Hundruð freista þess að gera góð kaup í Nexus Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. júlí 2024 11:06 Hundruðir freista þess að gera góð kaup á spilum, myndasögum og bókum í dag. Vísir/Vilhelm Hundruð manna hafa gert sér ferð í sérvöruverslunina Nexus í morgun þar sem blásið var til hinnar árlegu sumarútsölu verslunarinnar. Myndarleg röð var við inngang verslunarinnar í Glæsibæ þegar hún var opnuð klukkan tíu og yfir tvö hundruð manns komu í verslunina á innan við tuttugu mínútum til að gera góð kaup. Spilasalurinn var tekinn undir útsöluvörurnar og greinilegt er að aðsókn fari fram úr vonum. Þess má geta að yfir þrettán hundruð manns meldu sig áhugasöm á viðburði Nexus á Facebook. Röð myndaðist út fyrir dyr þegar verslunin opnaði klukkan tíu í morgun.Vísir/Vilhelm Einn tilvonandi viðskiptavinur líkti stemningunni við tónlistarhátíðina í Hróarskeldu sem fer fram í roki og rigningu á sama tíma úti á Sjálandi. „Ég er myndasögulúði og vantar alltaf meira af bókum í safnið,“ segir hann. Hann segir sumarútsöluna vera fastur liður í dagatalinu hjá sér. Vísir/Vilhelm Mæðginin Hildur Margrétardóttir og Hafsteinn Snorri Jóhannsson freistu þess að gera góð kaup á svokölluðum Magic-spilum sem notuð eru til að spila samnefndan leik. „Ég kenndi henni á Magic núna fyrir tveim mánuðum og hún er núna örugglega búin að kaupa meira virði heldur en ég,“ segir Hafsteinn. Mæðginin Hafsteinn Snorri Jóhannsson og Hildur Margrétardóttir komu til að stækka spilasafnið.Vísir/Vilhelm Nexus sérhæfir sig í myndasögum, borðspilum, bókum, í raun öllu sem tengist vísindaskáldskap og ævintýrum á einn eða annan hátt. Verslunin hefur jafnframt boðið upp á kennslu og keppnir í borðspilum og hefur alltaf verið vinsæll áfangastaður þeirra með áhugamál á þessu sviði. Árni Reynir Hassell Guðmundsson starfsmaður í Nexus segir allt hafa gengið eins og smurt væri. Fréttamaður náði af honum tali þar sem hann stóð við innganginn og afhenti fólki armbönd svo það gæti sloppið við langar biðraðir. Árni segir allt hafa gengið smurt fyrir sig.Vísir/Vilhelm „Þetta hefur gengið mjög vel. Skipulagið í dag er mjög gott. Númeraröðin virkar mjög vel og upplagið er alltaf að verða betra á útsölunni og ég held að það séu allir mjög ánægðir með þetta,“ segir hann. „Það eru mjög margir núna. 25 mínútur liðnar og gífurlegt magn. Yfir 200 sem hafa farið hérna í gegn,“ segir Árni. Reykjavík Borðspil Verslun Bókaútgáfa Bókmenntir Neytendur Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Spilasalurinn var tekinn undir útsöluvörurnar og greinilegt er að aðsókn fari fram úr vonum. Þess má geta að yfir þrettán hundruð manns meldu sig áhugasöm á viðburði Nexus á Facebook. Röð myndaðist út fyrir dyr þegar verslunin opnaði klukkan tíu í morgun.Vísir/Vilhelm Einn tilvonandi viðskiptavinur líkti stemningunni við tónlistarhátíðina í Hróarskeldu sem fer fram í roki og rigningu á sama tíma úti á Sjálandi. „Ég er myndasögulúði og vantar alltaf meira af bókum í safnið,“ segir hann. Hann segir sumarútsöluna vera fastur liður í dagatalinu hjá sér. Vísir/Vilhelm Mæðginin Hildur Margrétardóttir og Hafsteinn Snorri Jóhannsson freistu þess að gera góð kaup á svokölluðum Magic-spilum sem notuð eru til að spila samnefndan leik. „Ég kenndi henni á Magic núna fyrir tveim mánuðum og hún er núna örugglega búin að kaupa meira virði heldur en ég,“ segir Hafsteinn. Mæðginin Hafsteinn Snorri Jóhannsson og Hildur Margrétardóttir komu til að stækka spilasafnið.Vísir/Vilhelm Nexus sérhæfir sig í myndasögum, borðspilum, bókum, í raun öllu sem tengist vísindaskáldskap og ævintýrum á einn eða annan hátt. Verslunin hefur jafnframt boðið upp á kennslu og keppnir í borðspilum og hefur alltaf verið vinsæll áfangastaður þeirra með áhugamál á þessu sviði. Árni Reynir Hassell Guðmundsson starfsmaður í Nexus segir allt hafa gengið eins og smurt væri. Fréttamaður náði af honum tali þar sem hann stóð við innganginn og afhenti fólki armbönd svo það gæti sloppið við langar biðraðir. Árni segir allt hafa gengið smurt fyrir sig.Vísir/Vilhelm „Þetta hefur gengið mjög vel. Skipulagið í dag er mjög gott. Númeraröðin virkar mjög vel og upplagið er alltaf að verða betra á útsölunni og ég held að það séu allir mjög ánægðir með þetta,“ segir hann. „Það eru mjög margir núna. 25 mínútur liðnar og gífurlegt magn. Yfir 200 sem hafa farið hérna í gegn,“ segir Árni.
Reykjavík Borðspil Verslun Bókaútgáfa Bókmenntir Neytendur Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira