Hvers vegna getur ein greiðsla á ári frá TR verið góður kostur? Sigurjón Skúlason skrifar 28. júní 2024 10:30 Sífellt fleiri lífeyrisþegar kjósa að nýta sér eina greiðslu á ári frá Tryggingastofnun (TR) til að koma í veg fyrir endurgreiðslu til TR í kjölfar árlegs uppgjörs, en ein greiðsla á ári er einmitt góður kostur fyrir lífeyrisþega með háar og breytilegar tekjur. Með slíkri greiðslu er greitt eftir rauntekjum samkvæmt skattframtali síðasta árs en ekki áætluðum tekjum sem oft reynist erfitt að vita um fyrir fram. Hverjum hentar ein greiðsla á ári? Þau sem eru að fá óverulegar mánaðarlegar greiðslur frá TR og treysta ekki alfarið á þær til að framfleyta sér ættu að íhuga að fá eina greiðslu á ári. Til dæmis má nefna að ef tekjur eru undir 50.000 krónum frá TR getur verið góður valkostur að fá eina greiðslu á ári. Til eru dæmi um að verið sé að greiða mjög lágar upphæðir mánaðarlega til einstaklinga, jafnvel undir 1.000 kr. Sömuleiðis getur ein greiðsla á ári hentað fyrir þau sem eru með háar og sveiflukenndar tekjur á mánuði samhliða greiðslum frá TR svo sem fjármagnstekjur sem getur verið erfitt að áætla á milli mánaða. Kostir við að fá eina greiðslu á ári Með því að fá eina greiðslu á ári færðu það sem þér ber, hvorki of eða van. Greiðslan byggir á rauntekjum samkvæmt skattframtali síðastliðins árs, en ekki áætluðum tekjum. Þú þarft ekki að uppfæra tekjuáætlunina þína innan ársins þegar og ef breytingar verða á tekjum þínum á milli mánaða og með því minnkar umsýsla þín vegna greiðslna frá TR. Þegar þú færð eingöngu eina greiðslu á ári þarftu ekki að endurgreiða til TR. Hvað þarftu að gera? Þú þarft að sækja um að fá eina greiðslu á ári og er hægt að gera það hvenær sem er ársins á Mínum síðum TR. Ef árið er hálfnað eins og nú er, þá munu greiðslur falla niður frá næstu mánaðamótum og í júní á næsta ári mun liggja fyrir niðurstaða um réttindi þessa árs. Með þessu móti stuðlar þú að réttum greiðslum til þín í samræmi við réttindi til lengri tíma. Í störfum okkar hjá TR leggjum við áherslu á að hver og einn fái greitt í samræmi við réttindi og höfum við séð að ein greiðsla á ári kemur vel út fyrir ákveðinn hóp viðskiptavina okkar. Við viljum því vekja sérstaka athygli á þessari greiðsluleið. Höfundur er verkefnastjóri uppgjörsmála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Baráttan gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi heldur áfram Svandís Svavarsdóttir Skoðun Fíknivandinn – við verðum að gera meira Alma D. Möller Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Sífellt fleiri lífeyrisþegar kjósa að nýta sér eina greiðslu á ári frá Tryggingastofnun (TR) til að koma í veg fyrir endurgreiðslu til TR í kjölfar árlegs uppgjörs, en ein greiðsla á ári er einmitt góður kostur fyrir lífeyrisþega með háar og breytilegar tekjur. Með slíkri greiðslu er greitt eftir rauntekjum samkvæmt skattframtali síðasta árs en ekki áætluðum tekjum sem oft reynist erfitt að vita um fyrir fram. Hverjum hentar ein greiðsla á ári? Þau sem eru að fá óverulegar mánaðarlegar greiðslur frá TR og treysta ekki alfarið á þær til að framfleyta sér ættu að íhuga að fá eina greiðslu á ári. Til dæmis má nefna að ef tekjur eru undir 50.000 krónum frá TR getur verið góður valkostur að fá eina greiðslu á ári. Til eru dæmi um að verið sé að greiða mjög lágar upphæðir mánaðarlega til einstaklinga, jafnvel undir 1.000 kr. Sömuleiðis getur ein greiðsla á ári hentað fyrir þau sem eru með háar og sveiflukenndar tekjur á mánuði samhliða greiðslum frá TR svo sem fjármagnstekjur sem getur verið erfitt að áætla á milli mánaða. Kostir við að fá eina greiðslu á ári Með því að fá eina greiðslu á ári færðu það sem þér ber, hvorki of eða van. Greiðslan byggir á rauntekjum samkvæmt skattframtali síðastliðins árs, en ekki áætluðum tekjum. Þú þarft ekki að uppfæra tekjuáætlunina þína innan ársins þegar og ef breytingar verða á tekjum þínum á milli mánaða og með því minnkar umsýsla þín vegna greiðslna frá TR. Þegar þú færð eingöngu eina greiðslu á ári þarftu ekki að endurgreiða til TR. Hvað þarftu að gera? Þú þarft að sækja um að fá eina greiðslu á ári og er hægt að gera það hvenær sem er ársins á Mínum síðum TR. Ef árið er hálfnað eins og nú er, þá munu greiðslur falla niður frá næstu mánaðamótum og í júní á næsta ári mun liggja fyrir niðurstaða um réttindi þessa árs. Með þessu móti stuðlar þú að réttum greiðslum til þín í samræmi við réttindi til lengri tíma. Í störfum okkar hjá TR leggjum við áherslu á að hver og einn fái greitt í samræmi við réttindi og höfum við séð að ein greiðsla á ári kemur vel út fyrir ákveðinn hóp viðskiptavina okkar. Við viljum því vekja sérstaka athygli á þessari greiðsluleið. Höfundur er verkefnastjóri uppgjörsmála.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun