„Hún er besti fótboltakona allra tíma og gefur liðinu mikinn kraft. Hún er að spila vel og á skilið að vera á listanum,“ sagði Arthur Elias, þjálfari Brasilíu þegar landsliðshópurinn var kynntur í gær.
Marta leikur með Orlando City í NWSL deildinni Bandaríkjunum og er kominn fram yfir sitt besta. Hún er gangandi goðsögn á vellinum, hefur sex sinnum verið valin besta knattspyrnukona heims, tekið þátt á sex heimsmeistaramótum og er markahæsti leikmaður HM bæði karla og kvenna megin með 17 mörk í 23 leikjum, þrátt fyrir að hafa aldrei unnið keppnina.
Hún hefur tvívegis leikið til úrslita á ÓL, í Aþenu 2004 og Beijing 2008 en tapað gegn Bandaríkjunum í bæði skipti.
Marta tilkynnti það í apríl að hún ætlaði að hætta landsliðsstörfum en hefur greinilega skipt um skoðun og ákveðið að freista þess að vinna gullið í sumar.
Prazer, @JogosOlimpicos! Estamos prontas. Chegou a hora. Mais um capítulo da nossa história sendo escrito.
— Seleção Feminina de Futebol (@SelecaoFeminina) July 2, 2024
Com vocês, o elenco de atletas que irão representar com muito orgulho a #SeleçãoFeminina! 🇧🇷 pic.twitter.com/YS3RPhLDyR
Landsliðshópur Brasilíu
Markmenn: Lorena (Gremio), Taina (America Mineiro), Luciana (Ferroviaria)
Varnarmenn: Tarciane (Houston Dash), Rafaelle (Orlando Pride), Thais Ferreira (UD Tenerife), Yasmim (Corinthians), Tamires (Corinthians), Antonia (Levante), Lauren (Kansas City Current)
Miðjumenn: Duda Sampaio (Corinthians), Vitoria Yaya (Corinthians), Ana Vitoria (Atletico Madrid), Angelina (Orlando Pride)
Framherjar: Ludmila (Atletico Madrid), Marta (Orlando Pride), Jheniffer (Corinthians), Gabi Nunes (Levante), Kerolin (North Carolina Courage), Adriana (Orlando Pride), Gabi Porthilo (Corinthians), Priscila (Internacional)