Ferðamaður sofnaði undir stýri og ók á rútu Jón Ísak Ragnarsson skrifar 30. júní 2024 17:02 Miklar skemmdir eru á báðum bílum. Börkur Hrólfsson Börkur Hrólfsson rútubílstjóri var á leið til Keflavíkur um tvöleytið eftir hádegi í gær, þegar sofandi ökumaður ók í veg fyrir hann rétt hjá álverinu í Straumsvík. Engin meiriháttar slys urðu á fólki, en Börkur segir algjörri heppni, loftpúðum og bílbeltum að þakka að ekki hafi farið verr. Hann segir of algengt að ósofnir ferðamenn ætli sér að aka langar vegalengdir eftir langt ferðalag til landsins. Börkur var einn í sprinter-bifreið sinni með kerru aftan í. „Rétt áður en maður kemur að álverinu er svona framhjáhlaup, þar sem eru framkvæmdir. Hraðinn er tekinn niður í 50. Það kemur þarna hlykkur á veginn út af þessu framhjáhlaupi vegna framkvæmdanna, og það eru svona steinklumpar við þetta til að stýra umferðinni í gegn,“ segir Börkur. Ökumaðurinn sofandi en farþegar æpandi Börkur var að aka í gegnum framkvæmdasvæðið, þegar hann sér að bíllinn á móti hélt beinni stefnu, í stað þess að beygja í hlykkinn. Hann stefndi því beint framan á bíl Barkar. „Ég reyndi eins og ég gat að víkja, en ég gat ekki vikið alveg út af þessum steinum. en af því að ég vék eins langt og ég gat, slapp ég við að fá hann beint framan á mig,“ segir Börkur. „Þá kom bíllinn inn í hliðina um miðjan bílinn hjá mér, fór aftur með honum, lenti á afturhjólunum og kastaði sprinternum mínum á steinklumpana til hliðar og fór svo utan í kerruna og tætti hana. Hásingan brotnaði undan og kerran fór í small og allt,“ segir Börkur. Börkur segir mikla lukku að enginn hafi slasast illa.Börkur Hrólfsson Hann segist hafa tekið eftir því þegar á þessu stóð, að bílstjórinn, maður sem virtist á áttræðisaldri, hafi ekki sýnt nein viðbrögð. Börkur hafi legið á flautunni. Farþeginn hafi hins vegar baðað út höndum og sýnt mikil viðbrögð. Fjórir farþegar hafi verið í bílnum. Mikil hætta stafi af ósofnum ferðamönnum Þegar Börkur hafði svo spurt fólkið hvort þau væru slösuð, og fengið þau svör að svo væri ekki, hefði mikil reiði blossað upp í honum. Hann hafi spurt „Hver andskotinn á þetta að þýða, varst þú sofandi?“ Hann hafi fengið svarið „já ég hlýt að hafa dottað.“ Kerran „fór í small“Börkur Hrólfsson Ökumaðurinn hafi svo sagt Berki að hann hefði komið frá Bandaríkjunum snemma um morguninn, en hafi ekki fengið hótelherbergi fyrr en um kaffileytið. Hann hafi því ákveðið að rúnta um Reykjanesið allan daginn, þangað til hann gæti farið á hótelið. Hann hefði ekkert sofið í flugvélinni. „Guð einn má vita hvað hann hefur vakað lengi áður en hann fór í þetta næturflug til Íslands,“ segir Börkur. Börkur segir að um þetta sé mikið rætt meðal atvinnubílstjóra, að ósofnir ferðamenn séu víða á vegum landsins. „Þetta erum við að sjá hvað eftir annað, og það er áberandi að þetta eru oft Asíubúar sem vanmeta vegalengdir og eru ósofnir, eða fólk sem er að koma frá Ameríku og er að koma hingað sex á morgnana. Sefur ekki í vélinni og annað slíkt,“ segir Börkur. Samgönguslys Hafnarfjörður Tengdar fréttir Sofnaði eftir fjórtán mínútna akstur og olli banaslysi Erlend kona á ferð um landið lést í alvarlegu umferðarslysi á Snæfellsnesvegi norðan Hítarár þegar þegar annar erlendur ferðamaður sem ók Nissan-bifreið úr gagnstæðri átt sofnaði við akstur, ók yfir á rangan vegahelming og framan á húsbílinn. 28. júní 2024 10:38 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Börkur var einn í sprinter-bifreið sinni með kerru aftan í. „Rétt áður en maður kemur að álverinu er svona framhjáhlaup, þar sem eru framkvæmdir. Hraðinn er tekinn niður í 50. Það kemur þarna hlykkur á veginn út af þessu framhjáhlaupi vegna framkvæmdanna, og það eru svona steinklumpar við þetta til að stýra umferðinni í gegn,“ segir Börkur. Ökumaðurinn sofandi en farþegar æpandi Börkur var að aka í gegnum framkvæmdasvæðið, þegar hann sér að bíllinn á móti hélt beinni stefnu, í stað þess að beygja í hlykkinn. Hann stefndi því beint framan á bíl Barkar. „Ég reyndi eins og ég gat að víkja, en ég gat ekki vikið alveg út af þessum steinum. en af því að ég vék eins langt og ég gat, slapp ég við að fá hann beint framan á mig,“ segir Börkur. „Þá kom bíllinn inn í hliðina um miðjan bílinn hjá mér, fór aftur með honum, lenti á afturhjólunum og kastaði sprinternum mínum á steinklumpana til hliðar og fór svo utan í kerruna og tætti hana. Hásingan brotnaði undan og kerran fór í small og allt,“ segir Börkur. Börkur segir mikla lukku að enginn hafi slasast illa.Börkur Hrólfsson Hann segist hafa tekið eftir því þegar á þessu stóð, að bílstjórinn, maður sem virtist á áttræðisaldri, hafi ekki sýnt nein viðbrögð. Börkur hafi legið á flautunni. Farþeginn hafi hins vegar baðað út höndum og sýnt mikil viðbrögð. Fjórir farþegar hafi verið í bílnum. Mikil hætta stafi af ósofnum ferðamönnum Þegar Börkur hafði svo spurt fólkið hvort þau væru slösuð, og fengið þau svör að svo væri ekki, hefði mikil reiði blossað upp í honum. Hann hafi spurt „Hver andskotinn á þetta að þýða, varst þú sofandi?“ Hann hafi fengið svarið „já ég hlýt að hafa dottað.“ Kerran „fór í small“Börkur Hrólfsson Ökumaðurinn hafi svo sagt Berki að hann hefði komið frá Bandaríkjunum snemma um morguninn, en hafi ekki fengið hótelherbergi fyrr en um kaffileytið. Hann hafi því ákveðið að rúnta um Reykjanesið allan daginn, þangað til hann gæti farið á hótelið. Hann hefði ekkert sofið í flugvélinni. „Guð einn má vita hvað hann hefur vakað lengi áður en hann fór í þetta næturflug til Íslands,“ segir Börkur. Börkur segir að um þetta sé mikið rætt meðal atvinnubílstjóra, að ósofnir ferðamenn séu víða á vegum landsins. „Þetta erum við að sjá hvað eftir annað, og það er áberandi að þetta eru oft Asíubúar sem vanmeta vegalengdir og eru ósofnir, eða fólk sem er að koma frá Ameríku og er að koma hingað sex á morgnana. Sefur ekki í vélinni og annað slíkt,“ segir Börkur.
Samgönguslys Hafnarfjörður Tengdar fréttir Sofnaði eftir fjórtán mínútna akstur og olli banaslysi Erlend kona á ferð um landið lést í alvarlegu umferðarslysi á Snæfellsnesvegi norðan Hítarár þegar þegar annar erlendur ferðamaður sem ók Nissan-bifreið úr gagnstæðri átt sofnaði við akstur, ók yfir á rangan vegahelming og framan á húsbílinn. 28. júní 2024 10:38 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Sofnaði eftir fjórtán mínútna akstur og olli banaslysi Erlend kona á ferð um landið lést í alvarlegu umferðarslysi á Snæfellsnesvegi norðan Hítarár þegar þegar annar erlendur ferðamaður sem ók Nissan-bifreið úr gagnstæðri átt sofnaði við akstur, ók yfir á rangan vegahelming og framan á húsbílinn. 28. júní 2024 10:38