Íslendingar mættu stundum hugsa sinn gang Aron Guðmundsson skrifar 3. júlí 2024 09:31 Guðmundur Guðmundsson er í dag þjálfari danska úrvalsdeildarfélagsins Fredericia Vísir/Vilhelm Enn þann dag í dag er Guðmundi Guðmundssyni þakkað fyrir Ólympíugullið sem hann vann með danska landsliðinu í handbolta árið 2016. Hann segir Íslendinga hins vegar, marga hverja, fljóta að gleyma. Guðmundur er nú þjálfari danska úrvalsdeildarfélagsins Fredericia, starf sem markaði á sínum tíma endurkomu hans til Danmerkur en áður hafði Guðmundur gert góða hluti sem landsliðsþjálfari danska karlalandsliðsins og meðal annars gert liðið að Ólympíumeisturum árið 2016. Árangur sem varð til þess að Guðmundur var sæmdur riddarakrossi dönsku Dannebrogsorðunnar. En eins og áður hefur verið greint frá þá gustaði einnig um Íslendinginn í starfi. Ýmislegt gekk á en Guðmundur hefur alltaf fundið fyrir þakklæti í sinn garð fyrir starf sitt með danska landsliðið. Það hlýtur að vera sætt fyrir þig að geta snúið aftur til Danmerkur og stimplað þig inn með þessum hætti á nýjan leik og með því minnt rækilega á þig? „Já það er alveg rétt metið. Hins vegar er það þannig að allan þann tíma sem ég hef starfað í Danmörku hafa Danir tekið mér mjög vel. Enn þann dag í dag er verið að þakka mér fyrir ólympíugullið 2016. Það gerist alls staðar og hvergi. Það getur gerst í miðborg Kaupmannahafnar eða á einhverjum veitingastað eða hvar sem er. Mér hefur oft hlýnað um hjartaræturnar að þeir hafa ekki gleymt því. Hinn almenni Dani hefur alltaf stutt mig og einhvern veginn verið jákvæður í minn garð.“ „Núna er ég kominn til baka og ég skal játa það, því ég hef alltaf verið mjög metnaðarfullur þjálfari, að það er mjög góð tilfinning fyrir mig að sýna mig og sanna. Aftur. Ég skal ekkert leyna því að ég vildi gera vel. Þannig hef ég svo sem alltaf verið. En þetta hefur verið mjög ánægjulegt fyrir mig. Mér finnst líka gott að starfa þarna því mér er sýnd mikil virðing og þá hef ég fengið mikið traust. Það er frábært að starfa við slíkar aðstæður.“ Þú nefnir það sérstaklega að þér sé sýnd mikil virðing. Fannst þér það skorta á einhverjum öðrum stöðum sem þú hefur starfað á? „Já ég myndi segja það. Ég held að Íslendingar mættu stundum hugsa sinn gang með því að gleyma ekki því sem menn hafa gert áður. Það er ríkara í sumum löndum, finnst mér, að menn eru ekki eins fljótir að gleyma og Íslendingar.“ Danski handboltinn Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Sjá meira
Guðmundur er nú þjálfari danska úrvalsdeildarfélagsins Fredericia, starf sem markaði á sínum tíma endurkomu hans til Danmerkur en áður hafði Guðmundur gert góða hluti sem landsliðsþjálfari danska karlalandsliðsins og meðal annars gert liðið að Ólympíumeisturum árið 2016. Árangur sem varð til þess að Guðmundur var sæmdur riddarakrossi dönsku Dannebrogsorðunnar. En eins og áður hefur verið greint frá þá gustaði einnig um Íslendinginn í starfi. Ýmislegt gekk á en Guðmundur hefur alltaf fundið fyrir þakklæti í sinn garð fyrir starf sitt með danska landsliðið. Það hlýtur að vera sætt fyrir þig að geta snúið aftur til Danmerkur og stimplað þig inn með þessum hætti á nýjan leik og með því minnt rækilega á þig? „Já það er alveg rétt metið. Hins vegar er það þannig að allan þann tíma sem ég hef starfað í Danmörku hafa Danir tekið mér mjög vel. Enn þann dag í dag er verið að þakka mér fyrir ólympíugullið 2016. Það gerist alls staðar og hvergi. Það getur gerst í miðborg Kaupmannahafnar eða á einhverjum veitingastað eða hvar sem er. Mér hefur oft hlýnað um hjartaræturnar að þeir hafa ekki gleymt því. Hinn almenni Dani hefur alltaf stutt mig og einhvern veginn verið jákvæður í minn garð.“ „Núna er ég kominn til baka og ég skal játa það, því ég hef alltaf verið mjög metnaðarfullur þjálfari, að það er mjög góð tilfinning fyrir mig að sýna mig og sanna. Aftur. Ég skal ekkert leyna því að ég vildi gera vel. Þannig hef ég svo sem alltaf verið. En þetta hefur verið mjög ánægjulegt fyrir mig. Mér finnst líka gott að starfa þarna því mér er sýnd mikil virðing og þá hef ég fengið mikið traust. Það er frábært að starfa við slíkar aðstæður.“ Þú nefnir það sérstaklega að þér sé sýnd mikil virðing. Fannst þér það skorta á einhverjum öðrum stöðum sem þú hefur starfað á? „Já ég myndi segja það. Ég held að Íslendingar mættu stundum hugsa sinn gang með því að gleyma ekki því sem menn hafa gert áður. Það er ríkara í sumum löndum, finnst mér, að menn eru ekki eins fljótir að gleyma og Íslendingar.“
Danski handboltinn Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Sjá meira