Bestun Seðlabankastjóra Karl Guðlaugsson skrifar 30. júní 2024 10:00 Stór hluti af starfi verkefnastjóra er að reyna að besta ferla verkefnis, til að skila verðmætari afurð. Ef Seðlabankastjóri er verkefnastjórinn og afurðin er skilgreind sem lækkun á verðbólgu í 2,5% og minnka eigi þenslu í hagkerfinu verður líka að TÍMASETJA afurðina; skilgreina hvaða dag, mánuð eða ár afurðin á að vera tilbúin. Ef vörður ferlisins eru vaxtaákvörðunardagar og afurðin ótímasett, er endalaust hægt að halda áfram með vitleysuna! Þess vegna eru verkefnastjórar stanslaust að reyna að besta ferla verkefnis til að tryggja að skilgreind afurð sé tilbúin á réttum tíma og ekki er verra ef virði afurðarinnar eykst. Það eru liðin þrjú ár síðan ungt fólk í blóma lífsins og þar með talin þrjú af börnum mínum fjórum með mökum, tóku lán vegna húsnæðiskaupa eftir að Seðlabankastjóri talaði um að loksins gætu íbúðarkaupendur greitt sambærilega vexti af lánum sínum og jafnaldrar þeirra í Evrópu. Vaxtaákvörðunardagana, vörður Seðlabankastjóra í þessu ferli, hafa stýrivextir verið ákveðnir9,25% í tæpt ár og hafa alls ekki skilað þeim árangri sem til afurðarinnar var ætlast, auk þess sem tímasetningin er í algjörri ÓVISSU. Á tæpu ári hafa lántakendur flutt sig yfir í verðtryggð lán fyrir meira en 25 milljarða króna, sem þýðir á mannamáli að lengja í hengingarólinni. Greiðslubyrði hefur aukist um 200 þúsund krónur á mánuði af 40 milljóna króna óverðtryggðu láni með breytilegum vöxtum. Þá hefur mörgum milljörðum af gjaldeyrisvaraforðanum verið eytt í að reyna að halda aumum nanó-gjaldmiðli einhvers virði á sama tíma og 42% fyrirtækja fá að gera upp í evru. Þar að auki hafa kjarasamningar verið undirritaðir með loforði um lækkun vaxta. Til að bæta gráu ofan á svart er allt sem bendir til þess að við stefnum hraðbyri í kyrrstöðuverðbólgu (e. stagflation). Ég spyr, er ekki augljóst að Seðlabankastjóri hefur fallið á prófinu að besta ferlið þegar honum dettur ekki einu sinni í hug að lækka stýrivexti? Þegar skipstjórinn/verkefnastjórinn í brúnni er ekki að standa sig er hann stundum látinn fjúka. Því miður hefur Seðlabankastjóri aukið á óvissuna með ótímasettri afurð og komið með taktlaus og klaufaleg ummæli sem eru börnum mínum, sem berjast í bökkum við að borga af sínum íbúðarlánum, óboðleg. Ég tel ráðlegast að Seðlabankastjóri láti af störfum um næstu áramót með varaseðlabankastjóra peningastefnu, sem hefur stutt hann dyggilega í þessu ferli og helst fyrr, svo nýr skipstjóri/verkefnastjóri geti komið þjóðarskútunni á réttan kjöl. Höfundur er faðir fjögurra barna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seðlabankinn Efnahagsmál Mest lesið Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Stór hluti af starfi verkefnastjóra er að reyna að besta ferla verkefnis, til að skila verðmætari afurð. Ef Seðlabankastjóri er verkefnastjórinn og afurðin er skilgreind sem lækkun á verðbólgu í 2,5% og minnka eigi þenslu í hagkerfinu verður líka að TÍMASETJA afurðina; skilgreina hvaða dag, mánuð eða ár afurðin á að vera tilbúin. Ef vörður ferlisins eru vaxtaákvörðunardagar og afurðin ótímasett, er endalaust hægt að halda áfram með vitleysuna! Þess vegna eru verkefnastjórar stanslaust að reyna að besta ferla verkefnis til að tryggja að skilgreind afurð sé tilbúin á réttum tíma og ekki er verra ef virði afurðarinnar eykst. Það eru liðin þrjú ár síðan ungt fólk í blóma lífsins og þar með talin þrjú af börnum mínum fjórum með mökum, tóku lán vegna húsnæðiskaupa eftir að Seðlabankastjóri talaði um að loksins gætu íbúðarkaupendur greitt sambærilega vexti af lánum sínum og jafnaldrar þeirra í Evrópu. Vaxtaákvörðunardagana, vörður Seðlabankastjóra í þessu ferli, hafa stýrivextir verið ákveðnir9,25% í tæpt ár og hafa alls ekki skilað þeim árangri sem til afurðarinnar var ætlast, auk þess sem tímasetningin er í algjörri ÓVISSU. Á tæpu ári hafa lántakendur flutt sig yfir í verðtryggð lán fyrir meira en 25 milljarða króna, sem þýðir á mannamáli að lengja í hengingarólinni. Greiðslubyrði hefur aukist um 200 þúsund krónur á mánuði af 40 milljóna króna óverðtryggðu láni með breytilegum vöxtum. Þá hefur mörgum milljörðum af gjaldeyrisvaraforðanum verið eytt í að reyna að halda aumum nanó-gjaldmiðli einhvers virði á sama tíma og 42% fyrirtækja fá að gera upp í evru. Þar að auki hafa kjarasamningar verið undirritaðir með loforði um lækkun vaxta. Til að bæta gráu ofan á svart er allt sem bendir til þess að við stefnum hraðbyri í kyrrstöðuverðbólgu (e. stagflation). Ég spyr, er ekki augljóst að Seðlabankastjóri hefur fallið á prófinu að besta ferlið þegar honum dettur ekki einu sinni í hug að lækka stýrivexti? Þegar skipstjórinn/verkefnastjórinn í brúnni er ekki að standa sig er hann stundum látinn fjúka. Því miður hefur Seðlabankastjóri aukið á óvissuna með ótímasettri afurð og komið með taktlaus og klaufaleg ummæli sem eru börnum mínum, sem berjast í bökkum við að borga af sínum íbúðarlánum, óboðleg. Ég tel ráðlegast að Seðlabankastjóri láti af störfum um næstu áramót með varaseðlabankastjóra peningastefnu, sem hefur stutt hann dyggilega í þessu ferli og helst fyrr, svo nýr skipstjóri/verkefnastjóri geti komið þjóðarskútunni á réttan kjöl. Höfundur er faðir fjögurra barna
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun