum við högg.“ „Við áttum að skora allavega þrjú mörk í fyrri hálfleik og við getum sagt að það hafi hangið yfir seinna markið hjá þeim, vel gert hjá Kennie (Chopart), ódýrt mark sem við fáum á okkur og að labba inn í hálfleik undir 2-1 er erfitt þegar þú ert neðstur og finnst kannski að þú eigir ekki að vera undir þannig ég er gríðarlega ánægður með karakterinn í liðinu að koma til baka. Eftir að við jöfnum fannst mér bara spurning hvort við myndum skora eða færi jafntefli. Bara kredit á strákana að gefast aldrei upp því þetta var vissulega ekki frábær staða.“ Daníel Hafsteinsson, Ingimar Stöle og Viðar Örn Kjartansson koma allir inn af bekknum hjá KA og breyttu svo sannarlega leiknum. „Þeir bara komu inn með flotta frammistöðu og fengum helvíti flottar fyrirgjafir frá Ingimari og mér finnst Viðar koma virkilega vel inn; hélt vel í boltann, pressaði og hljóp og Daníel náttúrulega klárar leikinn fyrir okkur þannig þeir stóðu sig bara vel en fyrst og fremst tek ég úr þessu að við fengum stig sem við loksins fengum og þurftum og mér finnst vera alvöru hjarta í liðinu mínu.“ „Við gefumst ekki upp og okkur finnst frammistaðan vera búin að verða betri og betri og betri. Þessi leikur var ekki eins góður og síðast þegar við mættum Fram en eins og ég segi þá skipta stigin meira máli en akkúrat það í augnablikinu.“ Fram var ívið sterkari aðilinn framan af í síðari hálfleik og því virkilega sterkt hjá KA að sækja öll stigin þrjú eftir að hafa verið enn undir seint í leiknum. „Fram er náttúrulega bara gott lið. Þeir eru með hörku leikmenn. Þegar staðan er 2-1 fyrir þá og þeir geta legið niðri áttum við erfitt með að búa til og skapa, áttum erfitt með að komast á síðasta þriðjung og opna þá en svo fannst mér svona síðustu 20 til 25 mínúturnar við vera komnir helvíti ofarlega og eigum fullt af fyrirgjöfum og mjög sætt að klára þetta en það er ekkert auðvelt að brjóta niður Fram liðið þegar þeir eru komnir yfir og þess vegna er ég virkilega ánægður með strákana.“ KA á þónokkuð af útileikjum framundan og undanúrslitaleik í Mjólkurbikarnum á heimavelli. Hvernig horfir Hallgrímur á framhaldið? „Ég hef ekki hugmynd um það, við þurfum bara að safna fleiri stigum. Er ekki HK næst í Kórnum, þeir eru búnir að vinna tvö leiki í röð og það er annað lið sem ég sé ég horfi á þá; þeir eru með flott hjarta, þeir berjast fyrir hvern annan og eru stórir og sterkir. Við þekkjum þá frá því fyrr í sumar þannig við ætlum að leyfa okkur að slaka á í kvöld og njóta og svo förum við bara að einbeita okkur að þeim leik. Hinir leikirnir koma svo bara seinna.“ Fótbolti Besta deild karla KA Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Sjá meira
Fyrsta spurning til Hallgríms var hvort honum væri ekki sama um allt nema stigin þrjú eftir þennan dramatíska sigur? „Ég veit það ekki, ég kannski hugsa minna um frammistöðina en stigin, en mér er sko ekki drullusama um hjartað í mínu liði, það var frábært í dag. Við eru með stútfullt lið af strákum sem að þykir vænt um félagið og hvern annan og við erum í stöðu sem að við ætlum okkur ekki að vera í, erfiðri stöðu, og í dag upplifi ég svona eins og enn og aftur fáum við högg.“ „Við áttum að skora allavega þrjú mörk í fyrri hálfleik og við getum sagt að það hafi hangið yfir seinna markið hjá þeim, vel gert hjá Kennie (Chopart), ódýrt mark sem við fáum á okkur og að labba inn í hálfleik undir 2-1 er erfitt þegar þú ert neðstur og finnst kannski að þú eigir ekki að vera undir þannig ég er gríðarlega ánægður með karakterinn í liðinu að koma til baka. Eftir að við jöfnum fannst mér bara spurning hvort við myndum skora eða færi jafntefli. Bara kredit á strákana að gefast aldrei upp því þetta var vissulega ekki frábær staða.“ Daníel Hafsteinsson, Ingimar Stöle og Viðar Örn Kjartansson koma allir inn af bekknum hjá KA og breyttu svo sannarlega leiknum. „Þeir bara komu inn með flotta frammistöðu og fengum helvíti flottar fyrirgjafir frá Ingimari og mér finnst Viðar koma virkilega vel inn; hélt vel í boltann, pressaði og hljóp og Daníel náttúrulega klárar leikinn fyrir okkur þannig þeir stóðu sig bara vel en fyrst og fremst tek ég úr þessu að við fengum stig sem við loksins fengum og þurftum og mér finnst vera alvöru hjarta í liðinu mínu.“ „Við gefumst ekki upp og okkur finnst frammistaðan vera búin að verða betri og betri og betri. Þessi leikur var ekki eins góður og síðast þegar við mættum Fram en eins og ég segi þá skipta stigin meira máli en akkúrat það í augnablikinu.“ Fram var ívið sterkari aðilinn framan af í síðari hálfleik og því virkilega sterkt hjá KA að sækja öll stigin þrjú eftir að hafa verið enn undir seint í leiknum. „Fram er náttúrulega bara gott lið. Þeir eru með hörku leikmenn. Þegar staðan er 2-1 fyrir þá og þeir geta legið niðri áttum við erfitt með að búa til og skapa, áttum erfitt með að komast á síðasta þriðjung og opna þá en svo fannst mér svona síðustu 20 til 25 mínúturnar við vera komnir helvíti ofarlega og eigum fullt af fyrirgjöfum og mjög sætt að klára þetta en það er ekkert auðvelt að brjóta niður Fram liðið þegar þeir eru komnir yfir og þess vegna er ég virkilega ánægður með strákana.“ KA á þónokkuð af útileikjum framundan og undanúrslitaleik í Mjólkurbikarnum á heimavelli. Hvernig horfir Hallgrímur á framhaldið? „Ég hef ekki hugmynd um það, við þurfum bara að safna fleiri stigum. Er ekki HK næst í Kórnum, þeir eru búnir að vinna tvö leiki í röð og það er annað lið sem ég sé ég horfi á þá; þeir eru með flott hjarta, þeir berjast fyrir hvern annan og eru stórir og sterkir. Við þekkjum þá frá því fyrr í sumar þannig við ætlum að leyfa okkur að slaka á í kvöld og njóta og svo förum við bara að einbeita okkur að þeim leik. Hinir leikirnir koma svo bara seinna.“
Fótbolti Besta deild karla KA Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Sjá meira