Gordon er uppalinn í Liverpool og studdi félagið á sínum uppvaxtarárum. Ferilinn hóf hann þó hjá erkifjendunum Everton en var seldur til Newcastle árið 2023 fyrir 45 milljónir punda.
Liverpool have turned down the opportunity to sign Anthony Gordon from Newcastle. Magpies made first approach as they attempt to comply with PSR but their attempts to include Jarell Quansah part of the reason why talks didn’t progress.https://t.co/iMFlAcc9Fx
— David Lynch (@davidlynchlfc) June 29, 2024
Nú reynir Newcastle að losa sig við leikmanninn til að uppfylla kröfur fjárhagsregluverks ensku úrvalsdeildarinnar. Newcastle setti sig því í samband við Liverpool og bauð þeim Gordon, fyrir ótilgreinda upphæð, auk Jarrells Quansah.
Liverpool er sagt hrifið af leikmanninum en ekki tilbúið að kveðja Quansah. Auk þess gæti það skapað vandræði þar sem Gordon spilar iðulega á vinstri vængnum, líkt og Luis Diaz, Darwin Nunez og Cody Gakpo geta allir gert.
Nunez er þó orðaður við brottför frá félaginu í sumar og sömuleiðis er framtíð Luis Diaz spurningamerki en að svo stöddu þykir það óráðlegt að bæta enn frekar við breiddina vinstra megin.