Kærir RÚV til ráðuneytis vegna notkunar á kynhlutlausu máli Lovísa Arnardóttir skrifar 26. júní 2024 06:47 Kristján vill að Lilja Dögg taki kæru hans til meðferðar í ráðuneytinu. Mynd/Aðsend og Vísir/Arnar Kristján Hreinsson skáld hefur lagt fram kæru til Lilju Daggar Alfreðsdóttur, menningar - og viðskiptaráðherra vegna notkunar íslenskrar tungu hjá fjölmörgum starfsmönnum Ríkisútvarpsins. Í tilkynningu um málið sem Kristján birtir á Facebook-síðu sinni segir hann að málið lúti að einhliða ákvörðunum starfamanna RÚV um að breyta íslenskri tungu með því, fyrst og fremst, að auka notkun hvorugkyns. „…og draga úr notkun karlkyns í nafni kynhlutleysi í málfari, sem byggir á misskilningi um kynhlutleysi hins málfræðilega karlkyns. Þessi leið starfsmannanna gengur gegn lagaákvæðum um að leggja rækt við íslenskuna og viðhafa lýtalaust málfar,“ segir Kristján í tilkynningu sinni.Þar segir hann jafnframt að hann óski eftir því að ráðherra taki kæruna til umfjöllunar. Hann segir RÚV hafa skýrar skyldur gagnvart íslenskri tungu og að stofnunin hafi ekki sinnt þeim. „Þessi afvegaleiðsla á sér rætur í því sem kallast pólitísk rétthugsun og virðist hafa þá ætlun að sýna því fólki stuðning sem helst kýs að um það sé talað í hvorugkyni. Þessi einhliða ákvörðun gerir það að verkum að stjórnmálaskoðanir starfsmanna endurspeglast í notkun þeirra á íslenskunni. Þeir fara með þessu málfari ekki að lögum um Ríkisútvarpið sem kveður á um að stofnunin skuli standa vörð um íslenskuna og málfar stofnunar skuli miða að því. Öðruvísi en með góðu fordæmi getur stofnunin ekki lagt rækt við íslenska tungu,“ segir Kristján að lokum. Skiptar skoðanir Kynhlutlaust mál hefur verið mikið í fjölmiðlum undanfarið. Eiríkur Rögnvaldsson íslenskufræðingur hefur fjallað mikið um það og breytta notkun íslenskrar tungu. Fjölmargir hafa þó mótmælt þessari breyttu notkun á tungumálinu og segja hana óþarfa. Íslensk tunga Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Tengdar fréttir Lilja fundar með RÚV um „nýlenskuna“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, segir það algert gáleysi að breyta málfræði tungumálsins án samtals. Hún ætlar að funda með RÚV um „nýlenskuna“ og notkun blaðamanna stofnunarinnar á henni. Sjálf sé hún ekki hrifin af þessari breytingu á tungumálinu. 21. maí 2024 09:06 „Heill vinnustaður er dreginn sundur og saman í háði“ Birta Björnsdóttir, yfirmaður erlendra frétta hjá Ríkisútvarpinu, er búin að fá yfir sig nóg af glósum um brenglaða íslensku og vill bera hönd fyrir höfuð sér og kollega sinna. 14. maí 2024 15:01 Lilja hefur áhyggjur af „nýlenskunni“ á RÚV Bergþór Ólason Miðflokki spurði Lilju D. Alfreðsdóttur menningar og viðskiptaráðherra um hvernig henni hugnaðist það sem Vala Hafstað vakti athygli á nýverið er varðar kynlaust tungumál. Lilju lýst ekki á blikuna. 13. maí 2024 15:49 Enn þrætt um þróun íslenskunnar: „Fjögur slösuðust í hörðum árekstri“ Höskuldur Þráinsson, fyrrverandi prófessor í íslensku nútímamáli, vill gjalda varhug við því sem hann kallar tilraunastarfsemi í notkun íslenskunnar. 10. júní 2024 11:46 Hræðist að íslenskan hljóti sömu örlög og geirfuglinn „Mér dettur ekki í hug að líkja íslenskri tungu við íslenska geirfuglinn. Hún er hvorki stór né klunnaleg, og þaðan af síður ófleyg eða ósjálfbjarga. En ég óttast að sumir einlægir velunnarar hennar skapi henni sömu örlög og geirfuglinum; að varðveisla hennar ríði henni á endanum að fullu.“ 4. júní 2024 10:50 Málið á að endurspegla fólkið í landinu Á dögunum birtist hér á Vísi grein undir yfirskriftinni útrýming mannsins á RÚV. Í greininni eru hressilegar lýsingar á skipulögðum og einörðum hernaðaraðgerðum okkar samstarfsfélaganna gegn íslenskri tungu. 14. maí 2024 15:00 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATÓ Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Sjá meira
Í tilkynningu um málið sem Kristján birtir á Facebook-síðu sinni segir hann að málið lúti að einhliða ákvörðunum starfamanna RÚV um að breyta íslenskri tungu með því, fyrst og fremst, að auka notkun hvorugkyns. „…og draga úr notkun karlkyns í nafni kynhlutleysi í málfari, sem byggir á misskilningi um kynhlutleysi hins málfræðilega karlkyns. Þessi leið starfsmannanna gengur gegn lagaákvæðum um að leggja rækt við íslenskuna og viðhafa lýtalaust málfar,“ segir Kristján í tilkynningu sinni.Þar segir hann jafnframt að hann óski eftir því að ráðherra taki kæruna til umfjöllunar. Hann segir RÚV hafa skýrar skyldur gagnvart íslenskri tungu og að stofnunin hafi ekki sinnt þeim. „Þessi afvegaleiðsla á sér rætur í því sem kallast pólitísk rétthugsun og virðist hafa þá ætlun að sýna því fólki stuðning sem helst kýs að um það sé talað í hvorugkyni. Þessi einhliða ákvörðun gerir það að verkum að stjórnmálaskoðanir starfsmanna endurspeglast í notkun þeirra á íslenskunni. Þeir fara með þessu málfari ekki að lögum um Ríkisútvarpið sem kveður á um að stofnunin skuli standa vörð um íslenskuna og málfar stofnunar skuli miða að því. Öðruvísi en með góðu fordæmi getur stofnunin ekki lagt rækt við íslenska tungu,“ segir Kristján að lokum. Skiptar skoðanir Kynhlutlaust mál hefur verið mikið í fjölmiðlum undanfarið. Eiríkur Rögnvaldsson íslenskufræðingur hefur fjallað mikið um það og breytta notkun íslenskrar tungu. Fjölmargir hafa þó mótmælt þessari breyttu notkun á tungumálinu og segja hana óþarfa.
Íslensk tunga Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Tengdar fréttir Lilja fundar með RÚV um „nýlenskuna“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, segir það algert gáleysi að breyta málfræði tungumálsins án samtals. Hún ætlar að funda með RÚV um „nýlenskuna“ og notkun blaðamanna stofnunarinnar á henni. Sjálf sé hún ekki hrifin af þessari breytingu á tungumálinu. 21. maí 2024 09:06 „Heill vinnustaður er dreginn sundur og saman í háði“ Birta Björnsdóttir, yfirmaður erlendra frétta hjá Ríkisútvarpinu, er búin að fá yfir sig nóg af glósum um brenglaða íslensku og vill bera hönd fyrir höfuð sér og kollega sinna. 14. maí 2024 15:01 Lilja hefur áhyggjur af „nýlenskunni“ á RÚV Bergþór Ólason Miðflokki spurði Lilju D. Alfreðsdóttur menningar og viðskiptaráðherra um hvernig henni hugnaðist það sem Vala Hafstað vakti athygli á nýverið er varðar kynlaust tungumál. Lilju lýst ekki á blikuna. 13. maí 2024 15:49 Enn þrætt um þróun íslenskunnar: „Fjögur slösuðust í hörðum árekstri“ Höskuldur Þráinsson, fyrrverandi prófessor í íslensku nútímamáli, vill gjalda varhug við því sem hann kallar tilraunastarfsemi í notkun íslenskunnar. 10. júní 2024 11:46 Hræðist að íslenskan hljóti sömu örlög og geirfuglinn „Mér dettur ekki í hug að líkja íslenskri tungu við íslenska geirfuglinn. Hún er hvorki stór né klunnaleg, og þaðan af síður ófleyg eða ósjálfbjarga. En ég óttast að sumir einlægir velunnarar hennar skapi henni sömu örlög og geirfuglinum; að varðveisla hennar ríði henni á endanum að fullu.“ 4. júní 2024 10:50 Málið á að endurspegla fólkið í landinu Á dögunum birtist hér á Vísi grein undir yfirskriftinni útrýming mannsins á RÚV. Í greininni eru hressilegar lýsingar á skipulögðum og einörðum hernaðaraðgerðum okkar samstarfsfélaganna gegn íslenskri tungu. 14. maí 2024 15:00 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATÓ Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Sjá meira
Lilja fundar með RÚV um „nýlenskuna“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, segir það algert gáleysi að breyta málfræði tungumálsins án samtals. Hún ætlar að funda með RÚV um „nýlenskuna“ og notkun blaðamanna stofnunarinnar á henni. Sjálf sé hún ekki hrifin af þessari breytingu á tungumálinu. 21. maí 2024 09:06
„Heill vinnustaður er dreginn sundur og saman í háði“ Birta Björnsdóttir, yfirmaður erlendra frétta hjá Ríkisútvarpinu, er búin að fá yfir sig nóg af glósum um brenglaða íslensku og vill bera hönd fyrir höfuð sér og kollega sinna. 14. maí 2024 15:01
Lilja hefur áhyggjur af „nýlenskunni“ á RÚV Bergþór Ólason Miðflokki spurði Lilju D. Alfreðsdóttur menningar og viðskiptaráðherra um hvernig henni hugnaðist það sem Vala Hafstað vakti athygli á nýverið er varðar kynlaust tungumál. Lilju lýst ekki á blikuna. 13. maí 2024 15:49
Enn þrætt um þróun íslenskunnar: „Fjögur slösuðust í hörðum árekstri“ Höskuldur Þráinsson, fyrrverandi prófessor í íslensku nútímamáli, vill gjalda varhug við því sem hann kallar tilraunastarfsemi í notkun íslenskunnar. 10. júní 2024 11:46
Hræðist að íslenskan hljóti sömu örlög og geirfuglinn „Mér dettur ekki í hug að líkja íslenskri tungu við íslenska geirfuglinn. Hún er hvorki stór né klunnaleg, og þaðan af síður ófleyg eða ósjálfbjarga. En ég óttast að sumir einlægir velunnarar hennar skapi henni sömu örlög og geirfuglinum; að varðveisla hennar ríði henni á endanum að fullu.“ 4. júní 2024 10:50
Málið á að endurspegla fólkið í landinu Á dögunum birtist hér á Vísi grein undir yfirskriftinni útrýming mannsins á RÚV. Í greininni eru hressilegar lýsingar á skipulögðum og einörðum hernaðaraðgerðum okkar samstarfsfélaganna gegn íslenskri tungu. 14. maí 2024 15:00
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent