Hátt reitt til höggs Hjálmar Jónsson skrifar 2. júlí 2024 15:52 Það kemur mér ekki á óvart að núverandi stjórn Blaðamannafélags Íslands hafi ákveðið að kæra mig ekki fyrir brot í starfi framkvæmdastjóra félagsins, eins og fram kemur í tilkynningu hennar til félagsmanna. Það stafar einfaldlega af því að það hafa aldrei verið efni til þess að einu eða neinu leyti. Þvert á móti þjónaði ég félaginu af einstakri trúmennsku, þó ég segi sjálfur frá, öll þau 35 ár sem ég kom að trúnaðastörfum fyrir félagið, með einum eða öðrum hætti. Hagur félagsins hefur blómgast með einstökum hætti á þessum tíma, ekki síst síðustu rúm 20 árin sem ég var framkvæmdastjóri félagsins. Ef efni máls væru með þeim hætti sem látið er liggja að í bréfi stjórnarinnar til félagsmanna, hvers vegna er þá ekki sagt amen eftir efninu og þessari ólánsför framhaldið? Skildi það vera vegna þess að þá myndi fátækt þessa málatilbúnaðar alls opinberast? Athugun á bókhaldi félagsins síðstliðin tíu ár skilar engu þegar upp er staðið, það er staðreynd málsins. Öllum atriðum hefur verið svarað með fullnægjandi hætti, þó reynt sé að láta það líta öðru vísi út til að réttlæta þann fjáraustur sem þessi aðför að æru minni hefur kostað. Fjallið tók jóðsótt og það fæddist mús! Staðreyndir málsins eru þessar. Ég stóð vörð um orðstír félagsins, eins og mér bar sem framkvæmdastjóri og fyrrum formaður félagsins. Ástæðan fyrir þessari aðför að æru minni er að ég var afdráttarlaus um það að núverandi formaður félagsins er ekki hæfur til þess að veita félaginu forystu vegna frétta af skattamálum hennar, sem ekki hafa verið skýrð með fullnægjandi hætti. Blaðamenn í félaginu og í landinu þurfa að horfast í augu við það. Blaðamannafélagið er nú þegar á óheillabraut. Þar er sóað peningum í vitleysu, eins og vitundaherferð um blaðamennsku, á sama tíma og réttindi félagsmanna eru skert. Ætli það séu ekki núna 2 til 3 manneskjurnar sem eru að sinna því starfi sem ég sinnti einn í 20 ár og gera það mun verr en ég gerði. Ótrúlegt en því miður satt. Lítið félag eins og Blaðamannafélag Íslands þolir ekki slíka ráðstöfun fjármuna til langframa. Höfundur er fyrrum framkvæmdastjóri BÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Jónsson Fjölmiðlar Tengdar fréttir Stjórnin kærir Hjálmar ekki en telur hann þó sekan Stjórn Blaðamannafélags Íslands tók einróma ákvörðun á stjórnarfundi 21. júní um að leggja ekki fram kæru til lögreglu vegna háttsemi Hjálmars Jónssonar, fyrrverandi formanns og framkvæmdastjóra félagins, þrátt fyrir niðurstöðu lögfræðiálits Logos þar sem fram kemur að háttsemin hafi verið verulega ámælisverð og jafnvel refsiverð. 2. júlí 2024 12:11 Furðar sig á ávirðingum vegna kaupa á vínarbrauði Fyrrverandi formaður og framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands fer hörðum orðum um úttekt endurskoðunarfyrirtækis á reikningum félagsins í stjórnartíð hans. Hann furðar sig meðal annars á ávirðingum fyrir að hafa ekki fengið leyfi fyrir vínarbrauðskaupum fyrir eldri félagsmenn. 23. apríl 2024 12:04 Framkvæmdastjórinn sagður hafa greitt sjálfum sér án heimildar Fyrrverandi framkvæmdastjóri og formaður Blaðamannafélags Íslands (BÍ) er sagður hafa greitt sjálfum sér milljónir í fyrirframgreidd laun og stofnað til annarra útgjalda án heimildar í úttekt sem endurskoðunarfyrirtæki gerði á bókhaldi félagsins. 19. apríl 2024 18:32 Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Sjá meira
Það kemur mér ekki á óvart að núverandi stjórn Blaðamannafélags Íslands hafi ákveðið að kæra mig ekki fyrir brot í starfi framkvæmdastjóra félagsins, eins og fram kemur í tilkynningu hennar til félagsmanna. Það stafar einfaldlega af því að það hafa aldrei verið efni til þess að einu eða neinu leyti. Þvert á móti þjónaði ég félaginu af einstakri trúmennsku, þó ég segi sjálfur frá, öll þau 35 ár sem ég kom að trúnaðastörfum fyrir félagið, með einum eða öðrum hætti. Hagur félagsins hefur blómgast með einstökum hætti á þessum tíma, ekki síst síðustu rúm 20 árin sem ég var framkvæmdastjóri félagsins. Ef efni máls væru með þeim hætti sem látið er liggja að í bréfi stjórnarinnar til félagsmanna, hvers vegna er þá ekki sagt amen eftir efninu og þessari ólánsför framhaldið? Skildi það vera vegna þess að þá myndi fátækt þessa málatilbúnaðar alls opinberast? Athugun á bókhaldi félagsins síðstliðin tíu ár skilar engu þegar upp er staðið, það er staðreynd málsins. Öllum atriðum hefur verið svarað með fullnægjandi hætti, þó reynt sé að láta það líta öðru vísi út til að réttlæta þann fjáraustur sem þessi aðför að æru minni hefur kostað. Fjallið tók jóðsótt og það fæddist mús! Staðreyndir málsins eru þessar. Ég stóð vörð um orðstír félagsins, eins og mér bar sem framkvæmdastjóri og fyrrum formaður félagsins. Ástæðan fyrir þessari aðför að æru minni er að ég var afdráttarlaus um það að núverandi formaður félagsins er ekki hæfur til þess að veita félaginu forystu vegna frétta af skattamálum hennar, sem ekki hafa verið skýrð með fullnægjandi hætti. Blaðamenn í félaginu og í landinu þurfa að horfast í augu við það. Blaðamannafélagið er nú þegar á óheillabraut. Þar er sóað peningum í vitleysu, eins og vitundaherferð um blaðamennsku, á sama tíma og réttindi félagsmanna eru skert. Ætli það séu ekki núna 2 til 3 manneskjurnar sem eru að sinna því starfi sem ég sinnti einn í 20 ár og gera það mun verr en ég gerði. Ótrúlegt en því miður satt. Lítið félag eins og Blaðamannafélag Íslands þolir ekki slíka ráðstöfun fjármuna til langframa. Höfundur er fyrrum framkvæmdastjóri BÍ.
Stjórnin kærir Hjálmar ekki en telur hann þó sekan Stjórn Blaðamannafélags Íslands tók einróma ákvörðun á stjórnarfundi 21. júní um að leggja ekki fram kæru til lögreglu vegna háttsemi Hjálmars Jónssonar, fyrrverandi formanns og framkvæmdastjóra félagins, þrátt fyrir niðurstöðu lögfræðiálits Logos þar sem fram kemur að háttsemin hafi verið verulega ámælisverð og jafnvel refsiverð. 2. júlí 2024 12:11
Furðar sig á ávirðingum vegna kaupa á vínarbrauði Fyrrverandi formaður og framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands fer hörðum orðum um úttekt endurskoðunarfyrirtækis á reikningum félagsins í stjórnartíð hans. Hann furðar sig meðal annars á ávirðingum fyrir að hafa ekki fengið leyfi fyrir vínarbrauðskaupum fyrir eldri félagsmenn. 23. apríl 2024 12:04
Framkvæmdastjórinn sagður hafa greitt sjálfum sér án heimildar Fyrrverandi framkvæmdastjóri og formaður Blaðamannafélags Íslands (BÍ) er sagður hafa greitt sjálfum sér milljónir í fyrirframgreidd laun og stofnað til annarra útgjalda án heimildar í úttekt sem endurskoðunarfyrirtæki gerði á bókhaldi félagsins. 19. apríl 2024 18:32
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun