Tveir leikir í Bestu deild kvenna verða sýndir beint en umferðin hófst með þremur leikjum í gær. Leikur Vals og Þróttar verður sýndur á Stöð 2 Sport en liðin mættust í undanúrslitaleik bikarsins um síðustu helgi. Valur vann þá en Þróttarar fá tækifæri til að hefna aðeins nokkrum dögum síðar.
Hinn leikurinn er á milli Þór/KA og FH sem verður sýndur á Stöð 2 Sport 5. Þór/KA datt út úr bikarnum um helgina en FH-liðið er næst á eftir þeim í töflunni.
Bestu mörkin fara síðan í loftið klukkan 21.10 en þar munu Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar hennar gera upp þessa elleftu umferð.
Það verður líka golf sýnt í beinni í dag en þá verður fylgst með keppni á Aramco Team Series mótinu á LET mótaröð kvenna.
Hér fyrir neðan má annars sjá yfirlit yfir beinar útsendingar dagsins á sportstöðvum Stöðvar 2 og Vodafone.
Stöð 2 Sport
17:50 – Valur - Þróttur í Bestu deild kvenna
21:50 – Bestu mörkin með Helenu Ólafsdóttur
Stöð 2 Sport 5
17:50 – Þór/KA - FH í Bestu deild kvenna
Vodafone Sport
13:00 – Aramco Team Series á LET mótaröðinni