Mossack og Fonseca heitinn sýknaðir Árni Sæberg skrifar 29. júní 2024 09:19 Jurgen Mossack getur enn um frjálst höfuð strokið. Það getur félagi hans Ramon Fonseca hins vegar ekki gert, hann er dáinn. EPA/ALEJANDRO BOLIVAR Allir 28 sakborningar í peningaþvættismáli sem tengist Panamaskjölunum hafa verið sýknaðir. Þeirra á meðal eru þeir Jurgen Mossack og Ramón Fonseca Mora, eigendur lögmannstofunnar alræmdu Mossack Fonseca. Fonseca lést í maí síðastliðnum. Réttarhöld hófust í málinu fyrir dómi í Panama í apríl síðastliðnum, átta árum eftir að um ellefu milljónir skjala með fjárhagsupplýsingum ríkra og valdamikilla einstaklinga víðs vegar að úr heiminum vörpuðu ljósi á hvernig þeir komu eignum undan yfirvöldum heima fyrir í aflandsfélögum í skattaparadísum eins og Panama og Jómfrúareyjum. Skjölin voru upprunin á lögmannstofu þeirra Mossacks og Fonseca. Málið olli talsverðum usla víða um heim, allra síst hér á landi. Ríkisstjórn Íslands féll eftir að í ljós kom að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, og kona hans hefðu átt alflandsfélagið Wintris á eyjunni Tortóla á Bresku Jómfrúareyjum, sem Mossack Fonseca útvegaði. Viðtal sem Sigmundur Davíð gekk út úr eftir að hann var spurður út í félagið fór víða. Neitaði sök fram í rauðan dauðann Í frétt breska ríkisútvarpsins um málið segir að þeir Mossack og Fonseca hafi neitað sök í málinu. Þeim hafi verið gefið að sök að hafa, ásamt 26 fulltrúum, lögmönnum og starfsmönnum lögmannsstofunnar, stofnað skúffufyrirtæki í Panama sem þvættuðu fjármuni úr gríðarlegu umfangsmiklu spillingarmáli í Brasilíu sem hefur verið kennt við bílaþvott og skekið þarlend stjórnmál um árabil. Ákæruvaldið í Panama fór fram á tólf ára fangelsisdóm yfir sakborningunum. Fonseca hélt því staðfastlega fram að lögmannstofan hafi ekki haft neitt um það að segja hvernig skjólstæðingar hennar notuðu aflandsfélögin sem hún stofnaði fyrir þá. Þeir Mossack voru sýknaðir í öðru skyldu peningaþvættismáli árið 2022. Fonseca entist ekki aldur til þess að verða sýknaður en hann lést á sjúkrahúsi í Panama í maí síðastliðnum. Sönnunargagna ekki aflað með réttum hætti Í frétt breska ríkisútvarpsins segir að dómari í réttarhöldunum, sem hafi tekið 85 klukkustundir í það heila, hafi metið það svo að sönnunargagna í málinu hafi ekki verið aflað í samræmi við panamísk réttarfarslög. Því voru allir sakborningar málsins sýknaðir. Panama-skjölin Panama Skattar og tollar Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Sjá meira
Réttarhöld hófust í málinu fyrir dómi í Panama í apríl síðastliðnum, átta árum eftir að um ellefu milljónir skjala með fjárhagsupplýsingum ríkra og valdamikilla einstaklinga víðs vegar að úr heiminum vörpuðu ljósi á hvernig þeir komu eignum undan yfirvöldum heima fyrir í aflandsfélögum í skattaparadísum eins og Panama og Jómfrúareyjum. Skjölin voru upprunin á lögmannstofu þeirra Mossacks og Fonseca. Málið olli talsverðum usla víða um heim, allra síst hér á landi. Ríkisstjórn Íslands féll eftir að í ljós kom að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, og kona hans hefðu átt alflandsfélagið Wintris á eyjunni Tortóla á Bresku Jómfrúareyjum, sem Mossack Fonseca útvegaði. Viðtal sem Sigmundur Davíð gekk út úr eftir að hann var spurður út í félagið fór víða. Neitaði sök fram í rauðan dauðann Í frétt breska ríkisútvarpsins um málið segir að þeir Mossack og Fonseca hafi neitað sök í málinu. Þeim hafi verið gefið að sök að hafa, ásamt 26 fulltrúum, lögmönnum og starfsmönnum lögmannsstofunnar, stofnað skúffufyrirtæki í Panama sem þvættuðu fjármuni úr gríðarlegu umfangsmiklu spillingarmáli í Brasilíu sem hefur verið kennt við bílaþvott og skekið þarlend stjórnmál um árabil. Ákæruvaldið í Panama fór fram á tólf ára fangelsisdóm yfir sakborningunum. Fonseca hélt því staðfastlega fram að lögmannstofan hafi ekki haft neitt um það að segja hvernig skjólstæðingar hennar notuðu aflandsfélögin sem hún stofnaði fyrir þá. Þeir Mossack voru sýknaðir í öðru skyldu peningaþvættismáli árið 2022. Fonseca entist ekki aldur til þess að verða sýknaður en hann lést á sjúkrahúsi í Panama í maí síðastliðnum. Sönnunargagna ekki aflað með réttum hætti Í frétt breska ríkisútvarpsins segir að dómari í réttarhöldunum, sem hafi tekið 85 klukkustundir í það heila, hafi metið það svo að sönnunargagna í málinu hafi ekki verið aflað í samræmi við panamísk réttarfarslög. Því voru allir sakborningar málsins sýknaðir.
Panama-skjölin Panama Skattar og tollar Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Sjá meira