Kirkjan skaðabótaskyld gagnvart Kristni Jón Þór Stefánsson skrifar 4. júlí 2024 17:25 Kristinn Jens Sigþórsson var prestur í Saurbæjarprestkalli Þjóðkirkjan er skaðabótaskyld gagnvart Kristni Jens Sigurþórssyni, fyrrverandi presti í Saurbæjarprestakalli á Hvalfjarðarströnd, en prestakallið var lagt niður árið 2019. Í kjölfarið bauð biskup Kristni að taka við nýju embætti sem hann þáði nokkru síðar, en svo tilkynnti Þjóðkrikjan að það boð hefði fallið niður. Því tók Kristinn ekki við nýju embætti og kvaðst hafa orðið fyrir tjóni vegna þess og vildi að skaðabótaskylda Þjóðkirkjunnar yrði viðurkennd. Málið fór fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur sem féllst á það. Kristinn hafði gengt embættinu frá árinu 1996. Hluti af starfskjörum hans var að vera ábúandi og umráðamaður jarðarinnar Saurbæjar á Hvalfjarðarströnd, en þar var heimili Kristins og fjölskyldu hans. Mygla og sveppamyndun Miklar skemmdir urðu á prestsbústaðnum árin 2013 og 2014 þegar heimæð frá Hitaveitu Hvalfjarðar gaf sig. Það varð til þess að heitt vatn rann undir bússtaðinn og mikill raki settist í gólfplötu og veggi í kjallara. Það leiddi til myglu og sveppamyndunnar sem mælingar verkfræðistofu leiddu í ljós að væru langt umfram hættumörk. Í kjölfarið var farið í umfangsmiklar viðgerðir á húsnæðinu. Árið 2016 vildi Kristinn að gerðar yrðu nýjar mælingar á ástandi bústaðarins, en þá voru merki um versnandi heilsufar heimilisfólksins sem gæti bent til þess að ástand hússins væri heilsuspillandi. Tvær verkfræðistofur voru fengnar til að meta ástandið. Niðurstöður þeirra voru ólíkar. Mælingar annarrar stofunnar gáfu til kynna að mun meiri raka og myglu en niðurstöður hinnar stofunnar. Í kjölfarið var Kristni og fjölskyldu hans útvegað húsnæði á Akranesi, en þangað fluttu þau þegar viðgerðir á Prestsbústaðnum hófust í janúar 2018. Síðan voru frekari framkvæmdir lagðar til, en deilt var um hvort breytingarnar sem búið var að gera væru fullnægjandi. Boðið embætti en síðan neitað um það Árið 2019 var prestakallið lagt niður. Héraðsdómur féllst á það að sú ákvörðun hafi verið tekin án þess að það hafi verið kannað til hlítar hvaða kostnaður hefði fylgt frekari framkvæmdum. Hins vegar segir dómurinn ljóst að sama hverjar þær framkvæmdir hefðu orðið hefðu þær verið kostnaðarsamar. Dómurinn féllst á að ákvörðun Þjóðkirkjunnar um að leggja prestkallið niður stæði óhögguð. Líkt og áður segir var Kristni boðið annað embætti sem hann þáði nokkru síðar. Þjóðkirkjan vildi meina að þegar hann samþykkti það hafi langt verið um liðið frá því að honum var boðið embættið, og því hafi hún mátt hafna honum um það. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að Þjóðkirkjan hafi ekki gætt meðalhófs við ákvarðanatökuna. Því viðurkenndi dómurinn skaðabótaksyldu kirkjunnar gagnvart Kristni. Dómsmál Hvalfjarðarsveit Þjóðkirkjan Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
Því tók Kristinn ekki við nýju embætti og kvaðst hafa orðið fyrir tjóni vegna þess og vildi að skaðabótaskylda Þjóðkirkjunnar yrði viðurkennd. Málið fór fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur sem féllst á það. Kristinn hafði gengt embættinu frá árinu 1996. Hluti af starfskjörum hans var að vera ábúandi og umráðamaður jarðarinnar Saurbæjar á Hvalfjarðarströnd, en þar var heimili Kristins og fjölskyldu hans. Mygla og sveppamyndun Miklar skemmdir urðu á prestsbústaðnum árin 2013 og 2014 þegar heimæð frá Hitaveitu Hvalfjarðar gaf sig. Það varð til þess að heitt vatn rann undir bússtaðinn og mikill raki settist í gólfplötu og veggi í kjallara. Það leiddi til myglu og sveppamyndunnar sem mælingar verkfræðistofu leiddu í ljós að væru langt umfram hættumörk. Í kjölfarið var farið í umfangsmiklar viðgerðir á húsnæðinu. Árið 2016 vildi Kristinn að gerðar yrðu nýjar mælingar á ástandi bústaðarins, en þá voru merki um versnandi heilsufar heimilisfólksins sem gæti bent til þess að ástand hússins væri heilsuspillandi. Tvær verkfræðistofur voru fengnar til að meta ástandið. Niðurstöður þeirra voru ólíkar. Mælingar annarrar stofunnar gáfu til kynna að mun meiri raka og myglu en niðurstöður hinnar stofunnar. Í kjölfarið var Kristni og fjölskyldu hans útvegað húsnæði á Akranesi, en þangað fluttu þau þegar viðgerðir á Prestsbústaðnum hófust í janúar 2018. Síðan voru frekari framkvæmdir lagðar til, en deilt var um hvort breytingarnar sem búið var að gera væru fullnægjandi. Boðið embætti en síðan neitað um það Árið 2019 var prestakallið lagt niður. Héraðsdómur féllst á það að sú ákvörðun hafi verið tekin án þess að það hafi verið kannað til hlítar hvaða kostnaður hefði fylgt frekari framkvæmdum. Hins vegar segir dómurinn ljóst að sama hverjar þær framkvæmdir hefðu orðið hefðu þær verið kostnaðarsamar. Dómurinn féllst á að ákvörðun Þjóðkirkjunnar um að leggja prestkallið niður stæði óhögguð. Líkt og áður segir var Kristni boðið annað embætti sem hann þáði nokkru síðar. Þjóðkirkjan vildi meina að þegar hann samþykkti það hafi langt verið um liðið frá því að honum var boðið embættið, og því hafi hún mátt hafna honum um það. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að Þjóðkirkjan hafi ekki gætt meðalhófs við ákvarðanatökuna. Því viðurkenndi dómurinn skaðabótaksyldu kirkjunnar gagnvart Kristni.
Dómsmál Hvalfjarðarsveit Þjóðkirkjan Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira