Riðu um miðbæinn til að fagna Landsmóti Jón Ísak Ragnarsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 29. júní 2024 22:36 Það var glæsileg sjón að fylgjast með 60 hestum ríða um miðbæinn í hádeginu í dag. Vísir Undirbúningur fyrir Landsmót hestamanna sem mun standa yfir dagana 1. til 7. júlí er í fullum gangi. Búist er við þúsundum áhorfenda og keppendur eru á fullu að æfa sig. Í tilefni af mótinu var haldin miðbæjarreið í dag, þar sem 60 knapar riðu hestum sínum um miðbæ Reykjavíkur. Rætt var við mótsstjóra og knapa í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Miðbæjarreiðin hófst klukkan 12 í dag, en farið var frá BSÍ og þaðan upp Skólavörðuholtið, áfram í gegnum miðbæinn að tjörninni, og aftur að BSÍ. Á vef landsmótsins segir að miðbæjarreiðin sé skemmtileg hefð og minni okkur á það fjölbreytta hlutverk sem hestar hafa haft innan borgarmarkanna. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, fór fyrir göngunni ásamt Guðna Halldórssyni formanni Landsambands hestamannafélaga, Hirti Bergstað formanni stjórnar landsmóts 2024, og Jónínu Björk Vilhjálmsdóttur formanni hestamannafélagsins Spretts.LANDSMÓT Keppendur á öllum aldri Hilda Karen Garðarsdóttir, mótsstjóri Landsmóts hestamanna, segir að landsmótið sé mannamót þeirra hestamanna. „Við komum hingað á tveggja ára fresti, hittum vini og kunningja utan af landi, frá útlöndum, og allir eiga það sameiginlegt að elska íslenska hestinn,“ segir Hilda. Landsmótið sé mikil hátíð, þar sem knapar á öllum aldri taka þátt. „Yngstu keppendurnir eru um 10 ára, og svo alveg upp í sjötíu og eitthvað ára,“ segir Hilda. Langur undirbúningur Ásdís Ósk Elvarsdóttir er þjálfari þetta árið. Hún segir að langur undirbúningur sé að svona móti sem hefjist á haustin. „Svo snýst þetta bara um að gera eitthvað plan og halda rétt á spöðunum. Svo kemur að stóru stundinni og þá er maður búinn að undirbúa sig og gerir bara allt sem maður getur,“ segir Ásdís. Hún er með míkrafón festan á sig. Hún segir það vera til þess að geta talað til knapanna, án þess að þurfa æpa yfir allt svæðið. Hestar Landsmót hestamanna Hestaíþróttir Reykjavík Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira
Miðbæjarreiðin hófst klukkan 12 í dag, en farið var frá BSÍ og þaðan upp Skólavörðuholtið, áfram í gegnum miðbæinn að tjörninni, og aftur að BSÍ. Á vef landsmótsins segir að miðbæjarreiðin sé skemmtileg hefð og minni okkur á það fjölbreytta hlutverk sem hestar hafa haft innan borgarmarkanna. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, fór fyrir göngunni ásamt Guðna Halldórssyni formanni Landsambands hestamannafélaga, Hirti Bergstað formanni stjórnar landsmóts 2024, og Jónínu Björk Vilhjálmsdóttur formanni hestamannafélagsins Spretts.LANDSMÓT Keppendur á öllum aldri Hilda Karen Garðarsdóttir, mótsstjóri Landsmóts hestamanna, segir að landsmótið sé mannamót þeirra hestamanna. „Við komum hingað á tveggja ára fresti, hittum vini og kunningja utan af landi, frá útlöndum, og allir eiga það sameiginlegt að elska íslenska hestinn,“ segir Hilda. Landsmótið sé mikil hátíð, þar sem knapar á öllum aldri taka þátt. „Yngstu keppendurnir eru um 10 ára, og svo alveg upp í sjötíu og eitthvað ára,“ segir Hilda. Langur undirbúningur Ásdís Ósk Elvarsdóttir er þjálfari þetta árið. Hún segir að langur undirbúningur sé að svona móti sem hefjist á haustin. „Svo snýst þetta bara um að gera eitthvað plan og halda rétt á spöðunum. Svo kemur að stóru stundinni og þá er maður búinn að undirbúa sig og gerir bara allt sem maður getur,“ segir Ásdís. Hún er með míkrafón festan á sig. Hún segir það vera til þess að geta talað til knapanna, án þess að þurfa æpa yfir allt svæðið.
Hestar Landsmót hestamanna Hestaíþróttir Reykjavík Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira