Vilhjálmur kallar eftir tafarlausri vaxtalækkun Heimir Már Pétursson skrifar 27. júní 2024 11:43 Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segir efnahagslífið á leið í ógöngur verði vextir ekki lækkaðir verulega. Stöð 2/Einar Formaður Starfsgreinasambandsins segir efnahagslífið á leið í miklar ógöngur verði vextir ekki lækkaðir mjög hratt. Í miklum húsnæðisskorti væru nýbyggingar hægt og bítandi að stöðvast vegna þess hvað vextir væru háir miðað við verðbólgu. Viðskiptabankarnir gætu gengið á undan með góðu fordæmi og lækkað sína vexti strax. Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 5,8 prósent og hefur minnkað um 0,4 prósentustig frá síðasta mánuði og hefur ekki verið minni frá því í janúar 2022. Vísitala neysluverðs hækkar þó milli mánaða um 0,48 prósent aðallega vegna áhrifa af hækkunum á verði flugfargjalda um átta prósent og gistingar um sautján prósent milli mánaða. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segir þessar hækkanir að öllum líkindum árstíðabundnar. Hjöðnun verðbólgunnar sýni að markmið kjarasamninganna væru að raungerast. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segir efnahagslífið á leið í ógöngur verði vextir ekki lækkaðir verulega.Stöð 2/Einar „Núna, enn og aftur, er boltinn hjá Seðlabankanum; að koma og skila helst veglegri vaxtalækkun þegar næsti vaxtaákvörðunardagur hjá þeim verður hinn 21. ágúst.“ segir Vilhjálmur. Seðlabankanum væri aftur á móti í lófa lagið að bíða ekki svo lengi og boða til aukafundar til að lækka vextina. Enda væru raunvextir, eða bilið milli verðbólgunnar nú og meginvaxta Seðlabankans, komnir í 3,45 prósent. Það væri langt yfir meðaltali raunvaxta á þessari öld. „Þannig að það er svigrúm hjá Seðlabankanum til að lækka vexti verulega,“ segir formaður Starfsgreinasambandsins. Hann bendir líka á að opinber stéttarfélög hefðu nú vel flest samið á sömu nótum og almenni markaðurinn, þannig að ekki væri við verkalýðshreyfinguna að sakast. Frost á byggingarmarkaði Meginvextir Seðlabankans hafa verið óbreyttir í 9,25 prósentum frá því í ágúst í fyrra. Boði Seðlabankinn ekki til aukafundar til að lækka vextina, verða þeir því óbreyttir í eitt ár. Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur ekki talið ráðlegt að lækka meginvexti síðu mánuði vegna viðvarandi þenslu, meðal annars í byggingariðnaði.Vísir/Vilhelm Vilhjálmur segir hagkerfið hafa kólnað allhressilega og hagvöxtur væri nú neikvæður. Á sama tíma væri skortur á húsnæði. Það stuðlaði að verðbólgu og enn meiri samdrætti. Viðskiptabankarnir ættu því ekki að bíða í tæpa tvo mánuði eftir Seðlabankanum heldur taka frumkvæðið og lækka sína vexti strax. „Ég held að það væri mjög skynsamlegt hjá þeim að gera það. Nýbyggingar eru núna nánast í frjálsu falli, eru að stöðvast hægt og bítandi. Einvörðungu vegna þess að fjármagnskostnaður er orðinn þetta gríðarlega mikill. Og þetta mun alltaf koma í bakið á okkur seinna meir. Þetta gerir ekkert annað en hækka húsnæðisverð og setur okkur í miklar ógöngur ef vextir lækka ekki mjög hratt,“ Vilhjálmur Birgisson. Íslenska krónan Seðlabankinn Stéttarfélög Tengdar fréttir Verðbólga nú 5,8 prósent Verðbólga mælist nú 5,8 prósent miðað við vísitölu neysluverðs síðustu tólf mánuði. Hún var 6,2 prósent í síðasta mánuði. Verðbólga var mest í febrúar 2023 þegar hún var 10,3 prósent. Frá þessu er greint í nýrri tilkynningu frá Hagstofunni. 