„Nöturlegt“ ef Barnasáttmálinn grípur ekki Yazan Bjarki Sigurðsson og Heimir Már Pétursson skrifa 2. júlí 2024 15:11 Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra segir nöturlegt ef réttindi barna og barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna grípi ekki fatlaðan ellefu ára dreng sem hefur verið vísað frá landinu. Brottvísun drengsins hefur verið frestað fram yfir verslunarmannahelgi og lögmaður fjölskyldu hans hefur óskað eftir endurupptöku á máli hans. Fyrir tveimur vikum vísaði kærunefnd útlendingamála máli hins ellefu ára Yazan Tamimi og fjölskyldu hans frá. Yazan er með Duchenne-vöðvarýrnunarsjúkdóminn og getur ekki gengið vegna þess. Smám saman rýrna allir meginvöðvar líkama Yazans. Þá slaknar verulega á hjartavöðvanum með tímanum. Brottvísuninni hefur verið frestað þar til eftir Verslunarmannahelgi en ekki er vitað nákvæmlega hvenær hún mun eiga sér stað. Þó heldur fjölskyldan og lögmaður þeirra, Albert Björn Lúðvígsson, enn í vonina og hafa óskað eftir því að kærunefndin taki mál þeirra til skoðunar á ný. Ásmundur Einar segir barnamálaráðuneytið ekki hafa neinar upplýsingar eða gögn um mál Yazans og að það hafi ekki heimild til þess að hlutast til um þau. „En það er gríðarlega mikilvægt að öll stjórnvöld, sama hvort það eru útlendingayfirvöld eða aðrir, fari að Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og þeim réttindum og skyldum sem við höfum sett fram að við ætlum okkar að standa gagnvart börnum og það á við um öll börn. Í þessu tilfelli, þá treysti ég því að það hafi verið unnið ítarlegt hagsmunamat á hagsmunum þessa drengs þar sem hans hagsmunir voru skoðaðir en ekki skilvirkni kerfisins eða staða fjölskyldunnar í heild sinni,“ segir Ásmundur. Það sé gríðarlega mikilvægt að komi til flutnings hans úr landi sé fulltryggt að hann ógni ekki heilsu hans og að honum sé tryggð sú þjónusta sem hann þarf á að halda í móttökulandinu, sem í þessu tilviki er Spánn. „Annað væri ekki hluti af þeim skyldum og réttindum sem okkur ber gagnvart börnum í þessari viðkvæmu stöðu,“ segir Ásmundur. Það þurfi að skoða hvort unnið hafi verið eftir Barnasáttmálanum í máli Yazans. „Mér fyndist nöturlegt ef niðurstaðan yrði sú að Barnasáttmállinn og réttindi barna myndu ekki grípa þetta barn. En ég vonast auðvitað til þess að það geti gerst. Hagsmunamat í málefnum barna á að vera einstaklingsmiðað og ég verð að treysta því að það hafi verið unnið með þeim hætti og það sé líka verið að vinna með þeim hætti núna í framhaldi málsins,“ segir Ásmundur. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segist ekki get tjáð sig um einstaka mál en ráðuneyti hennar fer með útlendingamálin. Hún væntir þess að þær stofnanir sem tóku málið fyrir hafi gert það vel. „Nú er það þannig að það er búið að taka mál þessa einstaklings fyrir á tveimur stjórnsýslustigum og þar er komin niðurstaða. Ég get ekki tjáð mig frekar um það. Málsmeðferð átti sér stað hjá Útlendingastofnun og kærunefnd. Þar er komin niðurstaða,“ segir Guðrún. Palestína Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Börn og uppeldi Flóttafólk á Íslandi Mál Yazans Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Fyrir tveimur vikum vísaði kærunefnd útlendingamála máli hins ellefu ára Yazan Tamimi og fjölskyldu hans frá. Yazan er með Duchenne-vöðvarýrnunarsjúkdóminn og getur ekki gengið vegna þess. Smám saman rýrna allir meginvöðvar líkama Yazans. Þá slaknar verulega á hjartavöðvanum með tímanum. Brottvísuninni hefur verið frestað þar til eftir Verslunarmannahelgi en ekki er vitað nákvæmlega hvenær hún mun eiga sér stað. Þó heldur fjölskyldan og lögmaður þeirra, Albert Björn Lúðvígsson, enn í vonina og hafa óskað eftir því að kærunefndin taki mál þeirra til skoðunar á ný. Ásmundur Einar segir barnamálaráðuneytið ekki hafa neinar upplýsingar eða gögn um mál Yazans og að það hafi ekki heimild til þess að hlutast til um þau. „En það er gríðarlega mikilvægt að öll stjórnvöld, sama hvort það eru útlendingayfirvöld eða aðrir, fari að Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og þeim réttindum og skyldum sem við höfum sett fram að við ætlum okkar að standa gagnvart börnum og það á við um öll börn. Í þessu tilfelli, þá treysti ég því að það hafi verið unnið ítarlegt hagsmunamat á hagsmunum þessa drengs þar sem hans hagsmunir voru skoðaðir en ekki skilvirkni kerfisins eða staða fjölskyldunnar í heild sinni,“ segir Ásmundur. Það sé gríðarlega mikilvægt að komi til flutnings hans úr landi sé fulltryggt að hann ógni ekki heilsu hans og að honum sé tryggð sú þjónusta sem hann þarf á að halda í móttökulandinu, sem í þessu tilviki er Spánn. „Annað væri ekki hluti af þeim skyldum og réttindum sem okkur ber gagnvart börnum í þessari viðkvæmu stöðu,“ segir Ásmundur. Það þurfi að skoða hvort unnið hafi verið eftir Barnasáttmálanum í máli Yazans. „Mér fyndist nöturlegt ef niðurstaðan yrði sú að Barnasáttmállinn og réttindi barna myndu ekki grípa þetta barn. En ég vonast auðvitað til þess að það geti gerst. Hagsmunamat í málefnum barna á að vera einstaklingsmiðað og ég verð að treysta því að það hafi verið unnið með þeim hætti og það sé líka verið að vinna með þeim hætti núna í framhaldi málsins,“ segir Ásmundur. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segist ekki get tjáð sig um einstaka mál en ráðuneyti hennar fer með útlendingamálin. Hún væntir þess að þær stofnanir sem tóku málið fyrir hafi gert það vel. „Nú er það þannig að það er búið að taka mál þessa einstaklings fyrir á tveimur stjórnsýslustigum og þar er komin niðurstaða. Ég get ekki tjáð mig frekar um það. Málsmeðferð átti sér stað hjá Útlendingastofnun og kærunefnd. Þar er komin niðurstaða,“ segir Guðrún.
Palestína Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Börn og uppeldi Flóttafólk á Íslandi Mál Yazans Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira