Í höndum Macron að koma í veg fyrir stórsigur Le Pen Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. júlí 2024 20:30 Flokkur Le Pen hefur aldrei verið sterkari. getty Franska þjóðfylkingin vann stórsigur í fyrri umferð þingkosninga í gær. Stjórnmálafræðingur segir þetta merki um þróun mála á Vesturlöndum. Íslendingur búsettur í Frakklandi segir það nú í höndum Macron Frakklandsforseta hvort vinstri- og miðflokkar sameinist gegn þjóðfylkingunni. Fyrri umferð þingkosninga fór fram í Frakklandi í gær. Kjörsókn var um 67 prósent og hefur hún ekki verið svona góð síðan 1997, þegar 76 prósent kjósenda mætti á kjörstað. Þjóðfylkingin hlaut 33 prósent atkvæða í fyrri umferð þingkosninga sem fram fór í gær. Flokkurinn hefur aldrei verið sterkari. Bandalag vinstri flokka hlaut 28 prósent atkvæða á meðan miðjuflokkar Emmanuels Macron Frakklandsforseta hlutu 22 prósent. „Vinstri blokkin, henni gengur ágætlega og þar eru venjulegir vinstri menn að uppistöðu. Þó það sé einn minni öfgafyllri vinstri flokkur þar innanborðs þá er það allt annars konar samsetning. Það er flokkur forsetans, Emmanuel Macron, sem geldur afhroð í þessum kosningum,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. Þjóðin tvístruð Þorfinnur Ómarsson, starfsmaður OECD í París, segir borgarbúa hafa strax í gær leitað út á götur til að mótmæla niðurstöðunni en borgin sýni ekki endilega afstöðu landsins í heild. „Þjóðin, má segja, er svolítið tætt og tvístruð. Þetta gæti snúist. Það er enn möguleiki að þau nái ekki meirihluta,“ segir Þorfinnur. Kosningakerfið í Frakklandi er þannig uppbyggt að kosið er um einn frambjóðanda í hverju kjördæmi. Fái enginn frambjóðenda 50 prósent atkvæða eða meira verður að kjósa aftur. Þeir sem halda áfram í aðra umferð eru allir þeir sem fengu 12,5% atvkæða eða meira í fyrri umferðinni. 76 frambjóðendur hlutu hreinan meirihluta í sínu kjördæmi í fyrri umferð. Þannig verður kosið aftur í 501 kjördæmi um næstu helgi. „Það má segja að þetta sé ekki einu sinni hálfleikur. Núna fer öll dýnamíkin í gang sem seinni umferðin felur í sér. Það sem er óvenjulegt, og er afsprengi þess hvað var mikil kjörsókn, kerfið er byggt þannig upp að það er meira svigrúm til að þrír og jafnvel fjórir fari áfram í seinni umferð. Yfirleitt fara bara tveir áfram,“ segir Þorfinnur. Hár hjalli fyrir Þjóðfylkinguna Eftir að tölur voru birtar hvatti Macron eftir að breitt bandalag miðju- og vinstri flokka yrði myndað til að sporna gegn sigri þjóðfylkingarinnar í síðari umferð, sem fer fram næstu helgi. Niðurstaðan verður líklega sú að flokksmenn hans muni draga framboð sitt til baka í flestum kjördæmum, til að auðvelda val kjósenda og tryggja vinstriblokkinni fleiri atkvæði. „Macron hefur ekki lofað þessu, enn sem komið er. Hann hefur bara frest þar til á morgun til að gera svo. Það er spurning hvort hann sé að koma í veg fyrir að þetta gerist. Hann hefur þetta í hendi sér, hann getur enn myndað stórt bandalag gegn Þjóðfylkingunni og komið í veg fyrir að hún nái meirihluta,“ segir Þorfinnur. Eiríkur telur ólíklegt að Þjóðfylkingin nái hreinum meirihluta þegar uppi er staðið. „Hins vegar held ég að hjallinn sé ansi hár fyrir Þjóðfylkinguna, að komast raunverulega til valda. Það er ekkert í hendi með það og í raun sér maður ekki alveg fyrir sér að þeir eigi auðvelt með að ná hreinum meirihluta,“ segir Eiríkur. Macron boðaði til kosninga eftir að hægri flokkar bættu við sig miklu fylgi í Evrópuþingskosningum. Er þetta merki um það einhverja þróun í álfunni? „Já, auðvitað að einhverju leiti og ekki bara í álfunni heldur bendir nú flest til þess að samsvarandi leiðtogi í Bandaríkjunum, Donald Trump, nái aftur völdum þar í landi. Þannig að þetta sýnir okkur þróunina á Vesturlöndum fremur en bara í Evrópu,“ segir Eiríkur. Frakkland Kosningar í Frakklandi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sjá meira
Fyrri umferð þingkosninga fór fram í Frakklandi í gær. Kjörsókn var um 67 prósent og hefur hún ekki verið svona góð síðan 1997, þegar 76 prósent kjósenda mætti á kjörstað. Þjóðfylkingin hlaut 33 prósent atkvæða í fyrri umferð þingkosninga sem fram fór í gær. Flokkurinn hefur aldrei verið sterkari. Bandalag vinstri flokka hlaut 28 prósent atkvæða á meðan miðjuflokkar Emmanuels Macron Frakklandsforseta hlutu 22 prósent. „Vinstri blokkin, henni gengur ágætlega og þar eru venjulegir vinstri menn að uppistöðu. Þó það sé einn minni öfgafyllri vinstri flokkur þar innanborðs þá er það allt annars konar samsetning. Það er flokkur forsetans, Emmanuel Macron, sem geldur afhroð í þessum kosningum,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. Þjóðin tvístruð Þorfinnur Ómarsson, starfsmaður OECD í París, segir borgarbúa hafa strax í gær leitað út á götur til að mótmæla niðurstöðunni en borgin sýni ekki endilega afstöðu landsins í heild. „Þjóðin, má segja, er svolítið tætt og tvístruð. Þetta gæti snúist. Það er enn möguleiki að þau nái ekki meirihluta,“ segir Þorfinnur. Kosningakerfið í Frakklandi er þannig uppbyggt að kosið er um einn frambjóðanda í hverju kjördæmi. Fái enginn frambjóðenda 50 prósent atkvæða eða meira verður að kjósa aftur. Þeir sem halda áfram í aðra umferð eru allir þeir sem fengu 12,5% atvkæða eða meira í fyrri umferðinni. 76 frambjóðendur hlutu hreinan meirihluta í sínu kjördæmi í fyrri umferð. Þannig verður kosið aftur í 501 kjördæmi um næstu helgi. „Það má segja að þetta sé ekki einu sinni hálfleikur. Núna fer öll dýnamíkin í gang sem seinni umferðin felur í sér. Það sem er óvenjulegt, og er afsprengi þess hvað var mikil kjörsókn, kerfið er byggt þannig upp að það er meira svigrúm til að þrír og jafnvel fjórir fari áfram í seinni umferð. Yfirleitt fara bara tveir áfram,“ segir Þorfinnur. Hár hjalli fyrir Þjóðfylkinguna Eftir að tölur voru birtar hvatti Macron eftir að breitt bandalag miðju- og vinstri flokka yrði myndað til að sporna gegn sigri þjóðfylkingarinnar í síðari umferð, sem fer fram næstu helgi. Niðurstaðan verður líklega sú að flokksmenn hans muni draga framboð sitt til baka í flestum kjördæmum, til að auðvelda val kjósenda og tryggja vinstriblokkinni fleiri atkvæði. „Macron hefur ekki lofað þessu, enn sem komið er. Hann hefur bara frest þar til á morgun til að gera svo. Það er spurning hvort hann sé að koma í veg fyrir að þetta gerist. Hann hefur þetta í hendi sér, hann getur enn myndað stórt bandalag gegn Þjóðfylkingunni og komið í veg fyrir að hún nái meirihluta,“ segir Þorfinnur. Eiríkur telur ólíklegt að Þjóðfylkingin nái hreinum meirihluta þegar uppi er staðið. „Hins vegar held ég að hjallinn sé ansi hár fyrir Þjóðfylkinguna, að komast raunverulega til valda. Það er ekkert í hendi með það og í raun sér maður ekki alveg fyrir sér að þeir eigi auðvelt með að ná hreinum meirihluta,“ segir Eiríkur. Macron boðaði til kosninga eftir að hægri flokkar bættu við sig miklu fylgi í Evrópuþingskosningum. Er þetta merki um það einhverja þróun í álfunni? „Já, auðvitað að einhverju leiti og ekki bara í álfunni heldur bendir nú flest til þess að samsvarandi leiðtogi í Bandaríkjunum, Donald Trump, nái aftur völdum þar í landi. Þannig að þetta sýnir okkur þróunina á Vesturlöndum fremur en bara í Evrópu,“ segir Eiríkur.
Frakkland Kosningar í Frakklandi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sjá meira