Sofnaði eftir fjórtán mínútna akstur og olli banaslysi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 28. júní 2024 10:38 Yfirlitsmynd af slysstað. Rannsóknarnefnd samgönguslysa Erlend kona á ferð um landið lést í alvarlegu umferðarslysi á Snæfellsnesvegi norðan Hítarár þegar þegar annar erlendur ferðamaður sem ók Nissan-bifreið úr gagnstæðri átt sofnaði við akstur, ók yfir á rangan vegahelming og framan á húsbílinn. Ökumaðurinn sem sofnaði og olli slysinu hafði verið við stýrið í fjórtán mínútur þegar slysið varð. Að eigin sögn hafði hann lítið sofið í aðdraganda slyssins og fann fyrir þreytu. Hann hafi íhugað að fá farþega í framsæti til að taka við akstrinum en vegurinn hafi verið þröngur og hann ekki fundið stað þar sem öruggt væri að stöðva bílinn. Fékk engar upplýsingar um akstur á Íslandi Í Fiat-húsbílnum var ökumaður ásamt þremur farþegum. Ökumaðurinn og farþegi í framsæti voru spenntir í öryggisbelti en farþeginn í aftursæti sem lést var ekki spenntur í öryggisbelti. Óvíst er um öryggisbeltanotkun hins farþegans. Farþegi í aftursæti hlaut alvarlega áverka og var fluttur á sjúkrahús með þyrlu Landhelgisgæslunnar en ökumaður og farþegi í framsæti með sjúkrabíl. Ekið var framan á fólksbíl af gerðinni Fiat WeinRannsóknarnefnd samgönguslysa Í Nissan-bílnum var ökumaður ásamt tveimur farþegum. Allir voru spenntir í öryggisbelti. Farþegi í aftursæti hlaut alvarlega áverka og var fluttur á sjúkrahús með þyrlu ásamt farþega í framsæti. Ökumaðurinn slasaðist minna og var fluttur af vettvangi með sjúkrabíl. Í skýrslu frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa kemur fram að ökumaður Nissan-bifreiðarinnar hafi komið til Íslands með flugi snemma dags fimmtánda júlí 2023, sem sagt tveimur dögum áður en að slysið varð. Að eigin sögn kom enginn starfsmaður að afhendingu bifreiðarinnar og hann kannaðist ekki við að hafa fengið upplýsingar um akstur á Íslandi frá bílaleigunni. Illa sofinn fyrir aksturinn Hann hafi sofið lítið á þeim tveimur dögum sem hnan hefði dvalið á Íslandi. Einnig hafi hann unnið mikið og sofið lítið vikuna fyrir Íslandsferðina. Daginn sem slysið varð hafi ökumaðurinn vaknað um klukkan sex að morgni og hann og samferðarfólk hans lögðu af stað frá Reykjavík um hálf tíu. Ökumaður tók við akstrinum hálf eitt eða um fjórtán mínútum áður en slysið varð. Nissan-bifreiðin sem ekið var á öfugan vegarhelming með þeim afleiðingum að farþegi húsbíls lést.Rannsóknarnefnd samgönguslysa Rannsóknarnefnd komst að þeirri niðurstöðu að meginorsök slyssins hafi verið sú að ökumaður Nissan-bifreiðarinnar hafi sofnað við aksturinn, ekið yfir á öfugan vegarhelming og framan á Fiat-húsbílinn. Breidd bundna slitlagsins undir veginum hafi þó einnig verið undir því sem gildandi hönnunarreglur Vegagerðarinnar segja til um. Samgönguslys Bílar Dalabyggð Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Sjá meira
Ökumaðurinn sem sofnaði og olli slysinu hafði verið við stýrið í fjórtán mínútur þegar slysið varð. Að eigin sögn hafði hann lítið sofið í aðdraganda slyssins og fann fyrir þreytu. Hann hafi íhugað að fá farþega í framsæti til að taka við akstrinum en vegurinn hafi verið þröngur og hann ekki fundið stað þar sem öruggt væri að stöðva bílinn. Fékk engar upplýsingar um akstur á Íslandi Í Fiat-húsbílnum var ökumaður ásamt þremur farþegum. Ökumaðurinn og farþegi í framsæti voru spenntir í öryggisbelti en farþeginn í aftursæti sem lést var ekki spenntur í öryggisbelti. Óvíst er um öryggisbeltanotkun hins farþegans. Farþegi í aftursæti hlaut alvarlega áverka og var fluttur á sjúkrahús með þyrlu Landhelgisgæslunnar en ökumaður og farþegi í framsæti með sjúkrabíl. Ekið var framan á fólksbíl af gerðinni Fiat WeinRannsóknarnefnd samgönguslysa Í Nissan-bílnum var ökumaður ásamt tveimur farþegum. Allir voru spenntir í öryggisbelti. Farþegi í aftursæti hlaut alvarlega áverka og var fluttur á sjúkrahús með þyrlu ásamt farþega í framsæti. Ökumaðurinn slasaðist minna og var fluttur af vettvangi með sjúkrabíl. Í skýrslu frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa kemur fram að ökumaður Nissan-bifreiðarinnar hafi komið til Íslands með flugi snemma dags fimmtánda júlí 2023, sem sagt tveimur dögum áður en að slysið varð. Að eigin sögn kom enginn starfsmaður að afhendingu bifreiðarinnar og hann kannaðist ekki við að hafa fengið upplýsingar um akstur á Íslandi frá bílaleigunni. Illa sofinn fyrir aksturinn Hann hafi sofið lítið á þeim tveimur dögum sem hnan hefði dvalið á Íslandi. Einnig hafi hann unnið mikið og sofið lítið vikuna fyrir Íslandsferðina. Daginn sem slysið varð hafi ökumaðurinn vaknað um klukkan sex að morgni og hann og samferðarfólk hans lögðu af stað frá Reykjavík um hálf tíu. Ökumaður tók við akstrinum hálf eitt eða um fjórtán mínútum áður en slysið varð. Nissan-bifreiðin sem ekið var á öfugan vegarhelming með þeim afleiðingum að farþegi húsbíls lést.Rannsóknarnefnd samgönguslysa Rannsóknarnefnd komst að þeirri niðurstöðu að meginorsök slyssins hafi verið sú að ökumaður Nissan-bifreiðarinnar hafi sofnað við aksturinn, ekið yfir á öfugan vegarhelming og framan á Fiat-húsbílinn. Breidd bundna slitlagsins undir veginum hafi þó einnig verið undir því sem gildandi hönnunarreglur Vegagerðarinnar segja til um.
Samgönguslys Bílar Dalabyggð Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Sjá meira