Segir Miðflokkinn vilja skreyta sig stolnum fjöðrum Jakob Bjarnar skrifar 5. júlí 2024 13:25 Hildur lét Sigmund Davíð ekki eiga það lengi inni hjá sér að Mannréttindastofnun sé skrípi sem Sjálfstæðisflokkurinn beri ábyrgð á. vísir/vilhelm Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, lætur Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins ekki eiga neitt inni hjá sér en í kröftugri svargrein um Mannréttindastofu segir hún Sigmund og þá Miðflokksmenn innilega ósamkvæma sjálfum sér. „Í gegnum tíðina hefur Miðflokkurinn stutt aðild Íslands að samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, bæði í atkvæðagreiðslum á Alþingi og í málefnaályktunum flokksins. Óljóst er hins vegar á hverju sá stuðningur byggir þar sem báðir þingmenn flokksins ná ekki upp í nefið á sér þegar staðið er við þær skuldbindingar sem í samningnum felast,“ segir meðal annars í grein Hildar þar sem hún fer í saumana á því hvað felst í stofnun nýrrar Mannréttindastofnunar. „Verður ekki annað séð en að Miðflokksmenn vilji ólmir geta skreytt sig þeim fjöðrum sem felast í samningnum, en á sama tíma vera andsnúnir því að efna samninginn og agnúast með ýkjum út í þá sem að axla þá ábyrgð. Það er mikill munaður að geta leyft sér að vera ósamkvæmur sjálfum sér og gaspra án ábyrgðar og er staða Miðflokksmanna í stjórnarandstöðu til marks um það.“ Tilefni skrifa Hildar er grein Sigmundar Davíðs þar sem hann dregur Sjálfstæðisflokkinn sundur og saman í nöpru háði vegna þess sem hann kallar „Mannréttindastofnun VG“ og að Sjálfstæðismenn séu í þeirri sérkennilegu stöðu að ef þeim verður á, þá kenni þeir Miðflokknum um að hafa ekki stoppað málið. „Það er rétt að ráðleggja formanninum að gjóa augunum frá slíkum samsæriskenningum og renna frekar eldsnöggt í gegnum samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks,“ segir Hildur. Hún tekur svo til við að fara í ítarlegu máli yfir tilurð Mannréttindastofnunar og hvað búi þar að baki. „Þar kemur nefnilega fram eitt af því sem hefur vafist fyrir formanninum sem er að aðildarríki samningsins skuli starfrækja sjálfstæða stofnun sem sett sé á fót með lögum. Formaðurinn gæti í framhaldinu sleppt því að furða sig svona á hvers vegna önnur félög og stofnanir sem kenni sig við mannréttindi hafi ekki tekið þetta verkefni að sér,“ segir Hildur. Hún bætir við að örlítil rannsóknarvinna hefði dugað Sigmundi til að átta sig á að því miður er enginn stofnun til staðar hér á landi sem uppfyllir þessar kröfur samningsins og því brugðið á það ráð í staðinn að opinbert fjárframlag til Mannréttindaskrifstofu renni eftirleiðis alfarið til hinnar nýju stofnunar sem uppfyllir kröfurnar. Hildur kemur víða við greininni, er háðsk á móti en slær lokapuntinn með: „Að endingu þessara skoðanaskipta óskar þingflokksformaðurinn þess að formaðurinn njóti sumarsins sem best og hlakkar til næstu orrustu lýðræðislegrar umræðu til gagns og gamans.“ Ljóst má vera að væringar eru milli Sjálfstæðisflokks og Miðflokks og sér ekki fyrir endann á því. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mannréttindi Rekstur hins opinbera Hinsegin Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
„Í gegnum tíðina hefur Miðflokkurinn stutt aðild Íslands að samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, bæði í atkvæðagreiðslum á Alþingi og í málefnaályktunum flokksins. Óljóst er hins vegar á hverju sá stuðningur byggir þar sem báðir þingmenn flokksins ná ekki upp í nefið á sér þegar staðið er við þær skuldbindingar sem í samningnum felast,“ segir meðal annars í grein Hildar þar sem hún fer í saumana á því hvað felst í stofnun nýrrar Mannréttindastofnunar. „Verður ekki annað séð en að Miðflokksmenn vilji ólmir geta skreytt sig þeim fjöðrum sem felast í samningnum, en á sama tíma vera andsnúnir því að efna samninginn og agnúast með ýkjum út í þá sem að axla þá ábyrgð. Það er mikill munaður að geta leyft sér að vera ósamkvæmur sjálfum sér og gaspra án ábyrgðar og er staða Miðflokksmanna í stjórnarandstöðu til marks um það.“ Tilefni skrifa Hildar er grein Sigmundar Davíðs þar sem hann dregur Sjálfstæðisflokkinn sundur og saman í nöpru háði vegna þess sem hann kallar „Mannréttindastofnun VG“ og að Sjálfstæðismenn séu í þeirri sérkennilegu stöðu að ef þeim verður á, þá kenni þeir Miðflokknum um að hafa ekki stoppað málið. „Það er rétt að ráðleggja formanninum að gjóa augunum frá slíkum samsæriskenningum og renna frekar eldsnöggt í gegnum samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks,“ segir Hildur. Hún tekur svo til við að fara í ítarlegu máli yfir tilurð Mannréttindastofnunar og hvað búi þar að baki. „Þar kemur nefnilega fram eitt af því sem hefur vafist fyrir formanninum sem er að aðildarríki samningsins skuli starfrækja sjálfstæða stofnun sem sett sé á fót með lögum. Formaðurinn gæti í framhaldinu sleppt því að furða sig svona á hvers vegna önnur félög og stofnanir sem kenni sig við mannréttindi hafi ekki tekið þetta verkefni að sér,“ segir Hildur. Hún bætir við að örlítil rannsóknarvinna hefði dugað Sigmundi til að átta sig á að því miður er enginn stofnun til staðar hér á landi sem uppfyllir þessar kröfur samningsins og því brugðið á það ráð í staðinn að opinbert fjárframlag til Mannréttindaskrifstofu renni eftirleiðis alfarið til hinnar nýju stofnunar sem uppfyllir kröfurnar. Hildur kemur víða við greininni, er háðsk á móti en slær lokapuntinn með: „Að endingu þessara skoðanaskipta óskar þingflokksformaðurinn þess að formaðurinn njóti sumarsins sem best og hlakkar til næstu orrustu lýðræðislegrar umræðu til gagns og gamans.“ Ljóst má vera að væringar eru milli Sjálfstæðisflokks og Miðflokks og sér ekki fyrir endann á því.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mannréttindi Rekstur hins opinbera Hinsegin Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira