Segir framlög til afreksíþrótta alltof lág: „Þessar 392 milljónir duga engan veginn“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. júní 2024 08:01 Arnar Pétursson hefur stýrt kvennalandsliðinu í handbolta frá 2019. vísir/hulda margrét Landsliðsþjálfari Íslands í handbolta segir að setja þurfi miklu meiri fjármuni í allt íþróttastarf hér landi. Forvarnir ættu að spara marga milljarða inni í heilbrigðiskerfinu. Arnar Pétursson, þjálfari kvennalandsliðsins í handbolta, gagnrýnir harðlega þá upphæð sem íslenska ríkið setur í afreksstarf hér landi. Sú upphæð er í dag 392 milljónir. Hann segir að talan þurfi að vera mun hærri. „Upphæðin ein og sér finnst mér vera galin, hvað hún er lág, og enn galnara að hún skuli ekki fylgja verðlagi og þannig styðja við það starf sem er unnið í sérsamböndunum. Þetta eru þrjátíu sérsambönd sem eru að sækja í þennan sjóð og þessar 392 milljónir duga engan veginn,“ sagði Arnar í samtali við Stefán Árna Pálsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. Arnar hefur áður gagnrýnt úthlutanir til Afrekssjóðs ÍSÍ sem honum finnst alltof lágar. Fram kom í síðustu viku að HSÍ hefði skilað 85 milljóna króna tapi á síðasta ári sem skýrist að miklu leyti af góðum árangri landsliða okkar í handbolta. „Það sem er alvarlegast í þessu er að sérsamböndin, og ekki bara HSÍ, eru farin að draga úr verkefnum. Yngri landsliðin eru ekki að taka þátt í öllum þeim verkefnum sem til stóð í sumar,“ sagði Arnar. „Þau eru líka farin að velta auknum kostnaði yfir á foreldrana. Hjá yngri landsliðunum í handbolta eru þetta um sex hundruð þúsund krónur sem hver og einn leikmaður þarf að borga. Mér skilst að þetta séu um sjö hundruð þúsund krónur hjá körfuboltanum.“ Arnar segir að íþróttastarf gæti sparað marga milljarða fyrir þjóðarbúið. „Það er ekki eins og við séum að biðja um einhvern pening sem er hent út um gluggann og verður ekkert úr. Þetta er afreksstarfið okkar þar sem við erum með okkar mestu fyrirmyndir,“ sagði Arnar. „Ef við horfum til dæmis á heilbrigðisþjónustuna sem er að taka til sín 380 milljarða þá getur forvarnastarf íþróttahreyfingarinnar hjálpað til við að draga úr kostnaði. Við sjáum til dæmis með lífsstílstengda sjúkdóma sem eru á ákveðinn hátt að sliga heilbrigðiskerfið; ef við getum nýtt íþróttahreyfinguna til að spara peninga í framtíðinni í heilbrigðiskerfinu eigum við að gera það.“ Viðtalið við Arnar má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. HSÍ ÍSÍ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Íþróttir barna Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira
Arnar Pétursson, þjálfari kvennalandsliðsins í handbolta, gagnrýnir harðlega þá upphæð sem íslenska ríkið setur í afreksstarf hér landi. Sú upphæð er í dag 392 milljónir. Hann segir að talan þurfi að vera mun hærri. „Upphæðin ein og sér finnst mér vera galin, hvað hún er lág, og enn galnara að hún skuli ekki fylgja verðlagi og þannig styðja við það starf sem er unnið í sérsamböndunum. Þetta eru þrjátíu sérsambönd sem eru að sækja í þennan sjóð og þessar 392 milljónir duga engan veginn,“ sagði Arnar í samtali við Stefán Árna Pálsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. Arnar hefur áður gagnrýnt úthlutanir til Afrekssjóðs ÍSÍ sem honum finnst alltof lágar. Fram kom í síðustu viku að HSÍ hefði skilað 85 milljóna króna tapi á síðasta ári sem skýrist að miklu leyti af góðum árangri landsliða okkar í handbolta. „Það sem er alvarlegast í þessu er að sérsamböndin, og ekki bara HSÍ, eru farin að draga úr verkefnum. Yngri landsliðin eru ekki að taka þátt í öllum þeim verkefnum sem til stóð í sumar,“ sagði Arnar. „Þau eru líka farin að velta auknum kostnaði yfir á foreldrana. Hjá yngri landsliðunum í handbolta eru þetta um sex hundruð þúsund krónur sem hver og einn leikmaður þarf að borga. Mér skilst að þetta séu um sjö hundruð þúsund krónur hjá körfuboltanum.“ Arnar segir að íþróttastarf gæti sparað marga milljarða fyrir þjóðarbúið. „Það er ekki eins og við séum að biðja um einhvern pening sem er hent út um gluggann og verður ekkert úr. Þetta er afreksstarfið okkar þar sem við erum með okkar mestu fyrirmyndir,“ sagði Arnar. „Ef við horfum til dæmis á heilbrigðisþjónustuna sem er að taka til sín 380 milljarða þá getur forvarnastarf íþróttahreyfingarinnar hjálpað til við að draga úr kostnaði. Við sjáum til dæmis með lífsstílstengda sjúkdóma sem eru á ákveðinn hátt að sliga heilbrigðiskerfið; ef við getum nýtt íþróttahreyfinguna til að spara peninga í framtíðinni í heilbrigðiskerfinu eigum við að gera það.“ Viðtalið við Arnar má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
HSÍ ÍSÍ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Íþróttir barna Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira