Vestfirðingar segja ítrekuð svik í vegamálum óboðleg Kristján Már Unnarsson skrifar 28. júní 2024 14:36 Frá vegagerð á Dynjandisheiði síðastliðið haust. VERKÍS/JÓHANN BIRKIR HELGASON „Áætlunum kollvarpað og staðan óboðleg,” er fyrirsögn ályktunar stjórnar Vestfjarðastofu þar sem lýst er miklum vonbrigðum með þá stöðu sem enn og aftur sé komin upp í samgönguframkvæmdum í fjórðungnum. Segir að verið sé að svíkja ítrekuð loforð ráðherra og þingmanna um að þær nýframkvæmdir sem ættu núna að vera á lokastigi yrðu kláraðar eins fljótt og mögulegt væri. Ályktunin er send út vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í framkvæmdum í Gufudalssveit og á Dynjandisheiði og vísað í frétt Stöðvar 2 í fyrradag um að öll stór verkútboð hafi legið í salti hjá Vegagerðinni frá því síðastliðið haust og að horfur séu á að engar nýjar stórframkvæmdir hefjist á þessu ári. Vestfjarðastofa er sameiginleg hagsmunastofnun Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða og Fjórðungssambands Vestfirðinga. Horft frá Hallsteinsnesi yfir Djúpafjörð og Gufufjörð. Óvíst er hvenær brúasmíði yfir firðina hefst en þverun fjarðanna er ætlað að leysa af veginn yfir Ódrjúgsháls. Egill Aðalsteinsson „Minnt er á að í samþykkt Alþingis um breytingar á samgönguáætlun 2021 átti framkvæmdum að ljúka í Gufudalssveit nú á árinu 2024 og á Dynjandisheiði 2025. Endurskoða varð þessi áform með vísan til hækkunar kostnaðar og aukinna öryggiskrafna og í framhaldinu voru sett fram loforð um að um samhangandi framkvæmdir yrði að ræða og við það hefur verið staðið þar til á þessu ári. Ljóst er því að óbreyttu, munu gríðarlegar framkvæmdir síðustu ára ekki koma til með að nýtast þar sem enn eru erfiðir kaflar sem tefja og hamla för,” segja Vestfirðingarnir. Frá veginum um Ódrjúgsháls. Horfur eru á að þessi vegarkafli verði áfram hluti Vestfjarðavegar næstu árin.Egill Aðalsteinsson „Enn lengist því í að stjórnvöld greiði niður hina háu viðhaldsskuld, sem safnast hefur upp gegnum áratugi og leitt til þess að vestfirsk samfélög hafa mátt sitja eftir við uppbyggingu sjálfsagðra innviða. Þessi staða hefur leitt til mikils ójafnræðis á stöðu innviða og þjónustu á Vestfjörðum miðað við aðra landshluta og slakari samkeppnisstöðu atvinnulífs. Staða samfélaganna á sunnanverðum Vestfjörðum er þar lökust og þar eru einu samfélögin á landinu með þéttbýliskjarna yfir 1000 íbúa sem þurfa að búa við að ekki er hægt að aka á milli landshluta á bundnu slitlagi. Það vekur furðu að nú stefni í að fleiri ár muni líða þar sem verður ekið með þúsundir tonna af sjávarfangi yfir hinn 70 ára gamla, ónýta veg um Ódrjúgsháls. Ljóst er öllum að þessi staða er með öllu óásættanleg. Stjórn Vestfjarðastofu beinir því til Alþingis, ríkisstjórnarinnar og Vegagerðarinnar að tryggja að unnið verði eftir gildandi samgönguáætlun og verkefni í Gufudalssveit og á Dynjandisheiði verði boðin út strax í sumar,” segir í ályktuninni. Hér fréttin sem ályktunin vísar í: Samgöngur Vegagerð Umferðaröryggi Ísafjarðarbær Vesturbyggð Bolungarvík Súðavíkurhreppur Reykhólahreppur Alþingi Byggðamál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Tengdar fréttir Öll stór verkútboð liggja í salti hjá Vegagerðinni Útboð stórra verka hafa verið stopp hjá Vegagerðinni frá því síðastliðið haust og stefnir í að engar nýjar stórframkvæmdir hefjist á þessu ári. Helsta skýringin er sögð sú að áform um einkafjármögnun vegagerðar yfir Hornafjörð gengu ekki eftir og því þurfi að fjármagna hana úr öðrum verkefnum. 26. júní 2024 23:00 Yndislegt að búið sé að opna Þorskafjarðarbrú Gleði ríkti í Þorskafirði í dag þar sem fagnað var opnun nýrrar brúar yfir fjörðinn, átta mánuðum á undan áætlun. Brúin styttir Vestfjarðaveg um tíu kílómetra. 25. október 2023 22:22 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Ályktunin er send út vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í framkvæmdum í Gufudalssveit og á Dynjandisheiði og vísað í frétt Stöðvar 2 í fyrradag um að öll stór verkútboð hafi legið í salti hjá Vegagerðinni frá því síðastliðið haust og að horfur séu á að engar nýjar stórframkvæmdir hefjist á þessu ári. Vestfjarðastofa er sameiginleg hagsmunastofnun Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða og Fjórðungssambands Vestfirðinga. Horft frá Hallsteinsnesi yfir Djúpafjörð og Gufufjörð. Óvíst er hvenær brúasmíði yfir firðina hefst en þverun fjarðanna er ætlað að leysa af veginn yfir Ódrjúgsháls. Egill Aðalsteinsson „Minnt er á að í samþykkt Alþingis um breytingar á samgönguáætlun 2021 átti framkvæmdum að ljúka í Gufudalssveit nú á árinu 2024 og á Dynjandisheiði 2025. Endurskoða varð þessi áform með vísan til hækkunar kostnaðar og aukinna öryggiskrafna og í framhaldinu voru sett fram loforð um að um samhangandi framkvæmdir yrði að ræða og við það hefur verið staðið þar til á þessu ári. Ljóst er því að óbreyttu, munu gríðarlegar framkvæmdir síðustu ára ekki koma til með að nýtast þar sem enn eru erfiðir kaflar sem tefja og hamla för,” segja Vestfirðingarnir. Frá veginum um Ódrjúgsháls. Horfur eru á að þessi vegarkafli verði áfram hluti Vestfjarðavegar næstu árin.Egill Aðalsteinsson „Enn lengist því í að stjórnvöld greiði niður hina háu viðhaldsskuld, sem safnast hefur upp gegnum áratugi og leitt til þess að vestfirsk samfélög hafa mátt sitja eftir við uppbyggingu sjálfsagðra innviða. Þessi staða hefur leitt til mikils ójafnræðis á stöðu innviða og þjónustu á Vestfjörðum miðað við aðra landshluta og slakari samkeppnisstöðu atvinnulífs. Staða samfélaganna á sunnanverðum Vestfjörðum er þar lökust og þar eru einu samfélögin á landinu með þéttbýliskjarna yfir 1000 íbúa sem þurfa að búa við að ekki er hægt að aka á milli landshluta á bundnu slitlagi. Það vekur furðu að nú stefni í að fleiri ár muni líða þar sem verður ekið með þúsundir tonna af sjávarfangi yfir hinn 70 ára gamla, ónýta veg um Ódrjúgsháls. Ljóst er öllum að þessi staða er með öllu óásættanleg. Stjórn Vestfjarðastofu beinir því til Alþingis, ríkisstjórnarinnar og Vegagerðarinnar að tryggja að unnið verði eftir gildandi samgönguáætlun og verkefni í Gufudalssveit og á Dynjandisheiði verði boðin út strax í sumar,” segir í ályktuninni. Hér fréttin sem ályktunin vísar í:
Samgöngur Vegagerð Umferðaröryggi Ísafjarðarbær Vesturbyggð Bolungarvík Súðavíkurhreppur Reykhólahreppur Alþingi Byggðamál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Tengdar fréttir Öll stór verkútboð liggja í salti hjá Vegagerðinni Útboð stórra verka hafa verið stopp hjá Vegagerðinni frá því síðastliðið haust og stefnir í að engar nýjar stórframkvæmdir hefjist á þessu ári. Helsta skýringin er sögð sú að áform um einkafjármögnun vegagerðar yfir Hornafjörð gengu ekki eftir og því þurfi að fjármagna hana úr öðrum verkefnum. 26. júní 2024 23:00 Yndislegt að búið sé að opna Þorskafjarðarbrú Gleði ríkti í Þorskafirði í dag þar sem fagnað var opnun nýrrar brúar yfir fjörðinn, átta mánuðum á undan áætlun. Brúin styttir Vestfjarðaveg um tíu kílómetra. 25. október 2023 22:22 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Öll stór verkútboð liggja í salti hjá Vegagerðinni Útboð stórra verka hafa verið stopp hjá Vegagerðinni frá því síðastliðið haust og stefnir í að engar nýjar stórframkvæmdir hefjist á þessu ári. Helsta skýringin er sögð sú að áform um einkafjármögnun vegagerðar yfir Hornafjörð gengu ekki eftir og því þurfi að fjármagna hana úr öðrum verkefnum. 26. júní 2024 23:00
Yndislegt að búið sé að opna Þorskafjarðarbrú Gleði ríkti í Þorskafirði í dag þar sem fagnað var opnun nýrrar brúar yfir fjörðinn, átta mánuðum á undan áætlun. Brúin styttir Vestfjarðaveg um tíu kílómetra. 25. október 2023 22:22