Íslensku stelpurnar spila um sjöunda sætið eftir tap í spennuleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júní 2024 17:36 Lilja Ágústsdóttir skoraði tólf mörk í leiknum í dag. Vísir/Anton Íslensku stelpurnar gáfust ekki upp þótt á móti blési á móti sterku liði Svía á HM í dag en urðu að lokum að sætta sig við tap eftir æsispennandi leik. Íslenska tuttugu ára landsliðs kvenna í handbolta tapaði sínum þriðja leik í röð á heimsmeistaramótinu í Norður Makedóníu og það því ljóst að þær spila um sjöunda sætinu á mótinu. Svíar unnu leikinn með tveimur mörkum, 33-31 og spila því um fimmta sætið. Lilja Ágústsdóttir fór áfram á kostum og skoraði tólf mörk úr tólfskotum. Elín Klara Þorkelsdóttir skoraði fjögur mörk og þær Inga Dís Jóhannsdóttir, Tinna Sigurrós Traustadóttir og Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín voru allar með þrjú mörk hver. Íslenska liðið spilaði þennan mikilvægan leik á móti Svíum innan við sólarhring eftir rosalegan framlengdan leik á móti Ungverjalandi í átta liða úrslitunum. Liðið sýndi enn á ný karakter með að gefast ekki upp þótt liðið lenti undir. Íslenska liðið var tveimur mörkum yfir í upphafi leiks, 5-3, en Svíarnir skoruðu þá fjögur mörk í röð og tóku frumkvæðið í leiknum. Þær náðu þriggja marka forskoti og voru mest fjórum mörkum yfir í hálfleiknum. Íslenska liðið minnkaði muninn aftur og í hálfleik munaði tveimur mörkum, Svíar voru 17-15 yfir. Lilja Ágústsdóttir var með sex mörk úr sex skotum í fyrri hálfleiknum. Íslensku stelpurnar komu mjög grimmar inn í seinni hálfleikinn og voru komnar yfir í 23-22 þegar tíu mínútur voru liðnar. Þær komust seinna tveimur mörkum yfir en Svíar svöruðu með fjórum mörkum í röð og náðu aftur frumkvæðinu. Íslenska liðið var þó aldrei langt undan og hélt sér inn í leiknum. Svíar voru einu marki yfir á lokamínútunni en með boltann. Þær nýttu síðustu sóknina og tryggðu sér sigurinn. Íslenska liðið vann fjóra fyrstu leiki sína á mótinu og tryggði sér með því sæti í átta liða úrslitunum. Síðan þá hefur íslenska liðið tapað þremur leikjum í röð á móti Portúgal, Ungverjalandi og nú Svíþjóð. Ekki beint endirinn á mótinu sem vonast var eftir en stelpurnar eru engu að síður meðal þeirra átta bestu í heimi í sínum aldursflokki. Handbolti Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira
Íslenska tuttugu ára landsliðs kvenna í handbolta tapaði sínum þriðja leik í röð á heimsmeistaramótinu í Norður Makedóníu og það því ljóst að þær spila um sjöunda sætinu á mótinu. Svíar unnu leikinn með tveimur mörkum, 33-31 og spila því um fimmta sætið. Lilja Ágústsdóttir fór áfram á kostum og skoraði tólf mörk úr tólfskotum. Elín Klara Þorkelsdóttir skoraði fjögur mörk og þær Inga Dís Jóhannsdóttir, Tinna Sigurrós Traustadóttir og Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín voru allar með þrjú mörk hver. Íslenska liðið spilaði þennan mikilvægan leik á móti Svíum innan við sólarhring eftir rosalegan framlengdan leik á móti Ungverjalandi í átta liða úrslitunum. Liðið sýndi enn á ný karakter með að gefast ekki upp þótt liðið lenti undir. Íslenska liðið var tveimur mörkum yfir í upphafi leiks, 5-3, en Svíarnir skoruðu þá fjögur mörk í röð og tóku frumkvæðið í leiknum. Þær náðu þriggja marka forskoti og voru mest fjórum mörkum yfir í hálfleiknum. Íslenska liðið minnkaði muninn aftur og í hálfleik munaði tveimur mörkum, Svíar voru 17-15 yfir. Lilja Ágústsdóttir var með sex mörk úr sex skotum í fyrri hálfleiknum. Íslensku stelpurnar komu mjög grimmar inn í seinni hálfleikinn og voru komnar yfir í 23-22 þegar tíu mínútur voru liðnar. Þær komust seinna tveimur mörkum yfir en Svíar svöruðu með fjórum mörkum í röð og náðu aftur frumkvæðinu. Íslenska liðið var þó aldrei langt undan og hélt sér inn í leiknum. Svíar voru einu marki yfir á lokamínútunni en með boltann. Þær nýttu síðustu sóknina og tryggðu sér sigurinn. Íslenska liðið vann fjóra fyrstu leiki sína á mótinu og tryggði sér með því sæti í átta liða úrslitunum. Síðan þá hefur íslenska liðið tapað þremur leikjum í röð á móti Portúgal, Ungverjalandi og nú Svíþjóð. Ekki beint endirinn á mótinu sem vonast var eftir en stelpurnar eru engu að síður meðal þeirra átta bestu í heimi í sínum aldursflokki.
Handbolti Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira