Óður hundur réðst á tvo í Grafarvogi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 30. júní 2024 13:08 Þorkell sagði að hann minnti að hundurinn væri af Schnauzer gerð, en var ekki viss. Hundurinn hefði allavegana ekki verið stór. Getty Tilkynnt var um óðan hund sem réðst á tvo í Grafarvoginum síðastliðið föstudagskvöld. Hundurinn var handsamaður og færður í vörslu Dýraþjónustu Reykjavíkur. Deildarstjóri Dýraþjónustunnar hefur áhyggjur af því að bitmálum fari fjölgandi. Hjördís Sigurbjartsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að lögreglan hafi farið á vettvang og kallað hafi verið til Dýraþjónustu Reykjavíkur sem fjarlægði hundinn. Enginn sjúkrabíll hafi komið á vettvang, en hún viti ekki til þess hvort fólkið hafi leitað á sjúkrahús, eða hvort þau hafi slasast illa. Farið verði með hundinn í skapgerðarmat Þorkell Heiðarsson, deildarstjóri Dýraþjónustunnar, segir að hundurinn hafi róast þegar þau tóku við honum. Það líti út fyrir að eitthvað hafi komið upp á og æst hundinn upp. Það sé oft þannig með dýr þegar þau komast í aðstæður sem eru streituvaldandi. „Mér heyrist við fyrstu skoðun að þetta sé slíkt tilfelli, eins og ég skil þetta var þetta hundur sem var í gæslu eða pössun hjá öðrum,“ segir Þorkell. Hann segir að alltaf þegar hundar bíti fólk, sé alltaf farið með þá í svokallað skapgerðarmat. Svo verði bara að meta í framhaldinu á því hvað verði svo gert. „Þessi hundur er allavegana ekki æstur lengur, hann róaðist,“ segir Þorkell. Óskráðum hundum og bitmálum fari fjölgandi Þorkell segir það áhyggjuefni að svona málum virðist fara fjölgandi. „Það hefur verið eitthvað um svona bitmál, til dæmis þarna í Laugardalnum þar sem hundarnir réðust á köttinn,“ segir Þorkell. Því miður hafi einnig komið upp alvarleg tilvik í samskiptum hunda og manna. Það sé einnig áhyggjuefni, að margir hundar í borginni séu ekki skráðir hjá sveitarfélaginu. Þetta þýði að þeir séu ekki ábyrgðartryggðir gegn tjóni sem þeir valda þriðja aðila. „Það er í okkar huga bara mjög alvarlegt,“ segir Þorkell. Stíga þurfi fastar til jarðar í þeim efnum. „Það segir sig sjálft að þegar þéttbýli manna og hunda eykst, aukast líkurnar á því að eitthvað komi upp á,“ segir Þorkell. Dýr Dýraheilbrigði Hundar Reykjavík Tengdar fréttir Tveir veiðihundar í haldi Dýraþjónustunnar Dýraþjónusta Reykjavíkur sótti í gær tvo hunda sem gengu lausir í Laugardalnum í Reykjavík. Hundar af sömu tegund og frá sama eiganda eru grunaðir um að hafa drepið kött í hverfinu í síðustu viku. 24. júní 2024 12:54 Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Sjá meira
Hjördís Sigurbjartsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að lögreglan hafi farið á vettvang og kallað hafi verið til Dýraþjónustu Reykjavíkur sem fjarlægði hundinn. Enginn sjúkrabíll hafi komið á vettvang, en hún viti ekki til þess hvort fólkið hafi leitað á sjúkrahús, eða hvort þau hafi slasast illa. Farið verði með hundinn í skapgerðarmat Þorkell Heiðarsson, deildarstjóri Dýraþjónustunnar, segir að hundurinn hafi róast þegar þau tóku við honum. Það líti út fyrir að eitthvað hafi komið upp á og æst hundinn upp. Það sé oft þannig með dýr þegar þau komast í aðstæður sem eru streituvaldandi. „Mér heyrist við fyrstu skoðun að þetta sé slíkt tilfelli, eins og ég skil þetta var þetta hundur sem var í gæslu eða pössun hjá öðrum,“ segir Þorkell. Hann segir að alltaf þegar hundar bíti fólk, sé alltaf farið með þá í svokallað skapgerðarmat. Svo verði bara að meta í framhaldinu á því hvað verði svo gert. „Þessi hundur er allavegana ekki æstur lengur, hann róaðist,“ segir Þorkell. Óskráðum hundum og bitmálum fari fjölgandi Þorkell segir það áhyggjuefni að svona málum virðist fara fjölgandi. „Það hefur verið eitthvað um svona bitmál, til dæmis þarna í Laugardalnum þar sem hundarnir réðust á köttinn,“ segir Þorkell. Því miður hafi einnig komið upp alvarleg tilvik í samskiptum hunda og manna. Það sé einnig áhyggjuefni, að margir hundar í borginni séu ekki skráðir hjá sveitarfélaginu. Þetta þýði að þeir séu ekki ábyrgðartryggðir gegn tjóni sem þeir valda þriðja aðila. „Það er í okkar huga bara mjög alvarlegt,“ segir Þorkell. Stíga þurfi fastar til jarðar í þeim efnum. „Það segir sig sjálft að þegar þéttbýli manna og hunda eykst, aukast líkurnar á því að eitthvað komi upp á,“ segir Þorkell.
Dýr Dýraheilbrigði Hundar Reykjavík Tengdar fréttir Tveir veiðihundar í haldi Dýraþjónustunnar Dýraþjónusta Reykjavíkur sótti í gær tvo hunda sem gengu lausir í Laugardalnum í Reykjavík. Hundar af sömu tegund og frá sama eiganda eru grunaðir um að hafa drepið kött í hverfinu í síðustu viku. 24. júní 2024 12:54 Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Sjá meira
Tveir veiðihundar í haldi Dýraþjónustunnar Dýraþjónusta Reykjavíkur sótti í gær tvo hunda sem gengu lausir í Laugardalnum í Reykjavík. Hundar af sömu tegund og frá sama eiganda eru grunaðir um að hafa drepið kött í hverfinu í síðustu viku. 24. júní 2024 12:54