Börn hagnýtt í skipulagðri brotastarfsemi Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 24. júní 2024 12:35 Lögregla greinir talsverða aukningu í stórfelldum líkamsárásum sem ungmenni á aldrinum 13-15 ára fremja. Þær voru 69 talsins árið 2023, miðað við 33 árið 2007 þegar brotin voru sem flest. Getty Lögregla greinir mikla aukningu þegar kemur að stórfelldum líkamsárásum sem framin eru af ungmennum á aldrinum 10 til 17 ára. Þá benda gögn til þess að börn séu hagnýtt í skipulagðri brotastarfsemi. Niðurstöður nýrrar skýrslu ríkislögreglustjóra um ofbeldi barna leiða í ljós að heilt yfir hafi ofbeldisbrotum ungmenna ekki fjölgað frá árinu 2007. Hins vegar er aukning í aldurshópnum 13 til 15 ára þar sem fleiri fremja ítrekuð ofbeldisbrot. Þá hefur alvarlegum ofbeldisbrotum fjölgað og hafa raunar aldrei verið fleiri. „Lögreglan er að sjá að meiriháttar, stórfelldum líkamsárásum er að fjölga. Þær voru 69 talsins árið 2023 miðað við 33 árið 2007 þegar brotin voru sem flest,“ segir Katrín Sif Oddgeirsdóttir, sérfræðingur hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra. Katrín Sif Oddgeirsdóttir hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra kom að gerð nýútkomnar skýrslu um ofbeldi meðal barna og ungmenna. Ríkislögreglustjóri Í skýrslunni kemur fram að lögregla hafi sérstakar áhyggjur af hópamyndun ungra karlmanna í ofbeldismálum. Þá benda gögn til þess að börn séu hagnýtt í skipulagðri brotastarfsemi. „Þau eru þá aukaaðilar eða tengd málum þar sem líkamsárásir, hótanir eða fíkniefnasala fer fram. Við göngum út frá því þegar talað er um hagnýtingu að börn jafnvel viti ekki hvaða aðstæður þau eru komin í og eru jafnvel beitt þvingunum eða hótunum af eldri einstaklingum.“ Gróf ofbeldismyndbönd birt á samfélagsmiðlum Einnig eru uppi áhyggjur af ofbeldismyndböndum og aðgöngum sem eru í umferð á samfélagsmiðlum á Íslandi. Þar eru birt myndbönd af grófum slagsmálum þar sem unglingar standa jafnvel aðgerðarlausir í kring eða hvetja gerendur til dáða. „Ofbeldi er markvisst tekið upp og streymt á miðla. Það er umhugsunarvert hvort samfélagsmiðlar hafi breytt birtingarmynd ofbeldis og jafnvel stuðlað að neikvæðri þróun,“ segir Katrín Sif. Aðspurð um hvað sé hægt að gera til að bregðast við þessari þróun, segir Katrín að lykilaðilar þurfi að taka höndum saman og halda áfram vitundarvakningu og afbrotavörnum. Þá sé einnig mikilvægt að greina betur áhrif samfélagsmiðla á alvarleg ofbeldisbrot. Jafnframt þurfi að huga að inngildingu barna af erlendum uppruna. Lögreglumál Barnavernd Ofbeldi gegn börnum Ofbeldi barna Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Niðurstöður nýrrar skýrslu ríkislögreglustjóra um ofbeldi barna leiða í ljós að heilt yfir hafi ofbeldisbrotum ungmenna ekki fjölgað frá árinu 2007. Hins vegar er aukning í aldurshópnum 13 til 15 ára þar sem fleiri fremja ítrekuð ofbeldisbrot. Þá hefur alvarlegum ofbeldisbrotum fjölgað og hafa raunar aldrei verið fleiri. „Lögreglan er að sjá að meiriháttar, stórfelldum líkamsárásum er að fjölga. Þær voru 69 talsins árið 2023 miðað við 33 árið 2007 þegar brotin voru sem flest,“ segir Katrín Sif Oddgeirsdóttir, sérfræðingur hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra. Katrín Sif Oddgeirsdóttir hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra kom að gerð nýútkomnar skýrslu um ofbeldi meðal barna og ungmenna. Ríkislögreglustjóri Í skýrslunni kemur fram að lögregla hafi sérstakar áhyggjur af hópamyndun ungra karlmanna í ofbeldismálum. Þá benda gögn til þess að börn séu hagnýtt í skipulagðri brotastarfsemi. „Þau eru þá aukaaðilar eða tengd málum þar sem líkamsárásir, hótanir eða fíkniefnasala fer fram. Við göngum út frá því þegar talað er um hagnýtingu að börn jafnvel viti ekki hvaða aðstæður þau eru komin í og eru jafnvel beitt þvingunum eða hótunum af eldri einstaklingum.“ Gróf ofbeldismyndbönd birt á samfélagsmiðlum Einnig eru uppi áhyggjur af ofbeldismyndböndum og aðgöngum sem eru í umferð á samfélagsmiðlum á Íslandi. Þar eru birt myndbönd af grófum slagsmálum þar sem unglingar standa jafnvel aðgerðarlausir í kring eða hvetja gerendur til dáða. „Ofbeldi er markvisst tekið upp og streymt á miðla. Það er umhugsunarvert hvort samfélagsmiðlar hafi breytt birtingarmynd ofbeldis og jafnvel stuðlað að neikvæðri þróun,“ segir Katrín Sif. Aðspurð um hvað sé hægt að gera til að bregðast við þessari þróun, segir Katrín að lykilaðilar þurfi að taka höndum saman og halda áfram vitundarvakningu og afbrotavörnum. Þá sé einnig mikilvægt að greina betur áhrif samfélagsmiðla á alvarleg ofbeldisbrot. Jafnframt þurfi að huga að inngildingu barna af erlendum uppruna.
Lögreglumál Barnavernd Ofbeldi gegn börnum Ofbeldi barna Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira