Biðlar til „klikkaðra samsæriskenningasmiða“ að leita til sálfræðings Aron Guðmundsson skrifar 25. júní 2024 14:01 Toto Wolff, framkvæmdastjóri Formúlu 1 liðs Mercedes og Lewis Hamilton, annar af ökumönnum liðsins Vísir/Samsett mynd Lögreglan í Norhamptonshire segir ekkert bendi til þess að saknæmt athæfi hafi átt sér stað í kjölfar nafnlausra tölvupósta og textaskilaboð sem ýjuðu að því að liðsmenn Formúlu 1 liðs Mercedes væru vísvitandi að skemma fyrir ökumanni liðsins og sjöfalda heimsmeistaranum Lewis Hamilton. Málið er litið alvarlegum augum þar sem að einn tölvupósturinn, sem kom frá óþekktum aðila, bar nafnið „Mögulegur dauðadómur fyrir Lewis.“ Umræddur tölvupóstur var sendur á Toto Wolff framkvæmdastjóra Formúlu 1 liðs Mercedes sem og aðra hátt setta stjórnendur innan Formúlu 1 og Alþjóða akstursíþróttasambandsins (FIA). Hann barst 10.júní. Degi eftir kanadíska kappaksturinn þar sem að George Russell, liðsfélagi Hamilton hjá Mercedes, tók fram úr honum á síðasta hring kappakstursins. Því var haldið fram að tölvupósturinn sem og önnur textaskilaboð, sem kom frá ónafngreindum aðila og bar nafnið Mögulegur dauðadómur fyrir Lewis, hafi komið frá ósáttum starfsmanni Formúlu 1 liðs Mercedes og var því haldið fram að Mercedes, einkum Toto Wolff, væri að skemma fyrir Hamilton. Það væri hans leið til þess að hefna sín á Bretanum sem hefur ákveðið að halda á önnur mið eftir yfirstandandi tímabil og ganga til liðs við Ferrari. Sjálfur hefur Wolff þvertekið fyrir ásakanirnar á hendur sér sem fram komu í umræddum tölvupósti. Hann er handviss um að tölvupósturinn hafi ekki verið sendur af einstaklingi innan raða Formúlu 1 liðs Mercedes. Hann biðlaði til „klikkaðra samsæriskenningasmiða“ sem telja Mercedes vera að vinna gegn Hamilton að „leita sér sálfræðiaðstoðar.“ Málið kom inn á borð lögregluyfirvalda í Northamptonshire þann 12.júní síðastliðinn og hefur rannsókn hennar leitt í ljós að ekkert bendi til þess að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað. Hins vegar hefur Sky Sports heimildir fyrir því að lögregluyfirvöld hafi beðið Mercedes um að tilkynna um svipað athæfi um leið og á sama tíma greinir miðillinn frá því að liðið hafi ráðið eigin rannsakanda til að fara ofan í kjölinn á málinu. Hamilton mætti aftur í bíl Mercedes um síðastliðna helgi og komst á verðlaunapall í Spánarkappakstrinum. Wolff nýtti þá aftur tækifærið til að koma á framfæri skýrri afstöðu sinni í málinu. Hamilton endaði í 3.sæti í Spánarkappakstrinum um síðustu helgi og sneri því aftur upp á verðlaunapallinn í Formúlu 1Vísir/Getty „Ég ber enga virðingu fyrir þessum samsæriskenningasmiðum. Þeir eru heilalausir. Við viljum bjóða upp á bíl sem að vinnur keppnir og meistaratitla. Þeir sem ná því ekki geta einbeitt sér að annarri íþrótt. Það er gott að sjá Lewis eiga góða keppnishelgi því upp á síðkastið hefur það oft verið þannig að hlutirnir hafa ekki gengið upp hjá honum. Núna gekk hins vegar allt upp og ég er ánægður með að sjá hann standa aftur á verðlaunapallinum.“ Formúla 1 heldur nú til Austurríkis og um komandi helgi fer fram keppnishelgi á Red Bull Ring brautinni í Spielberg þar í landi. Vodafone Sport rásin er heimili Formúlu 1 á Íslandi. Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Fótbolti Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Umræddur tölvupóstur var sendur á Toto Wolff framkvæmdastjóra Formúlu 1 liðs Mercedes sem og aðra hátt setta stjórnendur innan Formúlu 1 og Alþjóða akstursíþróttasambandsins (FIA). Hann barst 10.júní. Degi eftir kanadíska kappaksturinn þar sem að George Russell, liðsfélagi Hamilton hjá Mercedes, tók fram úr honum á síðasta hring kappakstursins. Því var haldið fram að tölvupósturinn sem og önnur textaskilaboð, sem kom frá ónafngreindum aðila og bar nafnið Mögulegur dauðadómur fyrir Lewis, hafi komið frá ósáttum starfsmanni Formúlu 1 liðs Mercedes og var því haldið fram að Mercedes, einkum Toto Wolff, væri að skemma fyrir Hamilton. Það væri hans leið til þess að hefna sín á Bretanum sem hefur ákveðið að halda á önnur mið eftir yfirstandandi tímabil og ganga til liðs við Ferrari. Sjálfur hefur Wolff þvertekið fyrir ásakanirnar á hendur sér sem fram komu í umræddum tölvupósti. Hann er handviss um að tölvupósturinn hafi ekki verið sendur af einstaklingi innan raða Formúlu 1 liðs Mercedes. Hann biðlaði til „klikkaðra samsæriskenningasmiða“ sem telja Mercedes vera að vinna gegn Hamilton að „leita sér sálfræðiaðstoðar.“ Málið kom inn á borð lögregluyfirvalda í Northamptonshire þann 12.júní síðastliðinn og hefur rannsókn hennar leitt í ljós að ekkert bendi til þess að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað. Hins vegar hefur Sky Sports heimildir fyrir því að lögregluyfirvöld hafi beðið Mercedes um að tilkynna um svipað athæfi um leið og á sama tíma greinir miðillinn frá því að liðið hafi ráðið eigin rannsakanda til að fara ofan í kjölinn á málinu. Hamilton mætti aftur í bíl Mercedes um síðastliðna helgi og komst á verðlaunapall í Spánarkappakstrinum. Wolff nýtti þá aftur tækifærið til að koma á framfæri skýrri afstöðu sinni í málinu. Hamilton endaði í 3.sæti í Spánarkappakstrinum um síðustu helgi og sneri því aftur upp á verðlaunapallinn í Formúlu 1Vísir/Getty „Ég ber enga virðingu fyrir þessum samsæriskenningasmiðum. Þeir eru heilalausir. Við viljum bjóða upp á bíl sem að vinnur keppnir og meistaratitla. Þeir sem ná því ekki geta einbeitt sér að annarri íþrótt. Það er gott að sjá Lewis eiga góða keppnishelgi því upp á síðkastið hefur það oft verið þannig að hlutirnir hafa ekki gengið upp hjá honum. Núna gekk hins vegar allt upp og ég er ánægður með að sjá hann standa aftur á verðlaunapallinum.“ Formúla 1 heldur nú til Austurríkis og um komandi helgi fer fram keppnishelgi á Red Bull Ring brautinni í Spielberg þar í landi. Vodafone Sport rásin er heimili Formúlu 1 á Íslandi.
Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Fótbolti Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira