Ekki vön því að tala um eiginmann sinn sem frjálsan mann Árni Sæberg skrifar 25. júní 2024 08:47 Stella Assange á blaðamannafundi í Lundúnum í maí, þegar greint var frá því að eiginmaður hennar hefði hlotið áfrýjunarleyfi. Fyrir aftan hana er Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks. Peter Nicholls/Getty Stella Assange, eiginkona Julians Assange, segist í skýjunum með það eiginmaður hennar hafi gert dómsátt við dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Í samtali við breska ríkisútvarpið segist hún ekki vön því að tala um eiginmann sinn frjálsan í nútíð frekar en framtíð. Hún segir að unnið hafi verið þrotlaust að því að ná samningum síðustu daga og það hafi ekki verið fyrr en á síðasta sólarhring sem hún leyfði sér að trúa því að eiginmaður hennar yrði látinn laus. Wikileaks greindi frá því í morgun á samfélagsmiðlinum X að Assange hefði þegar yfirgefið Bretland. JULIAN ASSANGE IS FREEJulian Assange is free. He left Belmarsh maximum security prison on the morning of 24 June, after having spent 1901 days there. He was granted bail by the High Court in London and was released at Stansted airport during the afternoon, where he boarded a…— WikiLeaks (@wikileaks) June 24, 2024 Í frétt breska ríkisútvarpsins segir að Assange muni mæta fyrir dómara á Norður-Maróinaeyjum, sem eru undir stjórn Bandaríkjanna. Síðastliðin fimm ár hefur Assange dvalið í fangelsi í Bretlandi og reynt að forðast það að verða framseldur til Bandaríkjanna. Hann mun hafa farið fram á það að mæta fyrir dómara annars staðar en á meginlandi Bandaríkjanna. Assange er ákærður fyrir að afla sér og dreifa leynilegum upplýsingum um stríð Bandaríkjanna í Írak og Afganistan. Bandarísk stjórnvöld vilja meina að háttsemin hafi komið fólki í lífshættu. Dómsáttin felur það í sér að sá tími sem Assange varði í fangelsi í Bretlandi verði dreginn frá þeirri refsingu sem hann hefði verið látinn sæta vegna brotsins, og því muni hann ekki þurfa að sitja inni. „Það mikilvægasta í dómsáttinni er að hún tekur mið af þegar afplánuðum tíma, ef hann skrifaði undir hana yrði honum sleppt. Hann verður frjáls um leið og dómari hefur undirritað hana, sem verður einhvern tímann á morgun,“ er haft eftir Stellu Assange. Mál Julians Assange WikiLeaks Bretland Bandaríkin Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Hún segir að unnið hafi verið þrotlaust að því að ná samningum síðustu daga og það hafi ekki verið fyrr en á síðasta sólarhring sem hún leyfði sér að trúa því að eiginmaður hennar yrði látinn laus. Wikileaks greindi frá því í morgun á samfélagsmiðlinum X að Assange hefði þegar yfirgefið Bretland. JULIAN ASSANGE IS FREEJulian Assange is free. He left Belmarsh maximum security prison on the morning of 24 June, after having spent 1901 days there. He was granted bail by the High Court in London and was released at Stansted airport during the afternoon, where he boarded a…— WikiLeaks (@wikileaks) June 24, 2024 Í frétt breska ríkisútvarpsins segir að Assange muni mæta fyrir dómara á Norður-Maróinaeyjum, sem eru undir stjórn Bandaríkjanna. Síðastliðin fimm ár hefur Assange dvalið í fangelsi í Bretlandi og reynt að forðast það að verða framseldur til Bandaríkjanna. Hann mun hafa farið fram á það að mæta fyrir dómara annars staðar en á meginlandi Bandaríkjanna. Assange er ákærður fyrir að afla sér og dreifa leynilegum upplýsingum um stríð Bandaríkjanna í Írak og Afganistan. Bandarísk stjórnvöld vilja meina að háttsemin hafi komið fólki í lífshættu. Dómsáttin felur það í sér að sá tími sem Assange varði í fangelsi í Bretlandi verði dreginn frá þeirri refsingu sem hann hefði verið látinn sæta vegna brotsins, og því muni hann ekki þurfa að sitja inni. „Það mikilvægasta í dómsáttinni er að hún tekur mið af þegar afplánuðum tíma, ef hann skrifaði undir hana yrði honum sleppt. Hann verður frjáls um leið og dómari hefur undirritað hana, sem verður einhvern tímann á morgun,“ er haft eftir Stellu Assange.
Mál Julians Assange WikiLeaks Bretland Bandaríkin Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira