Borga yfir þrjátíu milljarða fyrir þrjú ár framan á búningum Rauðu djöflanna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. júlí 2024 13:31 Rasmus Höjlund, Alejandro Garnacho og Kobbie Mainoo eru sáttir með nýju treyjuna. Manchester United Enska knattspyrnufélagið Manchester United opinberaði í dag að tæknifyrirtækið Snapdragon yrði framan á búningum félagsins næstu þrjú árin. Hljóðar samningurinn upp á 225 milljónir Bandaríkjadala yfir þrjú ár eða rúmlega 31 milljarði íslenskra króna. Rauðu djöflarnir kynntu Snapdragon til leiks í dag með myndbandi af dýrari gerðinni. Goðsögnin Eric Cantona var fenginn í kynningarmyndbandið þar sem farið var yfir sögu félagsins og tengingu þess við stuðningsfólk sitt. This beautiful game is more than just numbers ⚽️Welcome on board, @Snapdragon 🤝#UnitedBySnapdragon || #ShotOnSnapdragon pic.twitter.com/fP7fz3RsuT— Manchester United (@ManUtd) July 1, 2024 Ekki nóg með það heldur sýndi Sir Alex Ferguson einnig leiklistahæfileika sína í auglýsingunni. Helsti punktur myndbandsins er að það er ekki nafnið aftan á treyjunni sem skiptir öllu máli heldur það sem er framan á henni. Snapdragon er tæknifyrirtæki sem framleiðir örgjörva í síma og önnur snjalltæki. The Athletic hefur kafað ofan í samning Snapdragon og Man United. Samningurinn er til þriggja ára en Snapdragon getur framlengt hann um tvö ár þegar þrjú ár eru liðin. Inside Manchester United's three-year, $225m front-of-shirt deal with Snapdragon:🔺 No penalty if #MUFC don't qualify for #UCL🔺 Brand has option to extend for 2 more years🔺 Charity can feature once per season🔺 Will Old Trafford naming rights follow?📝 @AdamCrafton_— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) July 1, 2024 Samningurinn hljóðar upp á 75 milljónir dala á ári og skiptir engu hvort karlalið félagsins komist í Meistaradeild Evrópu eður ei. Þá vill fyrirtækið bjóða kvennaliði Man United til Bandaríkjanna til að spila við San Diego Wave á Snapdragon-vellinum í Kaliforníu. Karlaliðið spilaði við Wrexham á þeim velli á síðasta ári og mun spila við Real Betis frá Spáni þar í sumar þegar það undirbýr sig fyrir komandi leiktíð í ensku úrvalsdeildinni. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Fleiri fréttir Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Sjá meira
Rauðu djöflarnir kynntu Snapdragon til leiks í dag með myndbandi af dýrari gerðinni. Goðsögnin Eric Cantona var fenginn í kynningarmyndbandið þar sem farið var yfir sögu félagsins og tengingu þess við stuðningsfólk sitt. This beautiful game is more than just numbers ⚽️Welcome on board, @Snapdragon 🤝#UnitedBySnapdragon || #ShotOnSnapdragon pic.twitter.com/fP7fz3RsuT— Manchester United (@ManUtd) July 1, 2024 Ekki nóg með það heldur sýndi Sir Alex Ferguson einnig leiklistahæfileika sína í auglýsingunni. Helsti punktur myndbandsins er að það er ekki nafnið aftan á treyjunni sem skiptir öllu máli heldur það sem er framan á henni. Snapdragon er tæknifyrirtæki sem framleiðir örgjörva í síma og önnur snjalltæki. The Athletic hefur kafað ofan í samning Snapdragon og Man United. Samningurinn er til þriggja ára en Snapdragon getur framlengt hann um tvö ár þegar þrjú ár eru liðin. Inside Manchester United's three-year, $225m front-of-shirt deal with Snapdragon:🔺 No penalty if #MUFC don't qualify for #UCL🔺 Brand has option to extend for 2 more years🔺 Charity can feature once per season🔺 Will Old Trafford naming rights follow?📝 @AdamCrafton_— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) July 1, 2024 Samningurinn hljóðar upp á 75 milljónir dala á ári og skiptir engu hvort karlalið félagsins komist í Meistaradeild Evrópu eður ei. Þá vill fyrirtækið bjóða kvennaliði Man United til Bandaríkjanna til að spila við San Diego Wave á Snapdragon-vellinum í Kaliforníu. Karlaliðið spilaði við Wrexham á þeim velli á síðasta ári og mun spila við Real Betis frá Spáni þar í sumar þegar það undirbýr sig fyrir komandi leiktíð í ensku úrvalsdeildinni.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Fleiri fréttir Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Sjá meira