Enginn íslenskur frjálsíþróttamaður gerði nóg til að komast á ÓL í París Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júlí 2024 17:13 Erna Sóley Gunnarsdóttir var næsti því að vera með 32 efstu í sinni grein. Getty/Dean Mouhtaropoulos Eigi Ísland að eiga keppendur í frjálsum íþróttum á Ólympíuleikunum í París þá þarf Ísland að fá sérstakt boðsæti eða að einhverjar þjóðir að afþakki sæti sín vegna meiðsla eða annarra hluta. Árangur íslenska frjálsíþróttafólksins var ekki nógu góður til að fá farseðil á leikana í ár. Ísland hefur átt keppenda í frjálsum íþróttum á öllum Ólympíuleikum frá og með árinu 1912 og þetta yrðu því sögulegir Ólympíuleikar verði enginn Íslendingur meðal keppenda. Staðan er þessi vegna þess að enginn Íslendingur náði að vera nógu ofarlega á stigalista Alþjóða frjálsíþróttasambandsins til að fá beint sæti í keppni leikanna. Ríkissjónvarpið segir frá þessu á vef sínum. Fimm íslenskir kastarar áttu raunhæfa möguleika á því að enda meðal 32 efstu í sinni grein á stigalistanum en eftir að lokalistinn var uppfærður þá kom í ljós að ekkert þeirra náði því. Kúluvarparinn Erna Sóley Gunnarsdóttir var efst Íslendinga en hún er í 34. sæti eftir Íslandsmetið sitt um síðustu helgi. Hún var því bara tveimur sætum frá Ólympíusætinu. Erna Sóley bætti eigið Íslandsmet með kasti upp á 17,91 metra. Sleggjukastarinn Elísabet Rut Rúnarsdóttir endaði í 36. sæti, sleggjukastarinn Hilmar Örn Jónsson í 37. sæti, spjótkastarinn Sindri Hrafn Guðmundsson í 37. sæti og kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason var í 38. sæti á listanum. Íslendingarnir voru því tveimur til sex sætum frá því að komast beint inn á leikana. Það er enn smá von um að sæti detti inn. Ólympíunefndir allra þjóða þurfa núna að samþykkja eða hafna sæti síns fólks inn á leikana. Von íslenska frjálsíþróttafólksins er því að einhverjir keppendur fyrir ofan þau á stigalistanum afþakki boðið vegna meiðsla eða annarra hluta. Það gæti einnig farið svo að Ísland fái boðsæti til að vera með að minnsta kosti einn keppenda á leikunum. Frjálsar íþróttir Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Árangur íslenska frjálsíþróttafólksins var ekki nógu góður til að fá farseðil á leikana í ár. Ísland hefur átt keppenda í frjálsum íþróttum á öllum Ólympíuleikum frá og með árinu 1912 og þetta yrðu því sögulegir Ólympíuleikar verði enginn Íslendingur meðal keppenda. Staðan er þessi vegna þess að enginn Íslendingur náði að vera nógu ofarlega á stigalista Alþjóða frjálsíþróttasambandsins til að fá beint sæti í keppni leikanna. Ríkissjónvarpið segir frá þessu á vef sínum. Fimm íslenskir kastarar áttu raunhæfa möguleika á því að enda meðal 32 efstu í sinni grein á stigalistanum en eftir að lokalistinn var uppfærður þá kom í ljós að ekkert þeirra náði því. Kúluvarparinn Erna Sóley Gunnarsdóttir var efst Íslendinga en hún er í 34. sæti eftir Íslandsmetið sitt um síðustu helgi. Hún var því bara tveimur sætum frá Ólympíusætinu. Erna Sóley bætti eigið Íslandsmet með kasti upp á 17,91 metra. Sleggjukastarinn Elísabet Rut Rúnarsdóttir endaði í 36. sæti, sleggjukastarinn Hilmar Örn Jónsson í 37. sæti, spjótkastarinn Sindri Hrafn Guðmundsson í 37. sæti og kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason var í 38. sæti á listanum. Íslendingarnir voru því tveimur til sex sætum frá því að komast beint inn á leikana. Það er enn smá von um að sæti detti inn. Ólympíunefndir allra þjóða þurfa núna að samþykkja eða hafna sæti síns fólks inn á leikana. Von íslenska frjálsíþróttafólksins er því að einhverjir keppendur fyrir ofan þau á stigalistanum afþakki boðið vegna meiðsla eða annarra hluta. Það gæti einnig farið svo að Ísland fái boðsæti til að vera með að minnsta kosti einn keppenda á leikunum.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira