Gremja vegna golfbíla á meistaramóti Jakob Bjarnar skrifar 4. júlí 2024 11:04 Oddur Steinarsson læknir furðar sig á því sem honum sýnist óbilgirni af hálfu GKG, sem krefst vottorðs vegna golfbíla en Úlfar Jónsson segir að svona sé golfið og það verði að gæta jafnræði með kylfingum. vísir/anton/læknablaðið Oddur Steinarsson læknir er sérdeilis hlessa á mótstjórn GKG sem vill skriflegt vottorð frá manni sem telur sig þurfa að vera á golfbíl í komandi meistaramóti. Úlfar Jónsson segir að svona sé íþróttin – gæta verði jafnræðis með kylfingum. Þá eru læknar hugsi yfir sífelldri vottorðaskriffinsku. Oddur, sem er yfir heilsugæslunni á Kirkjusandi og varaformaður Læknafélagsins, vekur athygli á því á Facebook-síðu sinni að góður vinur hans, sem er með slæma slitgigt í hnjám, fái ekki að taka þátt í meistaramóti GKG nema skila inn læknisvottorði! Úlfar Jónsson, sem er yfir golfmálum hjá GKG segir golfbíla veita forskot og þeir verði að fá þetta skriflegt. Á að senda fólk á Læknavaktina vegna golfbíls? „Hann hringdi í mig áðan þar sem hann nær hvorki í sinn bæklunarlækni né heimilislækni! Oddur Steinarsson læknir furðar sig á þessari kröfu GKG, að heimta skriflegt vottorð af mönnum sem telja sig þurfa að nota golfbíl í meistaramóti.læknablaðið Mér fannst þetta nú fáránlegt, á að fara að senda fólk til dæmis á Læknavaktina vegna þessa?“ segir Oddur og helst á honum að skilja að honum þyki þetta fyrir neðan allar hellur, þessi krafa sem mótstjórn setur fram. Oddur hringdi því í mótsstjórann og taldi eftir það samtal væri málinu lokið. En miðað við svör sem maðurinn fékk frá Úlfari Jónssyni, sem er yfir golfmálum hjá GKG, er svo hreint ekki. „Sæll,“ segir Úlfar í stuttri orðsendingu til mannsins með slitgigtina. „Oddur hafði samband. Ef hann sendir okkur tölvupóst (eða þér og þú framsendir), þar sem hann sem læknir mælir með því að þú fáir golfbíl þá munum við taka það gott og gilt. Formsins vegna viljum við fá þetta skriflegt,“ segir í bréfi Úlfars. Sem sagt, Úlfar fellst með semingi á að leyfa manninum að vera á golfbíl en þá aðeins að hann geti lagt inn skriflega vottun frá lækni að hann þurfi á því að halda. Verður að vera standard í meistaramóti klúbbsins Meistaramót GKG hefst nú á sunnudaginn og Úlfar segir, í samtali við Vísi, að þeir geri ekki þessa kröfu í flokki öldunga, 50 ára og eldri. Þá getur þú keypt þér golfbíl. „Þetta hefur verið í skilyrðum klúbbsins, eina sem við viljum er að fá þetta skriflegt,“ segir Úlfar. Hann bendir á að þetta eigi ekki að þurfa að vera mikið mál, Oddur eða einhver læknismenntaður þurfi bara að senda þeim línu. Þessir herramenn létu sig ekki muna um að fara um Korpuna á golfbíl, en það var reyndar ekki í meistaramóti og svo má búast við því að þeir hefðu keppt í flokki öldunga, og þá hefði þetta ekki verið neitt mál.vísir/vilhelm „Ég held að allir þekki nú þessar reglur, þeir sem þurfa hugsanlega að vera á golfbíl. Við setjum þennan standard í meistaramóti klúbbsins, við setjum það skör hærra. Þetta er ekki regla í almennum mótum. En það getur verið gott forskot að vera á golfbíl, til að mynda við erfiðar aðstæður í vondum veðrum, að vera í lokuðum bíl.“ Úlfar segir að þau í mótstjórninni, sem eru fjögur, verði að gæta að jafnræði. Og því sé farið fram á vottorð eða í það minnsta meðmælabréf frá lækni. Það þurfi ekki að vera ítarlegt og þá sé þetta afgreitt í mótsstjórninni. Ekki mörg dæmi um að menn vilji fá að vera á bíl Þetta minnir að einhverju leyti á mál Björgvins heitins Þorsteinssonar en honum var meinað að vera á bíl í Íslandsmóti. Björgvin var margfaldur Íslandsmeistari – sá eini auk Birgis Leifs Hafþórssonar og Úlfars Jónssonar – sem hefur unnið það mót oftar en sex sinnum. „Já, þá varð allt brjálað,“ segir Úlfar. „Þetta verður svo mikið tilfinningamál. En þetta er hluti íþróttarinnar.“ Úlfar minnir á að John Daily, þeim skrautlega golfsnillingi, hafi verið meinað að vera á bíl. En það er önnur saga. „Við þurfum bara að fá eitthvað skriflegt.“ Úlfar segir ekki algengt að menn fari fram á að fá að vera á golfbíl í mótinu. Hann hafi engar tölur yfir það en þau dæmi megi telja á fingrum annarrar handar. Læknar hrista hausinn yfir vottorðaflóði Oddur er sem fyrr segir læknir og hann er ekki sá eini í þeirri stétt sem hristir hausinn yfir vottorðakröfunni. „Tíma lækna er vel varið,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson lyf- og gigtarlæknir sem hefur verið hávær í umræðunni um tilvísana- og vottorðaskrif. Ekki síst í þeim tilfellum sem heimilislæknir hafi enga beina aðkomu að málinu nema til að kvitta á pappír. Garðabær Kópavogur Golf Golfvellir Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Sjá meira
Oddur, sem er yfir heilsugæslunni á Kirkjusandi og varaformaður Læknafélagsins, vekur athygli á því á Facebook-síðu sinni að góður vinur hans, sem er með slæma slitgigt í hnjám, fái ekki að taka þátt í meistaramóti GKG nema skila inn læknisvottorði! Úlfar Jónsson, sem er yfir golfmálum hjá GKG segir golfbíla veita forskot og þeir verði að fá þetta skriflegt. Á að senda fólk á Læknavaktina vegna golfbíls? „Hann hringdi í mig áðan þar sem hann nær hvorki í sinn bæklunarlækni né heimilislækni! Oddur Steinarsson læknir furðar sig á þessari kröfu GKG, að heimta skriflegt vottorð af mönnum sem telja sig þurfa að nota golfbíl í meistaramóti.læknablaðið Mér fannst þetta nú fáránlegt, á að fara að senda fólk til dæmis á Læknavaktina vegna þessa?“ segir Oddur og helst á honum að skilja að honum þyki þetta fyrir neðan allar hellur, þessi krafa sem mótstjórn setur fram. Oddur hringdi því í mótsstjórann og taldi eftir það samtal væri málinu lokið. En miðað við svör sem maðurinn fékk frá Úlfari Jónssyni, sem er yfir golfmálum hjá GKG, er svo hreint ekki. „Sæll,“ segir Úlfar í stuttri orðsendingu til mannsins með slitgigtina. „Oddur hafði samband. Ef hann sendir okkur tölvupóst (eða þér og þú framsendir), þar sem hann sem læknir mælir með því að þú fáir golfbíl þá munum við taka það gott og gilt. Formsins vegna viljum við fá þetta skriflegt,“ segir í bréfi Úlfars. Sem sagt, Úlfar fellst með semingi á að leyfa manninum að vera á golfbíl en þá aðeins að hann geti lagt inn skriflega vottun frá lækni að hann þurfi á því að halda. Verður að vera standard í meistaramóti klúbbsins Meistaramót GKG hefst nú á sunnudaginn og Úlfar segir, í samtali við Vísi, að þeir geri ekki þessa kröfu í flokki öldunga, 50 ára og eldri. Þá getur þú keypt þér golfbíl. „Þetta hefur verið í skilyrðum klúbbsins, eina sem við viljum er að fá þetta skriflegt,“ segir Úlfar. Hann bendir á að þetta eigi ekki að þurfa að vera mikið mál, Oddur eða einhver læknismenntaður þurfi bara að senda þeim línu. Þessir herramenn létu sig ekki muna um að fara um Korpuna á golfbíl, en það var reyndar ekki í meistaramóti og svo má búast við því að þeir hefðu keppt í flokki öldunga, og þá hefði þetta ekki verið neitt mál.vísir/vilhelm „Ég held að allir þekki nú þessar reglur, þeir sem þurfa hugsanlega að vera á golfbíl. Við setjum þennan standard í meistaramóti klúbbsins, við setjum það skör hærra. Þetta er ekki regla í almennum mótum. En það getur verið gott forskot að vera á golfbíl, til að mynda við erfiðar aðstæður í vondum veðrum, að vera í lokuðum bíl.“ Úlfar segir að þau í mótstjórninni, sem eru fjögur, verði að gæta að jafnræði. Og því sé farið fram á vottorð eða í það minnsta meðmælabréf frá lækni. Það þurfi ekki að vera ítarlegt og þá sé þetta afgreitt í mótsstjórninni. Ekki mörg dæmi um að menn vilji fá að vera á bíl Þetta minnir að einhverju leyti á mál Björgvins heitins Þorsteinssonar en honum var meinað að vera á bíl í Íslandsmóti. Björgvin var margfaldur Íslandsmeistari – sá eini auk Birgis Leifs Hafþórssonar og Úlfars Jónssonar – sem hefur unnið það mót oftar en sex sinnum. „Já, þá varð allt brjálað,“ segir Úlfar. „Þetta verður svo mikið tilfinningamál. En þetta er hluti íþróttarinnar.“ Úlfar minnir á að John Daily, þeim skrautlega golfsnillingi, hafi verið meinað að vera á bíl. En það er önnur saga. „Við þurfum bara að fá eitthvað skriflegt.“ Úlfar segir ekki algengt að menn fari fram á að fá að vera á golfbíl í mótinu. Hann hafi engar tölur yfir það en þau dæmi megi telja á fingrum annarrar handar. Læknar hrista hausinn yfir vottorðaflóði Oddur er sem fyrr segir læknir og hann er ekki sá eini í þeirri stétt sem hristir hausinn yfir vottorðakröfunni. „Tíma lækna er vel varið,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson lyf- og gigtarlæknir sem hefur verið hávær í umræðunni um tilvísana- og vottorðaskrif. Ekki síst í þeim tilfellum sem heimilislæknir hafi enga beina aðkomu að málinu nema til að kvitta á pappír.
Garðabær Kópavogur Golf Golfvellir Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Sjá meira