Íbúar Grafarvogs óánægðir með þéttingaráform Jón Ísak Ragnarsson skrifar 27. júní 2024 13:49 Rúna Sif lýðheilsufræðingur er óánægð með áform um byggingu fjölbýlishúsa á grænum reit við Smárarima/Sóleyjarima. Hún segir græn svæði í nágrenni íbúabyggðar gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Vísir/Vilhelm Mikillar óánægju gætir meðal hóps íbúa í Grafarvogi um áform borgarinnar um uppbyggingu í hverfinu. Hópurinn óttast að græn svæði hverfi fyrir þéttri byggð og hefur stofnað undirskriftalista til að mótmæla byggingu á fjölbýlishúsi á lóð við Smárarima/Sóleyjarima. Í gær greindi borgarstjóri frá áformum um nýtingu lóða í helstu úthverfum borgarinnar til að auka lóðaframboð til smærri verkefna. Borgarstjóri sagði að það ætti að vera hægt að byggja um fimm hundruð íbúðir á ýmsum stöðum í Grafarvoginum. Til að mynda við Hallsveg rétt við Gufuneskirkjugarðinn á bletti sem nú er þakinn lúpínu. Í áætlunum borgarinnar er gert ráð fyrir að byggt verði allt frá einu til tveimur einbýlishúsum, raðhús, parhús og eða lítið fjölbýlishús. Tekið verði tillit til núverandi byggðar. Vilja reisa blokkir á grænum reit á móti Rimaskóla Stofnaður hefur verið undirskriftalisti til að mótmæla áformum um að byggja stórt fjölbýlishús með 65-96 íbúðum á lóð á móti Rimaskóla, við Smárarima/Sóleyjarima. Margir íbúar hafi áhyggjur af þessu, þar sem verið væri að skerða mikilvægt útivistarsvæði sem er mikið notað af íbúum. Einnig geti byggðin ofhlaðið skóla og leikskóla sem þegar eru fullnýttir, og aukið umferð á svæðinu með tilheyrandi hættu fyrir börn. Rúna Sif Stefánsdóttir lýðheilsufræðingur segir græn svæði íbúabyggðar gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Rannsóknir sýni að nálægð við græn svæði geti dregið úr streitu, bætt andlega heilsu og aukið líkamlega virkni. Græn svæði séu lykilatriði í sjálfbærri þróun borgarsamfélaga og bæti lífsgæði íbúa á fjölbreyttan hátt. Grænu svæðin mikilvæg íbúum Rúna segir í samtali við Vísi að hún búi við hliðina á græna svæðinu á móti rimaskóla, og hún sjái þar daglega krakkana sem leika sér, hundaeigendurna sem ganga þar um og allt mannlíf sem þar fer um á degi hverjum. „Það eru allir að tala um umferðina sem myndi verða, en það er enginn að tala um þetta daglega sem er á grænu svæðunum. Það er það sem ég var að reyna setja í samhengi í pistlinum,“ segir Rúna. Íbúar muni sjá verulega eftir þessu svæði. „Allt í einu á að koma þangað einhver þétt byggð, með tilheyrandi mannmergð og umferð. Þarna á að byggja einhverjar fimm hæða blokkir. Það er það sem allir eru óánægðir með,“ segir Rúna. Heilmikil umræða hefur verið um málið á íbúasíðu Grafarvogs á Facebook. Reykjavík Húsnæðismál Skipulag Tengdar fréttir Þétting byggðar í úthverfum sé jákvæð borgarþróun Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir að áform borgarinnar um nýtingu lóða í helstu úthverfum borgarinnar sé frábært mál sem allir standi saman að. 26. júní 2024 19:33 Borgin kynnir þéttingu byggðar í úthverfum Borgarstjóri kynnti í dag áform um nýtingu lóða í helstu úthverfum borgarinnar til að auka lóðaframboð til smærri verkefna. Fullbúnum íbúðum í borginni hefur fækkað á undanförnum árum. Borgarstjóri segir að með þessum áherslum verði aukin fjölbreytni og kraftur settur í húnsæðisuppbygginguna. 26. júní 2024 19:31 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Í gær greindi borgarstjóri frá áformum um nýtingu lóða í helstu úthverfum borgarinnar til að auka lóðaframboð til smærri verkefna. Borgarstjóri sagði að það ætti að vera hægt að byggja um fimm hundruð íbúðir á ýmsum stöðum í Grafarvoginum. Til að mynda við Hallsveg rétt við Gufuneskirkjugarðinn á bletti sem nú er þakinn lúpínu. Í áætlunum borgarinnar er gert ráð fyrir að byggt verði allt frá einu til tveimur einbýlishúsum, raðhús, parhús og eða lítið fjölbýlishús. Tekið verði tillit til núverandi byggðar. Vilja reisa blokkir á grænum reit á móti Rimaskóla Stofnaður hefur verið undirskriftalisti til að mótmæla áformum um að byggja stórt fjölbýlishús með 65-96 íbúðum á lóð á móti Rimaskóla, við Smárarima/Sóleyjarima. Margir íbúar hafi áhyggjur af þessu, þar sem verið væri að skerða mikilvægt útivistarsvæði sem er mikið notað af íbúum. Einnig geti byggðin ofhlaðið skóla og leikskóla sem þegar eru fullnýttir, og aukið umferð á svæðinu með tilheyrandi hættu fyrir börn. Rúna Sif Stefánsdóttir lýðheilsufræðingur segir græn svæði íbúabyggðar gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Rannsóknir sýni að nálægð við græn svæði geti dregið úr streitu, bætt andlega heilsu og aukið líkamlega virkni. Græn svæði séu lykilatriði í sjálfbærri þróun borgarsamfélaga og bæti lífsgæði íbúa á fjölbreyttan hátt. Grænu svæðin mikilvæg íbúum Rúna segir í samtali við Vísi að hún búi við hliðina á græna svæðinu á móti rimaskóla, og hún sjái þar daglega krakkana sem leika sér, hundaeigendurna sem ganga þar um og allt mannlíf sem þar fer um á degi hverjum. „Það eru allir að tala um umferðina sem myndi verða, en það er enginn að tala um þetta daglega sem er á grænu svæðunum. Það er það sem ég var að reyna setja í samhengi í pistlinum,“ segir Rúna. Íbúar muni sjá verulega eftir þessu svæði. „Allt í einu á að koma þangað einhver þétt byggð, með tilheyrandi mannmergð og umferð. Þarna á að byggja einhverjar fimm hæða blokkir. Það er það sem allir eru óánægðir með,“ segir Rúna. Heilmikil umræða hefur verið um málið á íbúasíðu Grafarvogs á Facebook.
Reykjavík Húsnæðismál Skipulag Tengdar fréttir Þétting byggðar í úthverfum sé jákvæð borgarþróun Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir að áform borgarinnar um nýtingu lóða í helstu úthverfum borgarinnar sé frábært mál sem allir standi saman að. 26. júní 2024 19:33 Borgin kynnir þéttingu byggðar í úthverfum Borgarstjóri kynnti í dag áform um nýtingu lóða í helstu úthverfum borgarinnar til að auka lóðaframboð til smærri verkefna. Fullbúnum íbúðum í borginni hefur fækkað á undanförnum árum. Borgarstjóri segir að með þessum áherslum verði aukin fjölbreytni og kraftur settur í húnsæðisuppbygginguna. 26. júní 2024 19:31 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Þétting byggðar í úthverfum sé jákvæð borgarþróun Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir að áform borgarinnar um nýtingu lóða í helstu úthverfum borgarinnar sé frábært mál sem allir standi saman að. 26. júní 2024 19:33
Borgin kynnir þéttingu byggðar í úthverfum Borgarstjóri kynnti í dag áform um nýtingu lóða í helstu úthverfum borgarinnar til að auka lóðaframboð til smærri verkefna. Fullbúnum íbúðum í borginni hefur fækkað á undanförnum árum. Borgarstjóri segir að með þessum áherslum verði aukin fjölbreytni og kraftur settur í húnsæðisuppbygginguna. 26. júní 2024 19:31
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum