Assange frjáls og á leið til Ástralíu Lovísa Arnardóttir skrifar 26. júní 2024 06:25 Assange talaði ekki við fjölmiðla fyrir utan. Hann er nú á leið til Ástralíu sem frjáls maður. Vísir/EPA Julian Assange, stofnandi Wikileaks, er nú frjáls maður og er á leið til Canberra í Ástralíu. Assange undirritaði í nótt samkomulag vegna dómssáttar sinnar. Assange játaði að hafa brotið á ákvæðum njósnalaga þegar hann lak þúsundum skjala á Wikileaks. Fyrir það hlaut hann jafnlangan dóm og hann hefur þegar afplánað í Bretlandi í Belmarsh fangelsinu, eða um fimm ár. Assange hefur ekki verið frjáls maður í fjórtán ár. Búist er við því að Assange lendi í Canberra um klukkan um 9.30 eða 18.30 að staðartíma. Wikileaks hefur tilkynnt að þau haldi blaðamannafund í Canberra stuttu síðar, eða klukkan 11.15 eða 21.15 að staðartíma. Greint er frá á BBC. Assange fór fyrir dóm á Norður-Maróinaeyjum í Kyrrahafi en eyjarnar eru undir stjórn Bandaríkjanna. Í frétt Reuters um málið segir að hann hafi varið um þremur klukkustundum í dómsal og eftir það gengið út sem frjáls maður. Flugið frá eyjunum til Canberra eru um sex klukkustundir. Lögmenn Assange, Barry Pollack og Jennifer Robinson tala við fjölmiðla eftir áheyrn Assange.Vísir/EPA Assange játaði á sig eitt brot í dómsal en sagði að hann hafði haldið að stjórnarskráin og ákvæði hennar um tjáningarfrelsi myndi verja sig. Lögmaður Assange, Barry Pollock, sagði við fjölmiðla fyrir utan að hann tryði því að Assange hefði aldrei átt að vera ákærður fyrir brot á njósnalögunum. Hann sagði jafnframt að vinnu við Wikileaks yrði haldið áfram. Ástralskur lögmaður Assange, Jennifer Robinson, þakkaði áströlsku ríkisstjórninni fyrir diplómatíska aðstoð og sagði það mikinn létti fyrir hann að geta snúið aftur heim til fjölskyldu og vina í Ástralíu. Forsætisráðherra Ástralíu fagnaði frelsi Assange á ástralska þinginu í gær og sagði þett afurð mikillar og erfiðrar vinnu. Assange svaraði engum spurningum fjölmiðla á leið út, en veifaði til þeirra á leiðinni út. Hann fór svo beint upp í einkaflugvél til Canberra. Mál Julians Assange Bretland Ástralía WikiLeaks Tengdar fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð og Assange loks frjáls Á þriðja tug voru handteknir í aðgerðum lögreglu vegna rannsóknar á umfangsmiklum fíkniefnainnflutningi. Átján hafa stöðu sakbornings í málinu og fimm sæta gæsluvarðhaldi. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni. 25. júní 2024 11:31 Gleðitíðindi að koma Assange loks úr fangelsi Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, fagnar því í dag að Julian Assange, stofnandi Wikileaks sé frjáls maður eftir áralanga frelsissviptingu. Hann segir að ekki verði hægt að greina frá dómssáttinni í smáatriðum fyrr en á morgun. 25. júní 2024 09:26 Ekki vön því að tala um eiginmann sinn sem frjálsan mann Stella Assange, eiginkona Julians Assange, segist í skýjunum með það eiginmaður hennar hafi gert dómsátt við dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Í samtali við breska ríkisútvarpið segist hún ekki vön því að tala um eiginmann sinn frjálsan í nútíð frekar en framtíð. 25. júní 2024 08:47 Assange farinn frá Bretlandi Julian Assange, stofnandi Wikileaks, er farinn frá Bretlandi. Hann hefur náð samkomulagi við yfirvöld í Bandaríkjunum um að gangast undir dómsátt þar sem hann mun játa sök í njósnamáli á hendur honum, en ekki sitja í fangelsi. 25. júní 2024 06:35 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Sjá meira
Assange hefur ekki verið frjáls maður í fjórtán ár. Búist er við því að Assange lendi í Canberra um klukkan um 9.30 eða 18.30 að staðartíma. Wikileaks hefur tilkynnt að þau haldi blaðamannafund í Canberra stuttu síðar, eða klukkan 11.15 eða 21.15 að staðartíma. Greint er frá á BBC. Assange fór fyrir dóm á Norður-Maróinaeyjum í Kyrrahafi en eyjarnar eru undir stjórn Bandaríkjanna. Í frétt Reuters um málið segir að hann hafi varið um þremur klukkustundum í dómsal og eftir það gengið út sem frjáls maður. Flugið frá eyjunum til Canberra eru um sex klukkustundir. Lögmenn Assange, Barry Pollack og Jennifer Robinson tala við fjölmiðla eftir áheyrn Assange.Vísir/EPA Assange játaði á sig eitt brot í dómsal en sagði að hann hafði haldið að stjórnarskráin og ákvæði hennar um tjáningarfrelsi myndi verja sig. Lögmaður Assange, Barry Pollock, sagði við fjölmiðla fyrir utan að hann tryði því að Assange hefði aldrei átt að vera ákærður fyrir brot á njósnalögunum. Hann sagði jafnframt að vinnu við Wikileaks yrði haldið áfram. Ástralskur lögmaður Assange, Jennifer Robinson, þakkaði áströlsku ríkisstjórninni fyrir diplómatíska aðstoð og sagði það mikinn létti fyrir hann að geta snúið aftur heim til fjölskyldu og vina í Ástralíu. Forsætisráðherra Ástralíu fagnaði frelsi Assange á ástralska þinginu í gær og sagði þett afurð mikillar og erfiðrar vinnu. Assange svaraði engum spurningum fjölmiðla á leið út, en veifaði til þeirra á leiðinni út. Hann fór svo beint upp í einkaflugvél til Canberra.
Mál Julians Assange Bretland Ástralía WikiLeaks Tengdar fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð og Assange loks frjáls Á þriðja tug voru handteknir í aðgerðum lögreglu vegna rannsóknar á umfangsmiklum fíkniefnainnflutningi. Átján hafa stöðu sakbornings í málinu og fimm sæta gæsluvarðhaldi. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni. 25. júní 2024 11:31 Gleðitíðindi að koma Assange loks úr fangelsi Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, fagnar því í dag að Julian Assange, stofnandi Wikileaks sé frjáls maður eftir áralanga frelsissviptingu. Hann segir að ekki verði hægt að greina frá dómssáttinni í smáatriðum fyrr en á morgun. 25. júní 2024 09:26 Ekki vön því að tala um eiginmann sinn sem frjálsan mann Stella Assange, eiginkona Julians Assange, segist í skýjunum með það eiginmaður hennar hafi gert dómsátt við dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Í samtali við breska ríkisútvarpið segist hún ekki vön því að tala um eiginmann sinn frjálsan í nútíð frekar en framtíð. 25. júní 2024 08:47 Assange farinn frá Bretlandi Julian Assange, stofnandi Wikileaks, er farinn frá Bretlandi. Hann hefur náð samkomulagi við yfirvöld í Bandaríkjunum um að gangast undir dómsátt þar sem hann mun játa sök í njósnamáli á hendur honum, en ekki sitja í fangelsi. 25. júní 2024 06:35 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Sjá meira
Umfangsmikil lögregluaðgerð og Assange loks frjáls Á þriðja tug voru handteknir í aðgerðum lögreglu vegna rannsóknar á umfangsmiklum fíkniefnainnflutningi. Átján hafa stöðu sakbornings í málinu og fimm sæta gæsluvarðhaldi. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni. 25. júní 2024 11:31
Gleðitíðindi að koma Assange loks úr fangelsi Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, fagnar því í dag að Julian Assange, stofnandi Wikileaks sé frjáls maður eftir áralanga frelsissviptingu. Hann segir að ekki verði hægt að greina frá dómssáttinni í smáatriðum fyrr en á morgun. 25. júní 2024 09:26
Ekki vön því að tala um eiginmann sinn sem frjálsan mann Stella Assange, eiginkona Julians Assange, segist í skýjunum með það eiginmaður hennar hafi gert dómsátt við dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Í samtali við breska ríkisútvarpið segist hún ekki vön því að tala um eiginmann sinn frjálsan í nútíð frekar en framtíð. 25. júní 2024 08:47
Assange farinn frá Bretlandi Julian Assange, stofnandi Wikileaks, er farinn frá Bretlandi. Hann hefur náð samkomulagi við yfirvöld í Bandaríkjunum um að gangast undir dómsátt þar sem hann mun játa sök í njósnamáli á hendur honum, en ekki sitja í fangelsi. 25. júní 2024 06:35