Opið bréf til Ásmundar Einars barnamálaráðherra Brynjar Bragi Einarsson skrifar 26. júní 2024 15:30 Ásmundur Einar Daðason, þú ert Mennta- og Barnamálaráðherra, þú ferð með yfirumsjón Mennta- og Barnamálaráðuneytisins og þú berð þar með ábyrgð á meginhlutverkum ráðuneytisins. Á vefsíðu stjórnarráðsins segir „Meginhlutverk mennta- og barnamálaráðuneytisins er að tryggja að menntun, aðbúnaður og réttindi barna á Íslandi séu ávallt í fyrirrúmi.“ Það er því deginum ljósara að það ert þú sem berð ábyrgð á því að réttindi barna á Íslandi séu ávallt í fyrirrúmi og það ert þú sem berð ábyrgð á því að Barnasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna sé virtur þegar að kemur að ákvörðunum stjórnvalda. Nú hefur endanlega verið ákveðið að vísa Yazan, ellefu ára palestínskum dreng sem glímir við vöðvarýrnunarsjúkdóminninn Duchenne, úr landi. Í síðustu viku vísaði kærunefnd útlendingamála máli hans frá og neitaði honum þar með endanlega um vernd hér á landi. Sú ákvörðun að vísa Yazan úr landi margbrýtur Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna og yrði brottvísunin að veruleika væru Íslensk stjórnvöld að brjóta lög enda hefur Barnasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna verið lögfestur á Íslandi síðan árið 2013. Í þriðju grein Barnasáttmálans segir að það skuli alltaf gera það sem barninu er fyrir bestu og það sé meðal annars hlutverk stjórnvalda að tryggja það að allar þær ákvarðanir sem varða börn séu teknar með þeirra hagsmuni að leiðarljósi. Það er ljóst að sú ákvörðun að vísa Yazan úr landi mun hafa verulega neikvæð áhrif á hans líf og mun hafa miklar og slæmar afleiðingar á heilsu hans og lífsgæði til frambúðar. Með því að brottvísa honum er mikil hætta á því að Yazan missi aðgang að þeirri lífsnauðsynlegu þjónustu sem hann fær hérlendis. Að sögn móður hans hrakar honum mjög hratt ef hann missir af einum tíma hjá sjúkraþjálfara eða lækni ef honum verður brottvísað missir hann líklegast alla slíka þjónustu í allt að 8-10 mánuði. Það er því augljóst að það að senda Yazan úr landi sé alls ekki honum fyrir bestu og því klárt brot á Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna. Í 23. grein Barnasáttmálans er fjallað um fötluð börn, þar segir að fötluð börn eigi rétt á því að lifa við aðstæður sem gera þeim kleift að lifa eins góðu lífi í samfélaginu og völ er á og að það sé skylda stjórnvalda að fjarlægja hindranir svo að öll börn geti orðið sjálfstæð og tekið þátt í samfélaginu með virkum hætti. Hér á Íslandi hefur Yazan aðgang að þjónustu sem eykur hans lífsgæði, hér hefur hann aðgang að heilbrigðisþjónustu, hér gengur hann í skóla, hér hefur hann eignast vini, hér líður honum vel. Ef honum yrði brottvísað væri stjórnvöld að brjóta á hans réttindum og í stað þess að fjarlægja hindranir í hans lífi, eins og þeim ber skylda til, eru stjórnvöld í raun að bæta við hindrunum í hans líf. 22. grein Barnasáttmálans fjallar um börn á flótta, þar kemur fram að þau börn sem hafa þurft að flýja heimaland sitt eigi rétt á vernd og stuðningi við það að nýta sér þau réttindi sem þau eiga samkvæmt Barnasáttmálanum í nýju landi. Er horft er til þessarar greinar er ljóst að Yazan á hér rétt á vernd, hann á rétt á því að stjórnvöld tryggi aðgang hans menntun, hann á rétt á því að stjórnvöld tryggi aðgang hans að heilbrigðisþjónustu, hann á rétt á öruggu og góðu lífi hér á Íslandi og það er skylda stjórnvalda að tryggja það að hér fái hann að nýta sér sín réttindi. Ég skora á þig, Ásmundur Einar, að beita þér af fullum þunga fyrir því að Yazan verði ekki brottvísað og tryggja þar með áframhaldandi aðgang hans að lífsnauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. Það er þín skylda sem Barnamálaráðherra að tryggja það að réttindi barna séu virt á Íslandi og er það á þinni ábyrgð að sjá til þess að stjórnvöld virði Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna og brjóti ekki á réttindum barna líkt og þessi ákvörðun gerir. Höfundur er formaður Ungmennaráðs UNICEF á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Réttindi barna Skóla- og menntamál Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason, þú ert Mennta- og Barnamálaráðherra, þú ferð með yfirumsjón Mennta- og Barnamálaráðuneytisins og þú berð þar með ábyrgð á meginhlutverkum ráðuneytisins. Á vefsíðu stjórnarráðsins segir „Meginhlutverk mennta- og barnamálaráðuneytisins er að tryggja að menntun, aðbúnaður og réttindi barna á Íslandi séu ávallt í fyrirrúmi.“ Það er því deginum ljósara að það ert þú sem berð ábyrgð á því að réttindi barna á Íslandi séu ávallt í fyrirrúmi og það ert þú sem berð ábyrgð á því að Barnasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna sé virtur þegar að kemur að ákvörðunum stjórnvalda. Nú hefur endanlega verið ákveðið að vísa Yazan, ellefu ára palestínskum dreng sem glímir við vöðvarýrnunarsjúkdóminninn Duchenne, úr landi. Í síðustu viku vísaði kærunefnd útlendingamála máli hans frá og neitaði honum þar með endanlega um vernd hér á landi. Sú ákvörðun að vísa Yazan úr landi margbrýtur Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna og yrði brottvísunin að veruleika væru Íslensk stjórnvöld að brjóta lög enda hefur Barnasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna verið lögfestur á Íslandi síðan árið 2013. Í þriðju grein Barnasáttmálans segir að það skuli alltaf gera það sem barninu er fyrir bestu og það sé meðal annars hlutverk stjórnvalda að tryggja það að allar þær ákvarðanir sem varða börn séu teknar með þeirra hagsmuni að leiðarljósi. Það er ljóst að sú ákvörðun að vísa Yazan úr landi mun hafa verulega neikvæð áhrif á hans líf og mun hafa miklar og slæmar afleiðingar á heilsu hans og lífsgæði til frambúðar. Með því að brottvísa honum er mikil hætta á því að Yazan missi aðgang að þeirri lífsnauðsynlegu þjónustu sem hann fær hérlendis. Að sögn móður hans hrakar honum mjög hratt ef hann missir af einum tíma hjá sjúkraþjálfara eða lækni ef honum verður brottvísað missir hann líklegast alla slíka þjónustu í allt að 8-10 mánuði. Það er því augljóst að það að senda Yazan úr landi sé alls ekki honum fyrir bestu og því klárt brot á Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna. Í 23. grein Barnasáttmálans er fjallað um fötluð börn, þar segir að fötluð börn eigi rétt á því að lifa við aðstæður sem gera þeim kleift að lifa eins góðu lífi í samfélaginu og völ er á og að það sé skylda stjórnvalda að fjarlægja hindranir svo að öll börn geti orðið sjálfstæð og tekið þátt í samfélaginu með virkum hætti. Hér á Íslandi hefur Yazan aðgang að þjónustu sem eykur hans lífsgæði, hér hefur hann aðgang að heilbrigðisþjónustu, hér gengur hann í skóla, hér hefur hann eignast vini, hér líður honum vel. Ef honum yrði brottvísað væri stjórnvöld að brjóta á hans réttindum og í stað þess að fjarlægja hindranir í hans lífi, eins og þeim ber skylda til, eru stjórnvöld í raun að bæta við hindrunum í hans líf. 22. grein Barnasáttmálans fjallar um börn á flótta, þar kemur fram að þau börn sem hafa þurft að flýja heimaland sitt eigi rétt á vernd og stuðningi við það að nýta sér þau réttindi sem þau eiga samkvæmt Barnasáttmálanum í nýju landi. Er horft er til þessarar greinar er ljóst að Yazan á hér rétt á vernd, hann á rétt á því að stjórnvöld tryggi aðgang hans menntun, hann á rétt á því að stjórnvöld tryggi aðgang hans að heilbrigðisþjónustu, hann á rétt á öruggu og góðu lífi hér á Íslandi og það er skylda stjórnvalda að tryggja það að hér fái hann að nýta sér sín réttindi. Ég skora á þig, Ásmundur Einar, að beita þér af fullum þunga fyrir því að Yazan verði ekki brottvísað og tryggja þar með áframhaldandi aðgang hans að lífsnauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. Það er þín skylda sem Barnamálaráðherra að tryggja það að réttindi barna séu virt á Íslandi og er það á þinni ábyrgð að sjá til þess að stjórnvöld virði Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna og brjóti ekki á réttindum barna líkt og þessi ákvörðun gerir. Höfundur er formaður Ungmennaráðs UNICEF á Íslandi
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar