Sjómenn „arfavitlausir“ og Lilja biður Stefán um frest Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. júlí 2024 11:42 Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambands Íslands og Lilja Alfreðsdóttir, ráðherra menningarmála. Vísir/vilhelm Sjómenn sem nú eru sambandslausir út á miðum eftir að RÚV hætti útsendingum gegnum gervihnött um mánaðamótin eru arfavitlausir vegna málsins, að sögn formanns Sjómannasambandsins. Ekkert samráð hafi verið haft við sjómenn. Menningarmálaráðherra hefur óskað eftir því við útvarpsstjóra að útsendingum verði haldið áfram til áramóta. Útsendingum Ríkisútvarpsins gegnum gervihnött var hætt 1. júlí. Ákvörðunin hefur legið fyrir í um ár - en kom samt sem áður flatt upp á sjómenn að sögn Valmundar Valmundssonar, formanns Sjómannasambands Íslands. „Það eru mörg skip núna sem eru úti á djúpveiðum, veiða langt í burtu, sem hafa treyst á þessa þjónustu, að horfa á sjónvarp og hlusta á útvarp í gegnum RÚV. Nú er það ekki hægt lengur, sum þeirra eru bara algjörlega sambandslaus,“ segir Valmundur. „Þeir sem eru sambandslausir í þessum málum eru náttúrulega arfavitlausir og brjálaðir, því það sem styttir mönnum stundir í löngum túrum er að geta horft á sjónvarp. Ég tala nú ekki um núna þegar Evrópukeppnin í fótbolta er í gangi.“ Menn hafi kannski sofnað á verðinum Valmundur segir RÚV bera fyrir sig að útsendingarnar séu ekki lögbundin skylda. Það fellst Sjómannasambandið ekki á. Þá gefur Valmundur lítið fyrir þau rök að þjónustan sé dýr og þjóni mjög fáum. Um 1500 sjómenn, sem sannarlega borgi sinn nefskatt, nái nú ekki útsendingum. Inntur eftir því hvort þeir sem geri skipin út beri ekki einnig ábyrgð á því að koma upp viðeigandi búnaði viðurkennir Valmundur að svo sé. „Kannski hafa menn sofið á verðinum, ég skal alveg viðurkenna það. Ég áttaði mig ekki á þessu. Það hefur áður verið settur fyrirvari, þegar menn ætluðu að hætta þessu áður, en það er ekki núna.“ En hreyfing er nú komin á málið. Eftir að Valmundur vakti athygli á stöðunni á Facebook í gær höfðu ráðherrar samband við hann. „Það er mikill vilji til þess að leiðrétta þetta. Því stjórnmálamennirnir gerðu sér ekki grein fyrir því að þetta væri horfið. Þannig að það er verið að vinna í því að koma þessum tengingum aftur á í gegnum gervihnött með utsendingum RÚV og ég ætla að vona að þetta verði komið næstu daga,“ segir Valmundur. Lilja Alfreðsdóttir, ráðherra menningarmála sem RÚV heyrir undir, hefur óskað eftir því við útvarpsstjóra að gildistöku breytinganna verði frestað til áramóta þar til fyrir liggur hvaða fiskiskip eigi eftir að innleiða nýja tækni, samkvæmt svari aðstoðarmanns hennar við fyrirspurn fréttastofu. Ekki náðist í Stefán Eiríksson útvarpsstjóra við vinnslu fréttarinnar. Ríkisútvarpið Sjávarútvegur Fjölmiðlar Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Minni fjölgun erlendra ríkisborgara en síðustu ár Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur Sjá meira
Útsendingum Ríkisútvarpsins gegnum gervihnött var hætt 1. júlí. Ákvörðunin hefur legið fyrir í um ár - en kom samt sem áður flatt upp á sjómenn að sögn Valmundar Valmundssonar, formanns Sjómannasambands Íslands. „Það eru mörg skip núna sem eru úti á djúpveiðum, veiða langt í burtu, sem hafa treyst á þessa þjónustu, að horfa á sjónvarp og hlusta á útvarp í gegnum RÚV. Nú er það ekki hægt lengur, sum þeirra eru bara algjörlega sambandslaus,“ segir Valmundur. „Þeir sem eru sambandslausir í þessum málum eru náttúrulega arfavitlausir og brjálaðir, því það sem styttir mönnum stundir í löngum túrum er að geta horft á sjónvarp. Ég tala nú ekki um núna þegar Evrópukeppnin í fótbolta er í gangi.“ Menn hafi kannski sofnað á verðinum Valmundur segir RÚV bera fyrir sig að útsendingarnar séu ekki lögbundin skylda. Það fellst Sjómannasambandið ekki á. Þá gefur Valmundur lítið fyrir þau rök að þjónustan sé dýr og þjóni mjög fáum. Um 1500 sjómenn, sem sannarlega borgi sinn nefskatt, nái nú ekki útsendingum. Inntur eftir því hvort þeir sem geri skipin út beri ekki einnig ábyrgð á því að koma upp viðeigandi búnaði viðurkennir Valmundur að svo sé. „Kannski hafa menn sofið á verðinum, ég skal alveg viðurkenna það. Ég áttaði mig ekki á þessu. Það hefur áður verið settur fyrirvari, þegar menn ætluðu að hætta þessu áður, en það er ekki núna.“ En hreyfing er nú komin á málið. Eftir að Valmundur vakti athygli á stöðunni á Facebook í gær höfðu ráðherrar samband við hann. „Það er mikill vilji til þess að leiðrétta þetta. Því stjórnmálamennirnir gerðu sér ekki grein fyrir því að þetta væri horfið. Þannig að það er verið að vinna í því að koma þessum tengingum aftur á í gegnum gervihnött með utsendingum RÚV og ég ætla að vona að þetta verði komið næstu daga,“ segir Valmundur. Lilja Alfreðsdóttir, ráðherra menningarmála sem RÚV heyrir undir, hefur óskað eftir því við útvarpsstjóra að gildistöku breytinganna verði frestað til áramóta þar til fyrir liggur hvaða fiskiskip eigi eftir að innleiða nýja tækni, samkvæmt svari aðstoðarmanns hennar við fyrirspurn fréttastofu. Ekki náðist í Stefán Eiríksson útvarpsstjóra við vinnslu fréttarinnar.
Ríkisútvarpið Sjávarútvegur Fjölmiðlar Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Minni fjölgun erlendra ríkisborgara en síðustu ár Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur Sjá meira