Fullir á rafhlaupahjóli mega búast við sektum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. júní 2024 11:59 Rafnhlaupahjól hafa notið mikilla vinsælda hér á landi undanfarin ár. Hopp er með langflest hjólin. Vísir/Vilhelm Ölvunarakstur rafhlaupahjóla er orðinn refsiverður með breytingu á umferðarlögum sem samþykkt voru fyrir frestun Alþingis fram á haust. Miðað er við sömu mörk og akstur bíla og annarra vélknúinna ökutækja. Rafhlaupahjól voru áður í flokki með reiðhjólum en með breyttum lögum fara þau í flokk smáfarartækja. Í greinargerð með frumvarpi innviðaráðherra um breytingar á umferðarlögum var vísað til vinnu starfshóps um rafhlaupahjól. Þar kom fram að aukin notkun þeirra hefði leitt til þess að 17 prósent þeirra sem slösuðust alvarlega í umferðinni árið 2021 voru á rafhlaupahjólum. Umferð þeirra væri þó innan við 1% af allri umferð. 42% alvarlega slasaðra í umferðinni árið 2021 voru gangandi, hjólandi eða á rafhlaupahjóli og stór hluti slíkra slysa átti sér stað seint á föstudögum eða laugardögum og eftir miðnætti að þeim liðnum. „Ölvun var áberandi hjá þeim sem slösuðust á fyrrgreindum tíma og samkvæmt könnun höfðu 40% þeirra vegfarenda á aldrinum 18 til 24 ára sem ekið höfðu rafhlaupahjóli á sex mánaða tímabili gert það undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna.“ Þeir sem nota rafhlaupahjólin undir áhrifum eiga nú von á sektum fyrir athæfið. Guðbrandur Sigurðsson hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sagði embættið vera að kynna sér breytingarnar á lögunum. Fram kom í skýrslu sama starfshóps að í hópi þeirra sem slösuðust alvarlega í umferðinni árið 2021 hefðu ungmenni verið áberandi og mörg ung börn, allt niður í átta ára gömul, hefðu komið á neyðarmóttöku Landspítala vegna slysa á rafhlaupahjólum. Með breyttum lögum er kveðið á um þrettán ára aldurstakmark til að aka rafhlaupahjólum. Hjálmaskylda er hjá börnum undir sextán ára aldri. Þá er nú bannað að eiga við hjólin og breyta þannig mögulegum hámarkshraða undir vélarafli. Á það við um rafhlaupahjól en einnig rafmagnsreiðhjól og létt bifhjól. Starfshópurinn benti einnig á samfélagslegan ávinning rafhlaupahjóla sem væri auðséður. Þar mætti nefna samdrátt í koltvísýringslosun, minni umferðarhávaða og minni umferðartafir. Rafhlaupahjól Umferðaröryggi Samgöngur Samgönguslys Alþingi Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Rafhlaupahjól voru áður í flokki með reiðhjólum en með breyttum lögum fara þau í flokk smáfarartækja. Í greinargerð með frumvarpi innviðaráðherra um breytingar á umferðarlögum var vísað til vinnu starfshóps um rafhlaupahjól. Þar kom fram að aukin notkun þeirra hefði leitt til þess að 17 prósent þeirra sem slösuðust alvarlega í umferðinni árið 2021 voru á rafhlaupahjólum. Umferð þeirra væri þó innan við 1% af allri umferð. 42% alvarlega slasaðra í umferðinni árið 2021 voru gangandi, hjólandi eða á rafhlaupahjóli og stór hluti slíkra slysa átti sér stað seint á föstudögum eða laugardögum og eftir miðnætti að þeim liðnum. „Ölvun var áberandi hjá þeim sem slösuðust á fyrrgreindum tíma og samkvæmt könnun höfðu 40% þeirra vegfarenda á aldrinum 18 til 24 ára sem ekið höfðu rafhlaupahjóli á sex mánaða tímabili gert það undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna.“ Þeir sem nota rafhlaupahjólin undir áhrifum eiga nú von á sektum fyrir athæfið. Guðbrandur Sigurðsson hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sagði embættið vera að kynna sér breytingarnar á lögunum. Fram kom í skýrslu sama starfshóps að í hópi þeirra sem slösuðust alvarlega í umferðinni árið 2021 hefðu ungmenni verið áberandi og mörg ung börn, allt niður í átta ára gömul, hefðu komið á neyðarmóttöku Landspítala vegna slysa á rafhlaupahjólum. Með breyttum lögum er kveðið á um þrettán ára aldurstakmark til að aka rafhlaupahjólum. Hjálmaskylda er hjá börnum undir sextán ára aldri. Þá er nú bannað að eiga við hjólin og breyta þannig mögulegum hámarkshraða undir vélarafli. Á það við um rafhlaupahjól en einnig rafmagnsreiðhjól og létt bifhjól. Starfshópurinn benti einnig á samfélagslegan ávinning rafhlaupahjóla sem væri auðséður. Þar mætti nefna samdrátt í koltvísýringslosun, minni umferðarhávaða og minni umferðartafir.
Rafhlaupahjól Umferðaröryggi Samgöngur Samgönguslys Alþingi Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira