Hugsi yfir lausagöngu fjár við vegi eftir að ferðamaður ók á lamb Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 29. júní 2024 14:56 Lambið var í fylgd ær og annars lambs sem sluppu með skrekkinn. Facebook Ferðalangur sem varð vitni að því þegar bíl spænskra ferðamanna var ekið á lamb í gær segir lausagöngu kinda nærri þjóðvegum rómantík sem fari ekki saman við nútímann. Guðrún Helga Stefánsdóttir var á leið um Snæfellsnesið ásamt fjölskyldu sinni þegar bíl fyrir framan hana var ekið á lamb með þeim afleiðingum að það drapst. Í bílnum voru spænskir ferðamenn sem gátu enga ensku talað. Guðrún segir frá þessu í færslu á Facebook síðunni Bakland ferðaþjónustunnar. Þar segist hún reið yfir því gáleysi sem hún telur ökumanninn sekan um og að hún vonist til að bóndinn fái tjónið bætt. Drapst sem betur fer strax Í samtali við fréttastofu segist hún hafa séð lausaféð við hlið vegarins áður en þau komu að afleggjaranum við Búðir og því hafi verið hægt á bílnum. Ökumaðurinn fyrir framan virðist hins vegar ekki hafa séð kindurnar, því hann hafi ekki hægt á sér. „Svo leggur ærin allt í einu af stað með lömbin fyrir framan bílinn og hann er á það mikilli ferð að lambið sem verður fyrir þessu hoppar hátt upp í loft, lendir harkalega á veginum og steindrepst,“ segir Guðrún. Sem betur fer hafi það drepist strax og ekki þurft að kveljast lengi. Hún segir ána og lambið sem sluppu hæglega geta verið slösuð. Hún segist hafa upplifað gáleysi því þau hafi ekki hægt á sér. „Við vorum búin að sjá lausaféð á veginum áður og þá þarf maður að vera vel vakandi. Um leið og maður sér lausafé við veginn þá hægir maður á sér,“ segir Guðrún. Verið að hætta lífi fólks í umferðinni Hún segir ferðamennina hafa verið í uppnámi og hún hafi skilið ökumanninn þannig að hann hafi ekki séð kindurnar. Hún segist hafa tilkynnt málið til lögreglu og nú sé þeirra að hafa upp á ferðamönnunum. Guðrún veltir því upp hvort það sé tímaskekkja að leyfa lausagöngu fjár við þjóðvegi. „Ég skil að það er gamall menningararfur að hafa fé laust en nútíminn er svo breyttur,“ segir hún og nefnir síaukna bílaumferð á vegum, meðal annars vegna ferðamanna, sem eru misvanir. „Við getum ekki samtímis verið að beina öllum þessum ferðamönnum til landsins, og það er svona mikil umferð, og ætlað að vera með svona rómantík að hafa lausafé. Þetta fer náttúrlega ekki saman og það er verið að hætta lífi okkar í umferðinni og skeppnanna. Þetta er ömurlegt og við eigum að geta gert betur.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Dýr Snæfellsbær Umferð Umferðaröryggi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Sjá meira
Guðrún Helga Stefánsdóttir var á leið um Snæfellsnesið ásamt fjölskyldu sinni þegar bíl fyrir framan hana var ekið á lamb með þeim afleiðingum að það drapst. Í bílnum voru spænskir ferðamenn sem gátu enga ensku talað. Guðrún segir frá þessu í færslu á Facebook síðunni Bakland ferðaþjónustunnar. Þar segist hún reið yfir því gáleysi sem hún telur ökumanninn sekan um og að hún vonist til að bóndinn fái tjónið bætt. Drapst sem betur fer strax Í samtali við fréttastofu segist hún hafa séð lausaféð við hlið vegarins áður en þau komu að afleggjaranum við Búðir og því hafi verið hægt á bílnum. Ökumaðurinn fyrir framan virðist hins vegar ekki hafa séð kindurnar, því hann hafi ekki hægt á sér. „Svo leggur ærin allt í einu af stað með lömbin fyrir framan bílinn og hann er á það mikilli ferð að lambið sem verður fyrir þessu hoppar hátt upp í loft, lendir harkalega á veginum og steindrepst,“ segir Guðrún. Sem betur fer hafi það drepist strax og ekki þurft að kveljast lengi. Hún segir ána og lambið sem sluppu hæglega geta verið slösuð. Hún segist hafa upplifað gáleysi því þau hafi ekki hægt á sér. „Við vorum búin að sjá lausaféð á veginum áður og þá þarf maður að vera vel vakandi. Um leið og maður sér lausafé við veginn þá hægir maður á sér,“ segir Guðrún. Verið að hætta lífi fólks í umferðinni Hún segir ferðamennina hafa verið í uppnámi og hún hafi skilið ökumanninn þannig að hann hafi ekki séð kindurnar. Hún segist hafa tilkynnt málið til lögreglu og nú sé þeirra að hafa upp á ferðamönnunum. Guðrún veltir því upp hvort það sé tímaskekkja að leyfa lausagöngu fjár við þjóðvegi. „Ég skil að það er gamall menningararfur að hafa fé laust en nútíminn er svo breyttur,“ segir hún og nefnir síaukna bílaumferð á vegum, meðal annars vegna ferðamanna, sem eru misvanir. „Við getum ekki samtímis verið að beina öllum þessum ferðamönnum til landsins, og það er svona mikil umferð, og ætlað að vera með svona rómantík að hafa lausafé. Þetta fer náttúrlega ekki saman og það er verið að hætta lífi okkar í umferðinni og skeppnanna. Þetta er ömurlegt og við eigum að geta gert betur.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Dýr Snæfellsbær Umferð Umferðaröryggi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Sjá meira