Gleðitíðindi að koma Assange loks úr fangelsi Lovísa Arnardóttir skrifar 25. júní 2024 09:26 Kristinn Hrafnsson Wikileaks Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, fagnar því í dag að Julian Assange, stofnandi Wikileaks sé frjáls maður eftir áralanga frelsissviptingu. Hann segir að ekki verði hægt að greina frá dómssáttinni í smáatriðum fyrr en á morgun. „Ég er búinn að vita hvað til stóð og er búinn að vera að vinna að þessu þannig þetta kemur ekki beinlínis á óvart, en gleðidagur engu að síður. Að loksins að koma manninum út úr fangelsi og á leið til frelsis og að sameinast fjölskyldu sinni, Stellu og strákunum tveimur, í fyrsta skipti sem frjáls maður.“ Kristinn bendir á að í fjórtán ár hafi Assange verið frelsissviptur með einum eða öðrum hætti. Fyrst sem diplómatískur flóttamaður í sendiráði Ekvador, í stofufangelsi í sveit í London og svo í 1.901 dag í Belmarsh-fangelsi í London í Bretlandi. „Þetta er lausn sem er búin að vera í bígerð í töluverðan tíma en loks náðist að negla þetta saman og hann er á ferð til frelsis í Ástralíu.“ Fram kom í fréttum í morgun að Assange hefði náð samkomulagi við yfirvöld í Bandaríkjunum um að gangast undir dómsátt þar sem hann mun játa sök í njósnamáli á hendur honum, en ekki sitja í fangelsi. Hann á að mæta fyrir dómara á Norður-Maróinaeyjum í Norðvestur Kyrrahafi, sem eru undir stjórn Bandaríkjanna. Síðastliðin fimm ár hefur Assange dvalið í fangelsi í Bretlandi og reynt að forðast það að verða framseldur til Bandaríkjanna. Hann mun hafa farið fram á það að mæta fyrir dómara annars staðar en á meginlandi Bandaríkjanna. Assange er ákærður fyrir að afla sér og dreifa leynilegum upplýsingum um stríð Bandaríkjanna í Írak og Afganistan. Bandarísk stjórnvöld vilja meina að háttsemin hafi komið fólki í lífshættu. Hægt að greina frá innihaldi á morgun Kristinn segist, vegna sérstaka aðstæðna og samkvæmt samkomulagi við lögmenn, ekki geta tjáð sig um innihald dómssáttarinnar fyrr en á morgun. „Það má bíða til morguns þar sem við getum farið að greina í smáatriðunum nákvæmlega hvað í þessu felst. Gleðitíðindi dagsins eru þau að það sé búið að ná honum út og það sé búið að ná samningi um það og er á leið til frelsis.“ Sigur í maí Kristinn segir þetta samkomulag koma í kjölfar sigurs Assange í réttarsal í Bretlandi þegar hann fékk leyfi til áfrýjunar í framsalsmálinu, með tilvísun í réttarfarsnefnd á grundvelli fyrsta viðauka bandarísku stjórnarskrárinnar. „Sem snýr meðal annars að frjálsri blaðamennsku. Þá verða vatnaskil og ekki er að undra að við erum hér nokkrum mánuðum síðar í þessum sporum í dag.“ Kristinn er í stöðugu sambandi við Assange en segist ætla að bíða aðeins með að fara út til að hitta hann. „Ég leyfi honum að jafna sig. Við erum í góðu sambandi og höldum því áfram,“ segir Kristinn sem fagnar afmæli sínu í dag og segir þetta einn ánægjulegasta afmælisdag sem hann hefur átt lengi. Mál Julians Assange WikiLeaks Fjölmiðlar Bretland Bandaríkin Tengdar fréttir Assange farinn frá Bretlandi Julian Assange, stofnandi Wikileaks, er farinn frá Bretlandi. Hann hefur náð samkomulagi við yfirvöld í Bandaríkjunum um að gangast undir dómsátt þar sem hann mun játa sök í njósnamáli á hendur honum, en ekki sitja í fangelsi. 25. júní 2024 06:35 Assange sagður játa sök til að ganga laus Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, er sagður munu játa sök í sakamáli sem bandarísk stjórnvöld höfða á hendur honum. Það sé hluti af dómsátt sem dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna bjóði honum. 24. júní 2024 23:50 „Viðurkenning á því að þetta er blaðamennska sem hann var að stunda“ Ákvörðun dómstóls í Bretlandi um framsal Julian Assange til Bandaríkjanna markar kaflaskil í máli blaðamannsins að mati ritstjóra WikiLeaks 20. maí 2024 21:01 Sigur fyrir Assange sem fær að áfrýja framsali Julian Assange, stofnandi WikiLeaks fær að áfrýja ákvörðun um framsal hans til Bandaríkjanna til hæstaréttar Bretlands eftir að dómarar við dómstól í London úrskurðuðu honum í vil. 20. maí 2024 15:33 Heimsótti Julian Assange í Belmarsh-öryggisfangelsið Þingflokksformaður Pírata hefur nýlokið fundi með Julian Assange, stofnanda Wikileaks, í Belmarsh-öryggisfangelsinu í Lundúnum. Heimsóknin er liður í skýrslu sem hún er að skrifa fyrir Evrópuráðsþingið um kælandi áhrif varðhaldsins á tjáningarfrelsi í álfunni og þá verður kannað hvort Assange uppfylli skilyrði um að teljast pólitískur fangi. 14. maí 2024 12:00 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
„Ég er búinn að vita hvað til stóð og er búinn að vera að vinna að þessu þannig þetta kemur ekki beinlínis á óvart, en gleðidagur engu að síður. Að loksins að koma manninum út úr fangelsi og á leið til frelsis og að sameinast fjölskyldu sinni, Stellu og strákunum tveimur, í fyrsta skipti sem frjáls maður.“ Kristinn bendir á að í fjórtán ár hafi Assange verið frelsissviptur með einum eða öðrum hætti. Fyrst sem diplómatískur flóttamaður í sendiráði Ekvador, í stofufangelsi í sveit í London og svo í 1.901 dag í Belmarsh-fangelsi í London í Bretlandi. „Þetta er lausn sem er búin að vera í bígerð í töluverðan tíma en loks náðist að negla þetta saman og hann er á ferð til frelsis í Ástralíu.“ Fram kom í fréttum í morgun að Assange hefði náð samkomulagi við yfirvöld í Bandaríkjunum um að gangast undir dómsátt þar sem hann mun játa sök í njósnamáli á hendur honum, en ekki sitja í fangelsi. Hann á að mæta fyrir dómara á Norður-Maróinaeyjum í Norðvestur Kyrrahafi, sem eru undir stjórn Bandaríkjanna. Síðastliðin fimm ár hefur Assange dvalið í fangelsi í Bretlandi og reynt að forðast það að verða framseldur til Bandaríkjanna. Hann mun hafa farið fram á það að mæta fyrir dómara annars staðar en á meginlandi Bandaríkjanna. Assange er ákærður fyrir að afla sér og dreifa leynilegum upplýsingum um stríð Bandaríkjanna í Írak og Afganistan. Bandarísk stjórnvöld vilja meina að háttsemin hafi komið fólki í lífshættu. Hægt að greina frá innihaldi á morgun Kristinn segist, vegna sérstaka aðstæðna og samkvæmt samkomulagi við lögmenn, ekki geta tjáð sig um innihald dómssáttarinnar fyrr en á morgun. „Það má bíða til morguns þar sem við getum farið að greina í smáatriðunum nákvæmlega hvað í þessu felst. Gleðitíðindi dagsins eru þau að það sé búið að ná honum út og það sé búið að ná samningi um það og er á leið til frelsis.“ Sigur í maí Kristinn segir þetta samkomulag koma í kjölfar sigurs Assange í réttarsal í Bretlandi þegar hann fékk leyfi til áfrýjunar í framsalsmálinu, með tilvísun í réttarfarsnefnd á grundvelli fyrsta viðauka bandarísku stjórnarskrárinnar. „Sem snýr meðal annars að frjálsri blaðamennsku. Þá verða vatnaskil og ekki er að undra að við erum hér nokkrum mánuðum síðar í þessum sporum í dag.“ Kristinn er í stöðugu sambandi við Assange en segist ætla að bíða aðeins með að fara út til að hitta hann. „Ég leyfi honum að jafna sig. Við erum í góðu sambandi og höldum því áfram,“ segir Kristinn sem fagnar afmæli sínu í dag og segir þetta einn ánægjulegasta afmælisdag sem hann hefur átt lengi.
Mál Julians Assange WikiLeaks Fjölmiðlar Bretland Bandaríkin Tengdar fréttir Assange farinn frá Bretlandi Julian Assange, stofnandi Wikileaks, er farinn frá Bretlandi. Hann hefur náð samkomulagi við yfirvöld í Bandaríkjunum um að gangast undir dómsátt þar sem hann mun játa sök í njósnamáli á hendur honum, en ekki sitja í fangelsi. 25. júní 2024 06:35 Assange sagður játa sök til að ganga laus Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, er sagður munu játa sök í sakamáli sem bandarísk stjórnvöld höfða á hendur honum. Það sé hluti af dómsátt sem dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna bjóði honum. 24. júní 2024 23:50 „Viðurkenning á því að þetta er blaðamennska sem hann var að stunda“ Ákvörðun dómstóls í Bretlandi um framsal Julian Assange til Bandaríkjanna markar kaflaskil í máli blaðamannsins að mati ritstjóra WikiLeaks 20. maí 2024 21:01 Sigur fyrir Assange sem fær að áfrýja framsali Julian Assange, stofnandi WikiLeaks fær að áfrýja ákvörðun um framsal hans til Bandaríkjanna til hæstaréttar Bretlands eftir að dómarar við dómstól í London úrskurðuðu honum í vil. 20. maí 2024 15:33 Heimsótti Julian Assange í Belmarsh-öryggisfangelsið Þingflokksformaður Pírata hefur nýlokið fundi með Julian Assange, stofnanda Wikileaks, í Belmarsh-öryggisfangelsinu í Lundúnum. Heimsóknin er liður í skýrslu sem hún er að skrifa fyrir Evrópuráðsþingið um kælandi áhrif varðhaldsins á tjáningarfrelsi í álfunni og þá verður kannað hvort Assange uppfylli skilyrði um að teljast pólitískur fangi. 14. maí 2024 12:00 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Assange farinn frá Bretlandi Julian Assange, stofnandi Wikileaks, er farinn frá Bretlandi. Hann hefur náð samkomulagi við yfirvöld í Bandaríkjunum um að gangast undir dómsátt þar sem hann mun játa sök í njósnamáli á hendur honum, en ekki sitja í fangelsi. 25. júní 2024 06:35
Assange sagður játa sök til að ganga laus Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, er sagður munu játa sök í sakamáli sem bandarísk stjórnvöld höfða á hendur honum. Það sé hluti af dómsátt sem dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna bjóði honum. 24. júní 2024 23:50
„Viðurkenning á því að þetta er blaðamennska sem hann var að stunda“ Ákvörðun dómstóls í Bretlandi um framsal Julian Assange til Bandaríkjanna markar kaflaskil í máli blaðamannsins að mati ritstjóra WikiLeaks 20. maí 2024 21:01
Sigur fyrir Assange sem fær að áfrýja framsali Julian Assange, stofnandi WikiLeaks fær að áfrýja ákvörðun um framsal hans til Bandaríkjanna til hæstaréttar Bretlands eftir að dómarar við dómstól í London úrskurðuðu honum í vil. 20. maí 2024 15:33
Heimsótti Julian Assange í Belmarsh-öryggisfangelsið Þingflokksformaður Pírata hefur nýlokið fundi með Julian Assange, stofnanda Wikileaks, í Belmarsh-öryggisfangelsinu í Lundúnum. Heimsóknin er liður í skýrslu sem hún er að skrifa fyrir Evrópuráðsþingið um kælandi áhrif varðhaldsins á tjáningarfrelsi í álfunni og þá verður kannað hvort Assange uppfylli skilyrði um að teljast pólitískur fangi. 14. maí 2024 12:00