Greint var frá eftirförinni á Vísi í gær, en Vísir hefur nú fleiri myndbönd af eftirförinni undir höndum. Hér má sjá þegar mennirnir missa stjórn á skapi sínu og ráðast að bílum úti á Granda, og þegar lögreglan loks nær þeim á Seltjarnarnesinu.
Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að mennirnir eigi mikla brotasögu. Fólk hafi verið að reyna eiga við þá samskipti þegar þeir misstu stjórn á skapi sínu og fóru að skemma bíla á svæðinu.