27. júní 2024 09:23 Varar við þenslu á byggingamarkaði Þrátt fyrir að hægt hafi á efnahagslífinu er verðbólga ekki að láta undan að sögn Seðlabankastjóra. Og það þrátt fyrir að stýrivaxtahækkanir bankans hafi sérstaklega verið beint að henni. Hann segir byggingariðnað í miklum vexti sem geti reynst varasamt á meðan hagkerfið kólnar. 5. júní 2024 14:01 Þrálát verðbólga mun skapa áskoranir fyrir fjármálakerfið Fjármálakerfið hér á landi stendur traustum fótum þar sem eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka er sterk og aðgengi þeirra að fjármögnun gott. Lítið ber enn á vanskilum þrátt fyrir hátt vaxtastig en vert er þó að hafa í huga að þrálát verðbólga samhliða hægari vexti efnahagsumsvifa mun skapa áskoranir fyrir fjármálakerfið á næstu misserum. 5. júní 2024 08:34 Hægir á verðhækkunum matvöru Verðbólga í matvöruverslunum fer minnkandi það sem af er ári. Til marks um það hækkaði verðlag matvöru um 1,2 prósent milli mánaða, samanborið við 12,3 prósent árshækkun matvöruverð í maí á síðasta ári. 23. maí 2024 22:40 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Sjá meira
Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 5,8 prósent og hefur minnkað um 0,4 prósentustig frá síðasta mánuði og hefur ekki verið minni frá því í janúar 2022. Vísitala neysluverðs hækkar þó milli mánaða um 0,48 prósent aðallega vegna áhrifa af hækkunum á verði flugfargjalda um átta prósent og gistingar um sautján prósent milli mánaða. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segir þessar hækkanir að öllum líkindum árstíðabundnar. Hjöðnun verðbólgunnar sýni að markmið kjarasamninganna væru að raungerast. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segir efnahagslífið á leið í ógöngur verði vextir ekki lækkaðir verulega.Stöð 2/Einar „Núna, enn og aftur, er boltinn hjá Seðlabankanum; að koma og skila helst veglegri vaxtalækkun þegar næsti vaxtaákvörðunardagur hjá þeim verður hinn 21. ágúst.“ segir Vilhjálmur. Seðlabankanum væri aftur á móti í lófa lagið að bíða ekki svo lengi og boða til aukafundar til að lækka vextina. Enda væru raunvextir, eða bilið milli verðbólgunnar nú og meginvaxta Seðlabankans, komnir í 3,45 prósent. Það væri langt yfir meðaltali raunvaxta á þessari öld. „Þannig að það er svigrúm hjá Seðlabankanum til að lækka vexti verulega,“ segir formaður Starfsgreinasambandsins. Hann bendir líka á að opinber stéttarfélög hefðu nú vel flest samið á sömu nótum og almenni markaðurinn, þannig að ekki væri við verkalýðshreyfinguna að sakast. Frost á byggingarmarkaði Meginvextir Seðlabankans hafa verið óbreyttir í 9,25 prósentum frá því í ágúst í fyrra. Boði Seðlabankinn ekki til aukafundar til að lækka vextina, verða þeir því óbreyttir í eitt ár. Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur ekki talið ráðlegt að lækka meginvexti síðu mánuði vegna viðvarandi þenslu, meðal annars í byggingariðnaði.Vísir/Vilhelm Vilhjálmur segir hagkerfið hafa kólnað allhressilega og hagvöxtur væri nú neikvæður. Á sama tíma væri skortur á húsnæði. Það stuðlaði að verðbólgu og enn meiri samdrætti. Viðskiptabankarnir ættu því ekki að bíða í tæpa tvo mánuði eftir Seðlabankanum heldur taka frumkvæðið og lækka sína vexti strax. „Ég held að það væri mjög skynsamlegt hjá þeim að gera það. Nýbyggingar eru núna nánast í frjálsu falli, eru að stöðvast hægt og bítandi. Einvörðungu vegna þess að fjármagnskostnaður er orðinn þetta gríðarlega mikill. Og þetta mun alltaf koma í bakið á okkur seinna meir. Þetta gerir ekkert annað en hækka húsnæðisverð og setur okkur í miklar ógöngur ef vextir lækka ekki mjög hratt,“ Vilhjálmur Birgisson.
Íslenska krónan Seðlabankinn Stéttarfélög Tengdar fréttir Verðbólga nú 5,8 prósent Verðbólga mælist nú 5,8 prósent miðað við vísitölu neysluverðs síðustu tólf mánuði. Hún var 6,2 prósent í síðasta mánuði. Verðbólga var mest í febrúar 2023 þegar hún var 10,3 prósent. Frá þessu er greint í nýrri tilkynningu frá Hagstofunni. 27. júní 2024 09:23 Varar við þenslu á byggingamarkaði Þrátt fyrir að hægt hafi á efnahagslífinu er verðbólga ekki að láta undan að sögn Seðlabankastjóra. Og það þrátt fyrir að stýrivaxtahækkanir bankans hafi sérstaklega verið beint að henni. Hann segir byggingariðnað í miklum vexti sem geti reynst varasamt á meðan hagkerfið kólnar. 5. júní 2024 14:01 Þrálát verðbólga mun skapa áskoranir fyrir fjármálakerfið Fjármálakerfið hér á landi stendur traustum fótum þar sem eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka er sterk og aðgengi þeirra að fjármögnun gott. Lítið ber enn á vanskilum þrátt fyrir hátt vaxtastig en vert er þó að hafa í huga að þrálát verðbólga samhliða hægari vexti efnahagsumsvifa mun skapa áskoranir fyrir fjármálakerfið á næstu misserum. 5. júní 2024 08:34 Hægir á verðhækkunum matvöru Verðbólga í matvöruverslunum fer minnkandi það sem af er ári. Til marks um það hækkaði verðlag matvöru um 1,2 prósent milli mánaða, samanborið við 12,3 prósent árshækkun matvöruverð í maí á síðasta ári. 23. maí 2024 22:40 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Sjá meira
Verðbólga nú 5,8 prósent Verðbólga mælist nú 5,8 prósent miðað við vísitölu neysluverðs síðustu tólf mánuði. Hún var 6,2 prósent í síðasta mánuði. Verðbólga var mest í febrúar 2023 þegar hún var 10,3 prósent. Frá þessu er greint í nýrri tilkynningu frá Hagstofunni. 27. júní 2024 09:23
Varar við þenslu á byggingamarkaði Þrátt fyrir að hægt hafi á efnahagslífinu er verðbólga ekki að láta undan að sögn Seðlabankastjóra. Og það þrátt fyrir að stýrivaxtahækkanir bankans hafi sérstaklega verið beint að henni. Hann segir byggingariðnað í miklum vexti sem geti reynst varasamt á meðan hagkerfið kólnar. 5. júní 2024 14:01
Þrálát verðbólga mun skapa áskoranir fyrir fjármálakerfið Fjármálakerfið hér á landi stendur traustum fótum þar sem eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka er sterk og aðgengi þeirra að fjármögnun gott. Lítið ber enn á vanskilum þrátt fyrir hátt vaxtastig en vert er þó að hafa í huga að þrálát verðbólga samhliða hægari vexti efnahagsumsvifa mun skapa áskoranir fyrir fjármálakerfið á næstu misserum. 5. júní 2024 08:34
Hægir á verðhækkunum matvöru Verðbólga í matvöruverslunum fer minnkandi það sem af er ári. Til marks um það hækkaði verðlag matvöru um 1,2 prósent milli mánaða, samanborið við 12,3 prósent árshækkun matvöruverð í maí á síðasta ári. 23. maí 2024 22:40