Sjálfstæðisflokkur og Píratar að miklu leyti til eins Jakob Bjarnar skrifar 1. júlí 2024 13:13 Björn Leví ásamt leiðtogum Sjálfstæðisflokksins, þeim Hildi Sverrisdóttur þingflokksformanni og Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra og formanni flokksins. Björn Leví segir ýmsilegt líkt í stefnu Sjálfstæðisflokksins og hjá Pírötum. Sjálfstæðisflokkurinn er hins vegar annar í orði en á borði, sá er vandinn. vísir/vilhelm Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata gefur ekki mikið fyrir pólítíska greiningu Stefáns Einars Stefánssonar víninnflytjanda og blaðamanns Morgunblaðsins í nýlegum pistili á Facebook. Björn Leví vitnar í tal Stefáns Einars frá í Bítinu í morgun en þar var hann gestur ásamt Andrési Jónssyni markaðsmanni. Þeir fóru vítt og breytt yfir hið pólitíska svið í kjölfar nýrrar könnunar Maskínu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei mælst með minna fylgi og Miðflokkurinn andar ofan í hálsmálið á flokknum. Þeir ræddu stöðu Viðreisnar sem virðist eiga í erfiðleikum með að sækja sér fylgi fyrst Sjálfstæðisflokkurinn er að dala. „Það sama gildi um Pírata sem ættu tæknilega séð að vera að taka meira fylgi af flokkum sem eru óvinsælir núna. Það sé ekki að gerast. Flokkurinn sé ekki hefðbundinn flokkur með skýra forystu og það sé þeim mögulega erfitt. Flokkurinn hafi komið fram sem uppreisnargjarn hópur en að þau séu orðin stækur vinstri hópur sem taki sama fylgi og Sósíalistaflokkurinn og að einhverju leyti Vinstri græn,“ var meðal annars liður í útleggingu Stefáns Einars. Þetta segir Björn Leví klassískt stef um Pírata, gagnrýnin frá hægri er því marki brennt að allir aðrir séu til vinstri á meðan þeir sömu aðilar hafa einmitt verið í meirihluta með vinstrinu á undanförnum árum. Vandinn er undanvillingsháttur Sjálfstæðisflokksins „Píratar eru valddreifingarflokkur sem gerir það að verkum að „forystan“ er auðvitað öðruvísi en í valdaflokkunum. Það er skiljanlegt að valdhyggjufólk skilji þetta ekki og noti þetta sem gagnrýni á neikvæðan hátt,“ segir Björn Leví. Og hann segir Sjálfstæðisflokkinn tilheyra þessu blessaða ráðvillta vinstri. „Svo ég segi það bara mjög skýrt, þá væri mjög margt í grunnstefnu Sjálfstæðisflokksins sem passar mjög vel við grunnstefnu Pírata. Vandinn er bara að núverandi Sjálfstæðisflokkur er bara ekkert að starfa samkvæmt þeirri stefnu sinni og það er ekkert fyrirsjáanlegt að það gerist á næstunni.“ Píratar sjá bara ekki veisluna sem margir upplifa Björn Leví segir þau ekki sjá þetta sjálf, auðvitað auðvitað ekki og allri gagnrýni er mætt með ásökunum um öfund, eða að stæk vinstri stefna sé uppspretta gagnrýninnar – af því að það er auðveldara en að horfa í spegilinn og viðurkenna ruglið sem er í gangi. „Já, það þarf að sinna umhverfismálum. Já það þarf að tækla spillinguna. Já, það þarf að sinna grunninnviðum samfélagsins. En við sjáum víst ekki veisluna, hagvöxtinn og allt það góða sem margir upplifa vissulega. En nei, það má ekki benda á vandamálin. Meðaltölin eru ekki fyrir alla nefnilega,“ segir Björn Leví. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Bítið Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Björn Leví vitnar í tal Stefáns Einars frá í Bítinu í morgun en þar var hann gestur ásamt Andrési Jónssyni markaðsmanni. Þeir fóru vítt og breytt yfir hið pólitíska svið í kjölfar nýrrar könnunar Maskínu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei mælst með minna fylgi og Miðflokkurinn andar ofan í hálsmálið á flokknum. Þeir ræddu stöðu Viðreisnar sem virðist eiga í erfiðleikum með að sækja sér fylgi fyrst Sjálfstæðisflokkurinn er að dala. „Það sama gildi um Pírata sem ættu tæknilega séð að vera að taka meira fylgi af flokkum sem eru óvinsælir núna. Það sé ekki að gerast. Flokkurinn sé ekki hefðbundinn flokkur með skýra forystu og það sé þeim mögulega erfitt. Flokkurinn hafi komið fram sem uppreisnargjarn hópur en að þau séu orðin stækur vinstri hópur sem taki sama fylgi og Sósíalistaflokkurinn og að einhverju leyti Vinstri græn,“ var meðal annars liður í útleggingu Stefáns Einars. Þetta segir Björn Leví klassískt stef um Pírata, gagnrýnin frá hægri er því marki brennt að allir aðrir séu til vinstri á meðan þeir sömu aðilar hafa einmitt verið í meirihluta með vinstrinu á undanförnum árum. Vandinn er undanvillingsháttur Sjálfstæðisflokksins „Píratar eru valddreifingarflokkur sem gerir það að verkum að „forystan“ er auðvitað öðruvísi en í valdaflokkunum. Það er skiljanlegt að valdhyggjufólk skilji þetta ekki og noti þetta sem gagnrýni á neikvæðan hátt,“ segir Björn Leví. Og hann segir Sjálfstæðisflokkinn tilheyra þessu blessaða ráðvillta vinstri. „Svo ég segi það bara mjög skýrt, þá væri mjög margt í grunnstefnu Sjálfstæðisflokksins sem passar mjög vel við grunnstefnu Pírata. Vandinn er bara að núverandi Sjálfstæðisflokkur er bara ekkert að starfa samkvæmt þeirri stefnu sinni og það er ekkert fyrirsjáanlegt að það gerist á næstunni.“ Píratar sjá bara ekki veisluna sem margir upplifa Björn Leví segir þau ekki sjá þetta sjálf, auðvitað auðvitað ekki og allri gagnrýni er mætt með ásökunum um öfund, eða að stæk vinstri stefna sé uppspretta gagnrýninnar – af því að það er auðveldara en að horfa í spegilinn og viðurkenna ruglið sem er í gangi. „Já, það þarf að sinna umhverfismálum. Já það þarf að tækla spillinguna. Já, það þarf að sinna grunninnviðum samfélagsins. En við sjáum víst ekki veisluna, hagvöxtinn og allt það góða sem margir upplifa vissulega. En nei, það má ekki benda á vandamálin. Meðaltölin eru ekki fyrir alla nefnilega,“ segir Björn Leví.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Bítið Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira