Af málathöfnum Gauti Kristmannsson skrifar 28. júní 2024 07:01 Orð eru til alls fyrst segir máltækið, en þau eru ekki bara orð heldur fela í sér tiltekna athöfn eða gjörð málnotandans hverju sinni. Málathafnakenningar (e. speech act theory), líka kallaðar talgjörðakenningar, fela í sér að við reynum að skilja hvað fólk vill í raun og veru þegar það talar eða skrifar. Dæmi: Þegar einhver kemur inn í herbergi þar sem er opinn gluggi og segir „voðalega er kalt hérna“, þá er viðkomandi ekki að miðla upplýsingum um hitastigið í herberginu, heldur að heimta að fjandans glugganum verði lokað. Þannig beitum við tungumálinu í margs konar tilgangi í okkar daglega lífi, við segjum hluti til að fá fram einhver áhrif eða afleiðingar. Mér varð hugsað til þessara kenninga við að fylgjast með fjargviðrinu í kringum svokallað „kynhlutlaust“ mál þar sem margir riddarar hafa stigið fram til bjargar íslenskri tungu eina ferðina enn. Ég hef satt að segja verið gáttaður á ýmsu sem fram hefur komið í umræðunni sem mér sýnist ekki standa neina skoðun. Mér fannst þó steininn taka úr þegar ég las um kæru Kristjáns Hreinssonar til menntamálaráðherra á hendur „fjölmörgum starfsmönnum“ RÚV þar sem hann vill meina að þeir brjóti lög „um að leggja rækt við íslenskuna og viðhafa lýtalaust málfar“. Hvers konar krafa er þetta „að viðhafa lýtalaust málfar“? Mér finnst þetta orðalag bara alls ekki lýtalaust, máttlaus tilraun til kansellístíls. Skáldið bætir síðan gráu ofan á svart í viðtali á Bylgjunni með því að tala um „hvorugkynssýki“ og að íslenskan sé „dauðadæmd“ hennar vegna, hvorki meira né minna. Og hver eiga viðurlögin að vera ef kæran er tekin til greina? Á menntamálaráðherra að reka fólk úr starfi sem segir „verið öll velkomin“ frekar en „verið allir velkomnir“? Hvað þá um þau sem eru „þágufallssjúk“? Þau sem nota nýju þolmyndina? Eða sletta ensku? Eða útlendingar sem ekki hafa íslensku að móðurmáli, á bara ekki að heyrast í þeim? Er RÚV og opinber umræða yfirleitt aðeins fyrir þau sem hafa „lýtalausa“ íslensku að móðurmáli? Og hver er þá málathöfnin í þessum málatilbúnaði Kristjáns? Enginn vafi leikur á að hér sé um málathöfn að ræða, kæra er krafa um að eitthvað verði gert í tilteknu máli. Fyrir hver eru málnotendur að nota hvorugkyn í almennri merkingu í stað karlkyns og segja öll og sum en ekki allir og sumir? Jú, það er verið að forðast karlkynið í þessari almennu merkingu til að taka tillit til kvenna og kynsegin fólks. Við því er amast af ofsa og ákefð sem gengur svo langt að kæra er send til menntamálaráðherra á hendur fólki sem ætti að hafa fullt málfrelsi til að beita fyllilega eðlilegri íslensku eftir eigin höfði. Getur verið að ofsinn í þessum umræðum felist í því til hverra tillit er tekið frekar en ógurleg ást á íslenskri tungu? Höfundur er prófessor í þýðingafræði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gauti Kristmannsson Íslensk tunga Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Orð eru til alls fyrst segir máltækið, en þau eru ekki bara orð heldur fela í sér tiltekna athöfn eða gjörð málnotandans hverju sinni. Málathafnakenningar (e. speech act theory), líka kallaðar talgjörðakenningar, fela í sér að við reynum að skilja hvað fólk vill í raun og veru þegar það talar eða skrifar. Dæmi: Þegar einhver kemur inn í herbergi þar sem er opinn gluggi og segir „voðalega er kalt hérna“, þá er viðkomandi ekki að miðla upplýsingum um hitastigið í herberginu, heldur að heimta að fjandans glugganum verði lokað. Þannig beitum við tungumálinu í margs konar tilgangi í okkar daglega lífi, við segjum hluti til að fá fram einhver áhrif eða afleiðingar. Mér varð hugsað til þessara kenninga við að fylgjast með fjargviðrinu í kringum svokallað „kynhlutlaust“ mál þar sem margir riddarar hafa stigið fram til bjargar íslenskri tungu eina ferðina enn. Ég hef satt að segja verið gáttaður á ýmsu sem fram hefur komið í umræðunni sem mér sýnist ekki standa neina skoðun. Mér fannst þó steininn taka úr þegar ég las um kæru Kristjáns Hreinssonar til menntamálaráðherra á hendur „fjölmörgum starfsmönnum“ RÚV þar sem hann vill meina að þeir brjóti lög „um að leggja rækt við íslenskuna og viðhafa lýtalaust málfar“. Hvers konar krafa er þetta „að viðhafa lýtalaust málfar“? Mér finnst þetta orðalag bara alls ekki lýtalaust, máttlaus tilraun til kansellístíls. Skáldið bætir síðan gráu ofan á svart í viðtali á Bylgjunni með því að tala um „hvorugkynssýki“ og að íslenskan sé „dauðadæmd“ hennar vegna, hvorki meira né minna. Og hver eiga viðurlögin að vera ef kæran er tekin til greina? Á menntamálaráðherra að reka fólk úr starfi sem segir „verið öll velkomin“ frekar en „verið allir velkomnir“? Hvað þá um þau sem eru „þágufallssjúk“? Þau sem nota nýju þolmyndina? Eða sletta ensku? Eða útlendingar sem ekki hafa íslensku að móðurmáli, á bara ekki að heyrast í þeim? Er RÚV og opinber umræða yfirleitt aðeins fyrir þau sem hafa „lýtalausa“ íslensku að móðurmáli? Og hver er þá málathöfnin í þessum málatilbúnaði Kristjáns? Enginn vafi leikur á að hér sé um málathöfn að ræða, kæra er krafa um að eitthvað verði gert í tilteknu máli. Fyrir hver eru málnotendur að nota hvorugkyn í almennri merkingu í stað karlkyns og segja öll og sum en ekki allir og sumir? Jú, það er verið að forðast karlkynið í þessari almennu merkingu til að taka tillit til kvenna og kynsegin fólks. Við því er amast af ofsa og ákefð sem gengur svo langt að kæra er send til menntamálaráðherra á hendur fólki sem ætti að hafa fullt málfrelsi til að beita fyllilega eðlilegri íslensku eftir eigin höfði. Getur verið að ofsinn í þessum umræðum felist í því til hverra tillit er tekið frekar en ógurleg ást á íslenskri tungu? Höfundur er prófessor í þýðingafræði
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun